Mikilvægir sigrar hjá Liverpool og Tottenham - úrslitin í enska Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. febrúar 2014 19:45 Steven Gerrard fagnar sigurmarki sínu. Vísir/Getty Liverpool og Tottenham fylgja efstu liðunum eftir í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta eftir mikilvæga sigra í kvöld. Arsenal og Manchester United gerðu markalaust jafntefli í stórleik kvöldsins. Sigrar Liverpool og Tottenham voru afar mikilvægir en af sitt hvorri gerðinni. Tottenham lék sér að Newcastle í 4-0 sigri á St. James Park en Liverpool vann 3-2 endurkomusigur á botnliði Fulham þökk sé vítaspyrnumarki fyrirliðans Steven Gerrard undir lokin.Arsenal og Manchester United gerðu markalaust jafntefli í stórleik kvöldsins. Úrslitin eru mikil vonbrigði fyrir Arsenal sem tapaði illa fyrir Liverpool um síðustu helgi og þurfti á góðum úrslitum til að bæta stuðningsmönnum sínum þá sneypuför. Stuðningsmenn Arsenal voru heldur ekki sáttir og púuðu á sína menn eftir lokaflautið.Daniel Sturridge reddaði málunum fyrir Liverpol í 3-2 útisigri á Fulham en hann átti þátt í öllum þremur mörkunum og fiskaði vítið sem Steven Gerrard skoraði úr sigurmarkið á fyrstu mínútu í uppbótartíma. Liverpool lenti undir í tvígang í leiknum en tókst að koma til baka og landa þremur mikilvægum stigum.Emmanuel Adebayor skoraði tvö mörk fyrir Tottenham í 4-0 útisigri á Newcastle í ensku úrvalsdeildinni í kvöld en með þessum sigri eru Gylfi Þór Sigurðsson og félagar farnir að anda ofan í hálsmálið á Liverpool-mönnum. Adebayor hefur heldur betur verið Tottenham mikilvægur síðan að Tim Sherwood gaf honum tækifærið en Tógómaðurinn skoraði einnig sigurmarkið á móti Everton um síðustu helgi og hefur alls skorað 8 mörk í 10 deildarleikjum undir stjórn Sherwood.Úrslit og markaskorarar í ensku úrvalsdeildinni í kvöld:Arsenal - Manchester United 0-0Newcastle - Tottenham 0-4 0-1 Emmanuel Adebayor (19.), 0-2 Paulinho (53.), 0-3 Emmanuel Adebayor (82.), 0-4 Nacer Chadli (88.)Fulham - Liverpool 2-3 1-0 Sjálfsmark Kolo Touré (8.), 1-1 Daniel Sturridge (43.), 2-1 Kieran Richardson (63.), 2-2 Philippe Coutinho (72.), 2-3 Steven Gerrard, víti (90.+1).Stoke - Swansea 1-1 1-0 Peter Crouch (18.), 1-1 Chico Flores (52.)Everton - Crystal Palace Frestað vegna veðursManchester City - Sunderland Frestað vegna veðursRobin van Persie var nálægt því að skora hér.Vísir/GettyEmmanuel Adebayor skoraði tvö mörk fyrir Tottenham í kvöld. Hér fagnar hann með Kyle Naughton.Vísir/Getty Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Íslenski boltinn „Við viljum meira“ Fótbolti KR í markmannsleit eftir meiðsli Íslenski boltinn Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Enski boltinn Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Fleiri fréttir Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Sjá meira
Liverpool og Tottenham fylgja efstu liðunum eftir í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta eftir mikilvæga sigra í kvöld. Arsenal og Manchester United gerðu markalaust jafntefli í stórleik kvöldsins. Sigrar Liverpool og Tottenham voru afar mikilvægir en af sitt hvorri gerðinni. Tottenham lék sér að Newcastle í 4-0 sigri á St. James Park en Liverpool vann 3-2 endurkomusigur á botnliði Fulham þökk sé vítaspyrnumarki fyrirliðans Steven Gerrard undir lokin.Arsenal og Manchester United gerðu markalaust jafntefli í stórleik kvöldsins. Úrslitin eru mikil vonbrigði fyrir Arsenal sem tapaði illa fyrir Liverpool um síðustu helgi og þurfti á góðum úrslitum til að bæta stuðningsmönnum sínum þá sneypuför. Stuðningsmenn Arsenal voru heldur ekki sáttir og púuðu á sína menn eftir lokaflautið.Daniel Sturridge reddaði málunum fyrir Liverpol í 3-2 útisigri á Fulham en hann átti þátt í öllum þremur mörkunum og fiskaði vítið sem Steven Gerrard skoraði úr sigurmarkið á fyrstu mínútu í uppbótartíma. Liverpool lenti undir í tvígang í leiknum en tókst að koma til baka og landa þremur mikilvægum stigum.Emmanuel Adebayor skoraði tvö mörk fyrir Tottenham í 4-0 útisigri á Newcastle í ensku úrvalsdeildinni í kvöld en með þessum sigri eru Gylfi Þór Sigurðsson og félagar farnir að anda ofan í hálsmálið á Liverpool-mönnum. Adebayor hefur heldur betur verið Tottenham mikilvægur síðan að Tim Sherwood gaf honum tækifærið en Tógómaðurinn skoraði einnig sigurmarkið á móti Everton um síðustu helgi og hefur alls skorað 8 mörk í 10 deildarleikjum undir stjórn Sherwood.Úrslit og markaskorarar í ensku úrvalsdeildinni í kvöld:Arsenal - Manchester United 0-0Newcastle - Tottenham 0-4 0-1 Emmanuel Adebayor (19.), 0-2 Paulinho (53.), 0-3 Emmanuel Adebayor (82.), 0-4 Nacer Chadli (88.)Fulham - Liverpool 2-3 1-0 Sjálfsmark Kolo Touré (8.), 1-1 Daniel Sturridge (43.), 2-1 Kieran Richardson (63.), 2-2 Philippe Coutinho (72.), 2-3 Steven Gerrard, víti (90.+1).Stoke - Swansea 1-1 1-0 Peter Crouch (18.), 1-1 Chico Flores (52.)Everton - Crystal Palace Frestað vegna veðursManchester City - Sunderland Frestað vegna veðursRobin van Persie var nálægt því að skora hér.Vísir/GettyEmmanuel Adebayor skoraði tvö mörk fyrir Tottenham í kvöld. Hér fagnar hann með Kyle Naughton.Vísir/Getty
Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Íslenski boltinn „Við viljum meira“ Fótbolti KR í markmannsleit eftir meiðsli Íslenski boltinn Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Enski boltinn Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Fleiri fréttir Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Sjá meira