Arsenal náði ekki toppsætinu - markalaust jafntefli við United Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. febrúar 2014 19:15 Vísir/Getty Arsenal og Manchester United gerðu markalaust jafntefli í stórleik kvöldsins í ensku úrvalsdeildinni en Arsenal hefði komist í toppsæti deildarinnar með sigri. Úrslitin eru mikil vonbrigði fyrir Arsenal sem tapaði illa fyrir Liverpool um síðustu helgi og þurfti á góðum úrslitum til að bæta stuðningsmönnum sínum þá sneypuför. Stuðningsmenn Arsenal voru heldur ekki sáttir og púuðu á sína menn eftir lokaflautið. Arsenal hafði aðeins unnið einn af síðustu þrettán leikjum sínum á móti Manchester United í öllum keppnum og tókst ekki að breyta þeirri tölfræði í kvöld. Liðin fengu færi til að skora en voru hvorug tilbúin að taka mikla áhættu í sínum leik. Þetta eru þó án vafa betri úrslit fyrir Manchester United en fyrir Arsenal sem er nú einu stigi á eftir toppliði Chelsea. Leikurinn byrjaði frábærlega og þrjú góð færi litu dagsins ljós á upphafsmínútum leiksins. Það fyrsta fékk Manchester United-maðurinn Robin van Persie á 4. mínútu en hin tvö fengu Arsenal-mennirnir Jack Wilshere og Olivier Giroud. Markið kom hinsvegar ekki og það var einmitt það sem að leikurinn þurfti. Leikurinn róaðist talvert eftir þessa frábæru byrjun og liðin voru ekki mikið að gefa færi á sér. Laurent Koscielny var nálægt því að skora á 62. mínútu en Antonio Valencia bjargaði skalla hans á marklínunnin. Robin van Persie var nálægt því að skora á 79. mínútu eftir samvinnu við Wayne Rooney en Wojciech Szczesny varði skalla hans frábærlega. Szczesny hafði líka varið vel frá sínum gamla félaga í fyrri hálfleiknum. Arsenal fékk nokkur hálffæri á lokakafla leiksins en tókst ekki að skapa sér alvöru færi og liðin sættustu á markalaust jafntefli. Enski boltinn Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti „Einhver vildi losna við mig“ Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Fleiri fréttir Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Sjá meira
Arsenal og Manchester United gerðu markalaust jafntefli í stórleik kvöldsins í ensku úrvalsdeildinni en Arsenal hefði komist í toppsæti deildarinnar með sigri. Úrslitin eru mikil vonbrigði fyrir Arsenal sem tapaði illa fyrir Liverpool um síðustu helgi og þurfti á góðum úrslitum til að bæta stuðningsmönnum sínum þá sneypuför. Stuðningsmenn Arsenal voru heldur ekki sáttir og púuðu á sína menn eftir lokaflautið. Arsenal hafði aðeins unnið einn af síðustu þrettán leikjum sínum á móti Manchester United í öllum keppnum og tókst ekki að breyta þeirri tölfræði í kvöld. Liðin fengu færi til að skora en voru hvorug tilbúin að taka mikla áhættu í sínum leik. Þetta eru þó án vafa betri úrslit fyrir Manchester United en fyrir Arsenal sem er nú einu stigi á eftir toppliði Chelsea. Leikurinn byrjaði frábærlega og þrjú góð færi litu dagsins ljós á upphafsmínútum leiksins. Það fyrsta fékk Manchester United-maðurinn Robin van Persie á 4. mínútu en hin tvö fengu Arsenal-mennirnir Jack Wilshere og Olivier Giroud. Markið kom hinsvegar ekki og það var einmitt það sem að leikurinn þurfti. Leikurinn róaðist talvert eftir þessa frábæru byrjun og liðin voru ekki mikið að gefa færi á sér. Laurent Koscielny var nálægt því að skora á 62. mínútu en Antonio Valencia bjargaði skalla hans á marklínunnin. Robin van Persie var nálægt því að skora á 79. mínútu eftir samvinnu við Wayne Rooney en Wojciech Szczesny varði skalla hans frábærlega. Szczesny hafði líka varið vel frá sínum gamla félaga í fyrri hálfleiknum. Arsenal fékk nokkur hálffæri á lokakafla leiksins en tókst ekki að skapa sér alvöru færi og liðin sættustu á markalaust jafntefli.
Enski boltinn Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti „Einhver vildi losna við mig“ Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Fleiri fréttir Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Sjá meira