Sport

24 ára lítt þekkt snjóbrettakona vann þrjá Ólympíumeistara

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kaitlyn Farrington.
Kaitlyn Farrington. Vísir/Getty
Kaitlyn Farrington var senuþjófurinn í kvöld í keppni í hálfpípu á snjóbrettum kvenna á Vetrarólympíuleikunum í Sotsjí í Rússlandi.

Það bjuggust allir við að Ástralinn Torah Bright og hin bandaríska Kelly Clark kepptu um gullið en þær urðu hinsvegar að sætta sig við silfur og brons.

Kaitlyn Farrington var að keppa á sínum fyrstu Ólympíuleikum og náði gullinu í fyrstu tilraun eftir baráttu við þrjá reynslubolta sem höfðu allar unnið gull á Ólympíuleikum.

Farrington átti fína fyrri ferð en tryggði sér sigurinn með því að ná 91,75 stig fyrir seinni ferðina. Eftir hennar ferð fengu þrír fyrrum Ólympíumeistarar að reyna sig en enginn náði henni.

Torah Bright átti flotta seinni ferð og var næst henni en 91,50 stig dugði ekki þeirri áströlsku.

Torah Bright vann Ólympíugullið fyrir fjórum árum en Kelly Clark varð Ólympíumeistari fyrir tólf árum, á heimavelli í Salt Lake City.

Kelly Clark þurfti að sætta sig við bronsið aðra leikana í röð en hún endaði síðan í fjórða sætinu á Ólympíuleikunum í Tórínó 2006 og hefur því verið meðal fjögurra efstu á síðustu fjórum leikum.

Hannah Teter frá Bandaríkjunum átti mjög góða fyrri ferð og var þá miklu betri en þær Torah Bright og Kelly Clark sem tókst þá ekki vel upp. Teter klikkaði aftur á móti algjörlega á seinni ferðinni og varð því að sætta sig við fjórða sætið. Teter vann gullið 2006 og silfrið fyrir fjórum árum.

Vísir/Getty
Vísir/Getty
Vísir/Getty
Vísir/Getty
Vísir/Getty
Vísir/Getty



Fleiri fréttir

Sjá meira


×