Sport

Kanadamaður lánaði Rússa skíði svo hann gæti klárað gönguna

Hérna liggur Gafarov bugaður með brotið skíði.
Hérna liggur Gafarov bugaður með brotið skíði. vísir/afp
Rússneski skíðagöngukappinn Anton Gafarov var talinn líklegur til afreka í sprettgöngunni í gær en það gekk allt á afturfótunum hjá honum.

Hann datt tvisvar og braut annað skíðið. Hann átti í raun varla möguleika á því að komast í mark en þá brást þjálfari kanadíska landsliðsins við.

"Ég vildi að hann gæti haldið reisn sinni og skíðað í mark. Þess vegna kom ég með nýtt skíði hana honum," sagði þjálfarinn Justin Wadsworth.

Á þessum tímapunkti var Gafarov mínútum á eftir næstu mönnum en þessi sanni Ólympíuandi Wadsworth sá til þess að hann gat klárað keppnina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×