Sport

Groothuis endaði sigurgöngu Davis í 1000 metrunum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Stefan Groothuis.
Stefan Groothuis. Vísir/Getty
Hollendingurinn Stefan Groothuis varð í kvöld Ólympíumeistari í 1000 metra skautahlaupi karla á Vetrarólympíuleikunum í Sotsjí í Rússlandi og Holland vann þar með sín fjórðu gullverðlaun í skautahlaupi á leikunum.

Stefan Groothuis kom í mark á 1:08.39 mínútu og var 0,04 sekúndum á undan Kanadamanninum Denny Morrison sem tók silfrið. Bandaríkjamaðurinn Shani Davis var búinn að vinna þessa grein á síðustu tveimur Ólympíuleikum en náði aðeins áttunda sætinu á þessu sinni.

Hollendingurinn Michel Mulder kom í þriðja sæti á 1:08.74 mínútum og vann þar með sín önnur verðlaun á mótinu. Mulder vann áður 500 metra hlaupið á leikunum.

Stefan Groothuis hækkaði sig á þriðju leikunum í röð en hann varð í áttunda sæti í 1000 metra hlaupinu í Tórínó 2006 og svo í fjórða sæti á leikunum í Vancouver fyrir fjórum árum.

Hollendingar hafa nú unnið alls tíu verðlaun af fimmtán í skatahlaupi á Vetrarólympíuleikunum í Sotsjí, fjögur gull, tvö silfur og fjögur brons. Rússar hafa unnið tvö og eru eina þjóðin með meira en ein verðlaun í skautahlaupinu til þessa.





Vísir/Getty
Vísir/Getty
Vísir/Getty
Vísir/Getty



Fleiri fréttir

Sjá meira


×