Róbert: Ég er orðinn meira vinnudýr Henry Birgir Gunnarsson skrifar 10. janúar 2015 08:00 vísir/vilhelm „Ég hef ekki hugmynd um hvaða mót þetta er hjá mér,“ sagði brosmildur línumaður landsliðsins, Róbert Gunnarsson, en hann spilaði á sínu fyrsta stórmóti árið 2004. Þá fór EM fram í Slóveníu. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar og í dag er Róbert einn af reyndari mönnum liðsins og veit vel hvernig slag hann er að fara út í. „Það er aðeins öðruvísi stemning fyrir þetta mót en oft áður. Aðeins lengra ferðalag en oftast og svo er gaman að fá að upplifa eitthvað annað en Evrópu. Við erum vanir alls konar umgjörð og ég er ekkert að velta mér upp úr því hvort það komi mikið af fólki á leikina eða ekki.“ Róbert segir það mikinn kost að vera á sama staðnum allt mótið og þurfa ekki að ferðast mikið. „Ég held að þetta verði mikil og skemmtileg upplifun.“Munar mikið um Óla Róbert og félagar á línunni hafa legið undir nokkurri gagnrýni enda hefur mörkum af línunni fækkað umtalsvert. Þau voru til að mynda ekki nema þrjú í leikjunum tveimur gegn Þjóðverjum hér heima.Eðlilega munar mikið um að Ólafur Stefánsson er hættur enda mataði hann línumennina stanslaust. Hvernig lítur Róbert á þetta? „Er þetta ekki bara af því ég er orðinn svona gamall? Viljið þið ekki fá það svar,“ segir Róbert og hlær áður en hann setur sig í alvarlegri stellingar. „Leikur liðsins hefur auðvitað breyst undanfarin ár og ég get kannski ekki tjáð mig mikið um þetta. Eflaust getum við Kári gert eitthvað betur til að fjölga mörkum af línunni og eflaust geta félagar okkar það líka,“ segir Róbert og viðurkennir fúslega að auðvitað hafi mikið breyst með brotthvarfi Ólafs Stefánssonar úr landsliðinu. „Það tekur tíma að finna nýja lífæð eftir að Óli hætti. Hann dró alltaf svakalega mikið til sín og bara það að hafa hann á parketinu skilaði miklu. Það gefur augaleið að öll lið myndu sakna manns eins og Óla þó svo að við séum vel staddir með Alexander og fleiri. Þetta eru samt öðruvísi leikmenn.“Hættur að hugsa um fyrirsagnir Línumaðurinn bendir einnig á að mikil meiðsli hafi verið í liðinu síðustu ár og Ísland sjaldan með sitt allra sterkasta lið á síðustu stórmótum. „Það hefur verið mikið rót á liðinu vegna meiðsla og þetta er í fyrsta skipti núna í langan tíma sem við erum allir saman. Ég vona að við finnum taktinn núna,“ segir Róbert en markaskorun skiptir þó ekki öllu máli hjá honum. „Að vinna leiki skiptir öllu. Ef við förum í gegnum mótið án þess að ég skori og við vinnum gullið þá verð ég eðlilega hæstánægður. Ég hef engar áhyggjur af þessu. Að vera línumaður snýst um meira en að skora og ég til að mynda hef breyst mikið í mínum leik.“ „Ég er orðinn meira vinnudýr fyrir strákana. Það veitir mér ánægju þó svo að sonur minn sé ekki ánægður þegar ég næ ekki að skora. Ég er kominn á þann aldur að ég er hættur að hugsa um að skora tíu mörk og stela fyrirsögnunum. Nú hugsa ég um að vinna leiki og ég reyni að leggja mitt af mörkum á allan þann hátt sem ég mögulega get,“ segir Róbert Gunnarsson. HM 2015 í Katar Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Fleiri fréttir Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Sjá meira
„Ég hef ekki hugmynd um hvaða mót þetta er hjá mér,“ sagði brosmildur línumaður landsliðsins, Róbert Gunnarsson, en hann spilaði á sínu fyrsta stórmóti árið 2004. Þá fór EM fram í Slóveníu. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar og í dag er Róbert einn af reyndari mönnum liðsins og veit vel hvernig slag hann er að fara út í. „Það er aðeins öðruvísi stemning fyrir þetta mót en oft áður. Aðeins lengra ferðalag en oftast og svo er gaman að fá að upplifa eitthvað annað en Evrópu. Við erum vanir alls konar umgjörð og ég er ekkert að velta mér upp úr því hvort það komi mikið af fólki á leikina eða ekki.“ Róbert segir það mikinn kost að vera á sama staðnum allt mótið og þurfa ekki að ferðast mikið. „Ég held að þetta verði mikil og skemmtileg upplifun.“Munar mikið um Óla Róbert og félagar á línunni hafa legið undir nokkurri gagnrýni enda hefur mörkum af línunni fækkað umtalsvert. Þau voru til að mynda ekki nema þrjú í leikjunum tveimur gegn Þjóðverjum hér heima.Eðlilega munar mikið um að Ólafur Stefánsson er hættur enda mataði hann línumennina stanslaust. Hvernig lítur Róbert á þetta? „Er þetta ekki bara af því ég er orðinn svona gamall? Viljið þið ekki fá það svar,“ segir Róbert og hlær áður en hann setur sig í alvarlegri stellingar. „Leikur liðsins hefur auðvitað breyst undanfarin ár og ég get kannski ekki tjáð mig mikið um þetta. Eflaust getum við Kári gert eitthvað betur til að fjölga mörkum af línunni og eflaust geta félagar okkar það líka,“ segir Róbert og viðurkennir fúslega að auðvitað hafi mikið breyst með brotthvarfi Ólafs Stefánssonar úr landsliðinu. „Það tekur tíma að finna nýja lífæð eftir að Óli hætti. Hann dró alltaf svakalega mikið til sín og bara það að hafa hann á parketinu skilaði miklu. Það gefur augaleið að öll lið myndu sakna manns eins og Óla þó svo að við séum vel staddir með Alexander og fleiri. Þetta eru samt öðruvísi leikmenn.“Hættur að hugsa um fyrirsagnir Línumaðurinn bendir einnig á að mikil meiðsli hafi verið í liðinu síðustu ár og Ísland sjaldan með sitt allra sterkasta lið á síðustu stórmótum. „Það hefur verið mikið rót á liðinu vegna meiðsla og þetta er í fyrsta skipti núna í langan tíma sem við erum allir saman. Ég vona að við finnum taktinn núna,“ segir Róbert en markaskorun skiptir þó ekki öllu máli hjá honum. „Að vinna leiki skiptir öllu. Ef við förum í gegnum mótið án þess að ég skori og við vinnum gullið þá verð ég eðlilega hæstánægður. Ég hef engar áhyggjur af þessu. Að vera línumaður snýst um meira en að skora og ég til að mynda hef breyst mikið í mínum leik.“ „Ég er orðinn meira vinnudýr fyrir strákana. Það veitir mér ánægju þó svo að sonur minn sé ekki ánægður þegar ég næ ekki að skora. Ég er kominn á þann aldur að ég er hættur að hugsa um að skora tíu mörk og stela fyrirsögnunum. Nú hugsa ég um að vinna leiki og ég reyni að leggja mitt af mörkum á allan þann hátt sem ég mögulega get,“ segir Róbert Gunnarsson.
HM 2015 í Katar Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Fleiri fréttir Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Sjá meira