Viðtöl og umfjöllun: Ísland - Noregur 21-27 | Draumurinn um Brasilíu úti Anton Ingi Leifsson skrifar 10. janúar 2015 00:01 Adam Haukur Baumruk í leiknum gegn Litháen í gær. Vísir/vilhelm Ísland tapaði gegn Noregi með sjö mörkum í undankeppni HM U21-liða. Leikur Íslands var ekki góður og sterkt lið Noregs réði lögum og lofum í leiknum. Góð byrjun Íslands veitti mönnum von, en feiknasterkt lið Noregs tók svo við sér og grýtti þessum vonum í ruslið. Þeir voru afar sterkir á öllum sviðum handboltans og unnu að lokum verðskuldaðan sigur. Íslenska liðið byrjaði vel og komst meðal annars í 3-1 og 4-2 snemma leiks. Ómar Ingi var að spila vel í hægri skyttustöðunni og skoraði þrjú af fyrstu fjórum mörkum Íslands. Norðmennirnir náðu hægt og rólega að koma sér inn í leikinn og leiddu 7-6 þegar þrettán mínútur voru búnar. Þá einfaldlega skelltu þeir í lás. Vörn þeirra var frábær og íslensku strákarnir komust lítt áleiðis. Markvarslan var einnig góð og þegar heimamenn komust í gegn, þá varði Torbjörn Bergerud einfaldlega það sem kom á markið. Ísland skoraði ekki í þrettán mínútur, eða frá tólftu mínútu til þeirrar 25. Ekki vænlegt til árangurs. Noregur vann þennan kafla 5-0 og breyttu stöðnni úr 7-6 sér í víl, í 12-7. Staðan var svo 14-8 í hálfleik. Í síðari hálfleik var svipða uppá teningnum. Norðmenn spiluðu geysisterka vörn og refsuðu íslenska liðinu grimmt. Þeir voru komnir með níu marka forskot þegar þrjár mínútur voru liðnar af síðari hálfleik og þá héldu flestir að leik væri lokið. Íslenska liðið beit þó aðeins frá sér og minnkuðu muninn í fimm mörk þegar tíu mínutur voru eftir. Nær komust þeir ekki og lokatölur urðu 27-21 sigur Noregs. Yngri leikmenn liðsins voru að spila best í dag. Ómar Ingi Magnússon (fæddur 1997) var markahæstur með sex mörk og Egill Magnússon (fæddur 1996) skoraði fimm mörk, en leikmenn fæddir 1994 og síðar eru gjaldgengir. Markvarslan var afar döpur í fyrri hálfleik, en skánaði aðeins í þeim síðari. Ágúst Elí líklega óánægður með sjálfan sig, en hann átti frábæran leik í gær. Grétar Ari kom inn í markið undir lok fyrir hálfleiks, en náði ekki að verja skot. Ísland spilaði vel í um tuttugu mínútur í dag, en liðið var að mæta afar góðu norsku liði. Varnarleikurinn var góður þegar Ísland náði að stilla upp í hann, en þeir fengu alltof mörg mörk á sig úr síðari bylgju þegar keyrt var í bakið á þeim. Ísland mætir Eistlandi á morgun og LItháen mætir Noreg sem ætti að vera formsatriði fyrir Noreg. Leikur Íslands og Eistlands hefst klukkan 16.00 á morgun og verður í beinni textalýsingu á Vísi.Reynir: Vorum hægir og hikandi „Noregur er feykilega sterkt lið. Við vorum bara verra liðið í dag. Þeir keyrðu vel í bakið á okkur og við vorum ekki að ná upp okkar besta leik," sagði Reynir Þór Reynisson, annar landsliðsþjálfara Íslands, við Vísi í leikslok. Torbjörn Sitturp Bergerud, markvörður Noregs, var að verja gífurlega vel í marki þeirra, en hann endaði með 46% markvörslu. Reynir segir að íslenska liðið hafi verið í erfiðleikum í sóknarleiknum. „Hann var að verja mjög vel, en við vorum í erfiðleikum sóknarlega. Við vorum hægir og við vorum virkilega hikandi. Markmaðurinn fékk auðveldari skot fyrir vikið á sig." „Við vorum að spila við miklu, miklu, miklu sterkara lið í dag og þeir eru bara með virkilega góða leikmenn Noregur. Þetta er góður árangur hjá Noregi og þeir settu okkur í vandræði." „Þegar að við náum að stilla upp varnarleiknum þá náum við að standa hann ágætlega. Við erum alltof hikandi í okkar aðgerðum." „Við þurfum bara að hugsa um að vinna okkar leik á morgun og ljúka þessu með sæmd. Svo er þetta verkefni bara búið og við sjáum hvernig það fer. Strákarnir þurfa bara að hugsa um það að bæta sig og leggja meira á sig," sagði Reynir í leikslok. Handbolti Mest lesið Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Fótbolti „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ Fótbolti Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Fótbolti „Hörku barátta tveggja góðra liða“ Fótbolti Fleiri fréttir ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Sjá meira
