Handbolti

Kári Kristján fer á kostum í auglýsingu fyrir HM | Myndband

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Kári Kristján í hljóðveri RÚV.
Kári Kristján í hljóðveri RÚV. mynd/skjáskot
Eyjamaðurinn Kári Kristján Kristjánsson, línumaður íslenska landsliðsins í handbolta, er mikill sprelligosi eins og þjóðin hefur fengið að kynnast á undanförnum árum.

Hann fer á kostum í nýrri stiklu Ríkissjónvarpsins fyrir HM í handbolta, þar sem hann gerir Einari Erni Jónssyni, íþróttafréttamanni RÚV, lífið leitt við stiklugerð fyrir mótið.

Kári er með djúpa og flotta rödd sem minnir um margt á leikarann Ólaf Darra Ólafsson og þá er skeggið ekkert að skemma fyrir í þeim samanburði.

Þessa bráðskemmtilegu stiklu má sjá hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×