Enski boltinn

Rodgers: Enginn betri en Gerrard í þessum aðstæðum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mikilvægi sigurmarks Steven Gerrard í kvöld sést vel á þessari mynd.
Mikilvægi sigurmarks Steven Gerrard í kvöld sést vel á þessari mynd. Vísir/Getty
Brendan Rodgers, knattspyrnustjóri Liverpool, var sáttur með fyrirliða sinn Steven Gerrard, eftir 3-2 endurkomusigur á Fulham í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.

Steven Gerrard skoraði sigurmarkið úr vítaspyrnu í uppbótartíma en hann hafði áður lagt upp fyrsta markið fyrir Daniel Sturridge. Liverpool lenti tvisvar undir á móti botnliðinu en kom til baka og vann gríðarlega mikilvægan sigur.

„Það er enginn betri en Steven Gerrard í þessum aðstæðum. Hann sýndi frábæra yfirvegun í vítinu. Þetta voru frábær úrslit fyrir okkur. Við þurfum að sýna karakter til að koma tvisvar til baka. Þetta voru glæsileg úrslit," sagði Brendan Rodgers við BBC.

„Rene og hans menn eiga hrós skilið því þetta var mjög erfiður leikur fyrir okkur. Við vorum ekki að gera nógu góða hluti í fyrri hálfleiknum og mistök okkar færðu þeim 1-0 forystu. Við náðum inn góðu marki fyrir hlé þökk sé frábærri sendingu frá Gerrard. Við rifum okkur síðan upp í seinni hálfleiknum en seinna markið þeirra voru mikil vonbrigði. Liðið sýndi hinsvegar andlegan styrk í kvöld," sagði Brendan Rodgers.

„Við fengum samt á okkur tvö mörk sem er ekki líkt því sem við höfum verið að gera að undanförnu. Við verðum að koma í veg fyrir svona mistök. Sem betur fer þá erum við með markaskorara í okkar liði," sagði Rodgers.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×