Ísland tapaði gegn Noregi með sjö mörkum í undankeppni HM U21-liða. Leikur Íslands var ekki góður og sterkt lið Noregs réði lögum og lofum í leiknum. Góð byrjun Íslands veitti mönnum von, en feiknasterkt lið Noregs tók svo við sér og grýtti þessum vonum í ruslið. Þeir voru afar sterkir á öllum sviðum handboltans og unnu að lokum verðskuldaðan sigur. Íslenska liðið byrjaði vel og komst meðal annars í 3-1 og 4-2 snemma leiks. Ómar Ingi var að spila vel í hægri skyttustöðunni og skoraði þrjú af fyrstu fjórum mörkum Íslands. Norðmennirnir náðu hægt og rólega að koma sér inn í leikinn og leiddu 7-6 þegar þrettán mínútur voru búnar. Þá einfaldlega skelltu þeir í lás. Vörn þeirra var frábær og íslensku strákarnir komust lítt áleiðis. Markvarslan var einnig góð og þegar heimamenn komust í gegn, þá varði Torbjörn Bergerud einfaldlega það sem kom á markið. Ísland skoraði ekki í þrettán mínútur, eða frá tólftu mínútu til þeirrar 25. Ekki vænlegt til árangurs. Noregur vann þennan kafla 5-0 og breyttu stöðnni úr 7-6 sér í víl, í 12-7. Staðan var svo 14-8 í hálfleik. Í síðari hálfleik var svipða uppá teningnum. Norðmenn spiluðu geysisterka vörn og refsuðu íslenska liðinu grimmt. Þeir voru komnir með níu marka forskot þegar þrjár mínútur voru liðnar af síðari hálfleik og þá héldu flestir að leik væri lokið. Íslenska liðið beit þó aðeins frá sér og minnkuðu muninn í fimm mörk þegar tíu mínutur voru eftir. Nær komust þeir ekki og lokatölur urðu 27-21 sigur Noregs. Yngri leikmenn liðsins voru að spila best í dag. Ómar Ingi Magnússon (fæddur 1997) var markahæstur með sex mörk og Egill Magnússon (fæddur 1996) skoraði fimm mörk, en leikmenn fæddir 1994 og síðar eru gjaldgengir. Markvarslan var afar döpur í fyrri hálfleik, en skánaði aðeins í þeim síðari. Ágúst Elí líklega óánægður með sjálfan sig, en hann átti frábæran leik í gær. Grétar Ari kom inn í markið undir lok fyrir hálfleiks, en náði ekki að verja skot. Ísland spilaði vel í um tuttugu mínútur í dag, en liðið var að mæta afar góðu norsku liði. Varnarleikurinn var góður þegar Ísland náði að stilla upp í hann, en þeir fengu alltof mörg mörk á sig úr síðari bylgju þegar keyrt var í bakið á þeim. Ísland mætir Eistlandi á morgun og LItháen mætir Noreg sem ætti að vera formsatriði fyrir Noreg. Leikur Íslands og Eistlands hefst klukkan 16.00 á morgun og verður í beinni textalýsingu á Vísi.Reynir: Vorum hægir og hikandi „Noregur er feykilega sterkt lið. Við vorum bara verra liðið í dag. Þeir keyrðu vel í bakið á okkur og við vorum ekki að ná upp okkar besta leik," sagði Reynir Þór Reynisson, annar landsliðsþjálfara Íslands, við Vísi í leikslok. Torbjörn Sitturp Bergerud, markvörður Noregs, var að verja gífurlega vel í marki þeirra, en hann endaði með 46% markvörslu. Reynir segir að íslenska liðið hafi verið í erfiðleikum í sóknarleiknum. „Hann var að verja mjög vel, en við vorum í erfiðleikum sóknarlega. Við vorum hægir og við vorum virkilega hikandi. Markmaðurinn fékk auðveldari skot fyrir vikið á sig." „Við vorum að spila við miklu, miklu, miklu sterkara lið í dag og þeir eru bara með virkilega góða leikmenn Noregur. Þetta er góður árangur hjá Noregi og þeir settu okkur í vandræði." „Þegar að við náum að stilla upp varnarleiknum þá náum við að standa hann ágætlega. Við erum alltof hikandi í okkar aðgerðum." „Við þurfum bara að hugsa um að vinna okkar leik á morgun og ljúka þessu með sæmd. Svo er þetta verkefni bara búið og við sjáum hvernig það fer. Strákarnir þurfa bara að hugsa um það að bæta sig og leggja meira á sig," sagði Reynir í leikslok.
Handbolti Mest lesið Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Fótbolti „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ Fótbolti Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Fótbolti „Hörku barátta tveggja góðra liða“ Fótbolti Fleiri fréttir ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Sjá meira