Handbolti

Lærisveinar Guðmundar pökkuðu Slóvenum saman

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Guðmundur Guðmundsson.
Guðmundur Guðmundsson. vísir/getty
Danir áttu ekki í miklum vandræðum með að valta yfir Slóvena, 35-25, á Totalcredit-æfingamótinu í handbolta sem nú stendur yfir, en í sama móti eigast nú við Íslendingar og Svíar.

Danir voru sex mörkum yfir í hálfleik, 19-11, og bættu jafnt og þétt við forskotið í seinni hálfleiknum. Þeir unnu sem fyrr segir á endanum tíu marka sigur, 35-25.

Guðmundur Guðmundsson stefnir á undanúrslit á HM með danska liðið sem lítur vel út þessa dagana, en það er í riðli með Póllandi, Rússlandi, Argentínu, Sádi Arabíu og Þýskalandi.

Ísland og Danmörk mætast í Álaborg klukkan 18.30 annað kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×