Sport

Li Jianrou skautaði fyrst í mark því hinar duttu allar | Myndband

Li Jianrou frá Kína er Ólympíumeistari í 500m skautaspretthlaupi kvenna eftir dramatískt úrslitahlaup.

Sú kínverska skautaði í mark á 45,263 sekúndum en hún er fjórfaldur heimsmeistari í skautaspretthlaupi. Þetta eru þó hennar fyrstu stóru verðlaun í 500 metrunum.

Þær sem voru á eftir Li féllu í þriggja kvenna samstuði og eftir það kom Elise Christie frá Bretlandi önnur í mark.

Dómarar skoðuðu mynbandsupptökur af atvikinu og kom í ljós að Christie átti sökina af samstuðinu og missti því silfrið. Hún endaði í áttunda sæti.

Arianna Fontana frá Ítalíu fékk því silfrið en henni gengur bölvanlega að ná í gullverðlaun á stærstu mótunum. Fontana á tíu verðlaun frá Ólympíuleikum og heimsmeistaramótum en ekkert gull.

Seung-Hi Park frá Suður-Kóreu varð þriðja en hún er sexfaldur heimsmeistari. Þetta er aftur á móti hennar þriðja brons á Ólympíuleikum eftir að vinna tvö slík í Vancouver fyrir þremur árum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×