Fleiri fréttir

Sannleikurinn mun jarða þig

Eitt stærsta fréttamál síðasta árs í bandaríska íþróttaheiminum var frétt um meint einelti í búningsklefa NFL-liðsins Miami Dolphins.

Örvar ræðir Nigel Moore-áhrifin

ÍR-ingar hafa snúið við blaðinu síðan Nigel Moore mætti í Hertz-Hellinn. Liðið hoppaði úr fallsæti, inn í bikarúrslitin og í baráttu um úrslitakeppnissæti.

Saga mannsins með nærfatanafnið er lyginni líkust

Bruno Banani er fyrsti keppandinn frá Suður-Kyrrahafseyjunni Tonga sem keppir á Vetrarólympíuleikunum. Hann er gangandi auglýsing fyrir þýskt fyrirtæki sem fékk hann til að skipta um nafn. Draumur prinsessunnar rættist.

Massa er ánægður með Williams-bílinn

Felipe Massa er ánægður með afrakstur æfinganna í Jerez. Hann segir að bíllinn sé góður. Massa ekur nú fyrir Williams eftir að hafa ekki endurnýjað samning sinn við Ferrari í lok síðasta tímabils. Brasilíumaðurinn er bjartsýnn fyrir komandi tímabil.

Moyes: Þetta eru ekki slæm úrslit fyrir okkur

David Moyes, knattspyrnustjóri Manchester United, tók ekki mikla áhættu í markalausu jafntefli á móti Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á Emirates-leikvanginum í kvöld og Skotinn virtist bara vera sáttur með úrslitin.

Szczesny: Þetta voru vonbrigði

Wojciech Szczesny, markvörður Arsenal, gerði vel í að halda marki sínu hreinu á móti Manchester United í stórleik kvöldsins í ensku úrvalsdeildinni en hann var svekktur með að fá ekki meira en eitt stig.

Ólympíuleikarnir 2014 | Samantekt frá degi 5

Í lok hvers keppnisdags á Vetrarólympíuleikunum í Sotsjí verður allt það helsta gert upp í samantektarþætti hér á Vísi og Stöð 2 Sport. Nú er komið að keppni á degi fimm.

Adebayor með tvö mörk í stórsigri Tottenham

Emmanuel Adebayor skoraði tvö mörk fyrir Tottenham í 4-0 útisigri á Newcastle í ensku úrvalsdeildinni í kvöld en með þessum sigri eru Gylfi Þór Sigurðsson og félagar farnir að anda ofan í hálsmálið á Liverpool-mönnum í baráttunni um fjórða sætið.

Ellefu sigrar í röð hjá Snæfelli - úrslitin í kvennakörfunni

Frábær endasprettur Haukakvenna á móti botnliði Njarðvíkur kom í veg fyrir að Snæfell tryggði sér deildarmeistaratitilinn í kvennakörfunni í kvöld. Snæfell vann þá sextán stiga sigur á Val en Haukar urðu að tapa á móti botnliði Njarðvíkur til þess að Snæfelli væri orðið Dominos-deildmeistari kvenna þótt að enn væru fimm umferðir eftir.

Alexander með stórleik í kvöld

Alexander Petersson skoraði átta mörk fyrir Rhein-Neckar Löwen í þriggja marka sigri á Göppingen, 25-22, í þýsku úrvalsdeildinni í kvöld. Guðjón Valur Sigurðsson og félagar í Kiel fóru illa með annað Íslendingalið.

GOG tapaði þriðja heimaleiknum á níu dögum

Íslenski leikstjórnandinn Snorri Steinn Guðjónsson skoraði eitt mark fyrir GOG þegar liðið tapaði 24-26 á heimavelli á móti Team Tvis Holstebro í kvöld í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta.

Gerrard tryggði Liverpool sigurinn í lokin

Liverpool fylgdi eftir stórsigrinum á Arsenal um síðustu helgi með 3-2 endurkomusigri á botnliði Fulham á Craven Cottage í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld.

Heimapar vann gullið í listhlaupi

Rússarnir Tatiana Volosozhar og Maxim Trankov urðu í kvöld Ólympíumeistarar í listhlaupi para og unnu þar með annað gull heimamanna í Skautahöllinni í Sotsjí.

Helena með 19 stig á aðeins 17 mínútum

Helena Sverrisdóttir var stigahæst hjá liði DVTK Miskolc þegar liðið vann 90-30 sigur á MKB Euroleasing Vasas í ungversku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld.

Northug ekki með á föstudaginn

Petter Northug, skærasta stjarna Norðmanna í skíðagöngu, verður ekki á meðal keppanda í 15km göngunni á föstudaginn.

Groothuis endaði sigurgöngu Davis í 1000 metrunum

Hollendingurinn Stefan Groothuis varð í kvöld Ólympíumeistari í 1000 metra skautahlaupi karla á Vetrarólympíuleikunum í Sotsjí í Rússlandi og Holland vann þar með sín fjórðu gullverðlaun í skautahlaupi á leikunum.

Jordan og frú eignuðust tvíbura

Besti körfuboltamaður allra tíma, Michael Jordan, er orðinn fimm barna faðir en eiginkona hans fæddi tvíbura um síðustu helgi.

Faðir Sam vill helst ekki hafa homma í NFL-deildinni

Ruðningskappinn Michael Sam hefur fengið mikinn stuðning víða að síðan hann greindi frá því að hann væri samkynhneigður. Hann er þó ekki að fá mikinn stuðning frá föður sínum, Michael Sam eldri.

Hafnaði Barcelona og samdi við Ribe/Esbjerg

Það er draumur flestra handboltamanna að fá að spila með spænska stórliðinu Barcelona. Efnilegasti markvörður Dana sagði aftur á móti nei við tilboði félagsins.

Metnaður Kolding er að vinna titla

Yfirmaður íþróttamála hjá KIF Kolding er ánægður með að Aron Kristjánsson hafi tekið boði félagsins um að stýra liðinu út tímabilið.

Jón Halldór farinn frá Grindavík

Það eru breytingar hjá kvennaliði Grindavíkur í körfubolta því Jón Halldór Eðvaldsson er hættur að þjálfa liðið.

Sjá næstu 50 fréttir