Enski boltinn

Szczesny: Þetta voru vonbrigði

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Wojciech Szczesny ver hér frá Robin Van Persie í lok leiksins.
Wojciech Szczesny ver hér frá Robin Van Persie í lok leiksins. Vísir/Getty
Wojciech Szczesny, markvörður Arsenal, gerði vel í að halda marki sínu hreinu á móti Manchester United í stórleik kvöldsins í ensku úrvalsdeildinni en hann var svekktur með að fá ekki meira en eitt stig.

„Við nýttum ekki færi okkar í kvöld sem eru vonbrigði. Það er samt jákvætt að halda hreinu eftir að hafa fengið á okkur fimm mörk í síðasta leik," sagði Wojciech Szczesny við BBC eftir leikinn. Arsenal tókst ekki að taka toppsætið af Chelsea en Chelsea er nú með eins stigs forskot á toppnum.

„Ég náði að bregðast rétt við skalla Robin van Persie. Hann skoraði ekki mörk skallamörk á Emirates-leikvanginum þegar hann spilaði með Arsenal þegar hann lék með okkur og ég ætlaði að sjá til þess að það breyttist ekki," sagði Wojciech Szczesny en hann varði í tvígang mjög vel frá hollenska framherjanum í þessum leik þar á meðal frábæran skalla ellefu mínútum fyrir leikslok.

„Þetta verður jafn og spennandi. Mörg félög eru nálægt hverju öðru á toppnum en við höfum fulla trú á okkar liði í þeirri baráttu. Við getum unnið titilinn ef við sýnum okkar rétta karakter," sagði Szczesny.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×