Fleiri fréttir

Rodgers viss um að Suarez verði áfram á Anfield

Luis Suarez hefur síðustu daga verið orðaður við Juventus á Ítalíu en nýráðinn knattspyrnustjóri liðsins, Brendan Rodgers, er þess fullviss um að framherjinn verði áfram í röðum Liverpool.

Murray í fjórðungsúrslitin

Skotinn Andy Murray komst loksins áfram í fjórðungsúrslit Wimbledon-mótsins í tennis eftir að leik hafði verið frestað tvívegis vegna veðurs.

15 laxar á tvær stangir í Leirvogsá

Þrátt fyrir að aðeins sé veitt á tvær stangir í Leirvogsá komu 15 laxar á land þegar áin var opnuð í fyrradag. Á vef Stangaveiðifélags Reykjavíkur er fullyrt að þetta sé næst besta byrjun sem lestu menn muni eftir.

Villas-Boas ráðinn til Tottenham

Andre Villas-Boas hefur verið ráðinn knattspyrnustjóri Tottenham en félagið tilkynnti það á Twitter-síðu sinni fyrir nokkrum mínútum síðan.

Laudrup farinn frá Stjörnunni

Mads Laudrup hefur leikið sinn síðasta leik með Stjörnunni en lánssamningur hans við félagið rann út um síðustu mánaðamót.

Djokovic áfram en leik frestað hjá Murray

Ekki náðist að klára tvær viðureignir á Wimbledon-mótinu í tennis í gær vegna veðurs. Ríkjandi meistari, Novak Djokovic, komst þó auðveldlega áfram.

Villas-Boas mættur til Englands

Enskir fjölmiðlar greina frá því í dag að Andre Villas-Boas sé kominn til Englands og að hann gæti skrifað undir samning við Tottenham á næsta sólarhring.

Böðvar um Helga og Brynjar: Kunna allt upp á tíu

Landsliðsmennirnir Helgi Már Magnússon og Brynjar Þór Björnsson hafa ákveðið að koma heim og spila með KR í Dominos-deildinni í körfubolta á næstu leiktíð. Þetta er gríðarlegur liðstyrkur fyrir KR-liðið en báðir þessir leikmenn eru uppaldir KR-ingar og því á leiðinni heim í Vesturbæinn. Helgi Már er 30 ára framherji en Brynjar er 24 ára skotbakvörður.

Carlos Alberto: Það færi 1-1 hjá Brasilíu 1970 og Spáni 2012

Spánverjar unnu í gær þriðja stórmótið í röð og í kjölfarið hafa margir lýst því yfir að þarna sé á ferðinni besta fótboltalandslið allra tíma. Árangur liðsins er einstakur en flestir knattspyrnuspekingar hafa staldrað við brasilíska landsliðið frá HM 1970 þegar kemur að því útnefna besta fótboltalandslið allra tíma.

Sigurganga Blika endaði í Árbænum - myndir

Breiðablik átti möguleika á því að vinna fjórða deildarsigur sinn í röð í Árbænum í Pepsi-deild karla í kvöld en Fylkismaðurinn Jóhann Þórhallsson kom inn á sem varamaður og tryggði sínum mönnum eitt stig.

Stjörnumenn upp í þriðja sætið - myndir

Stjörnumenn ætla að fylgja efstu liðunum eftir í Pepsi-deild karla en Stjarnan vann 4-2 heimasigur á Fram í 9. umferðinni í kvöld. Framarar jöfnuðu tvisvar en Stjörnumenn gerðu út um leikinn í seinni hálfleiknum.

Hundrað milljónir evra til evrópskra félagsliða

Um það bil 580 knattspyrnufélög í öllum aðildarlöndum UEFA munu fá skerf af þeim fjármunum sem UEFA hefur aflað með úrslitakeppni EM sem lauk nýlega og fram fór í Póllandi og Úkraínu. Þetta er fjölgun um 400 félög frá árinu 2008, en þá var þessi fjöldi "einungis“ 180. Þetta kemur fram á heimasíðu KSÍ.

Bein útsending: Pepsi-mörkin á Vísi

Nýliðin umferð í Pepsi-deild karla verður gerð upp í nýjasta þætti Pepsi-markanna sem sýndur verður í beinni útsendingu hér á Vísi.

Maldonado segist skilja Pirelli dekkin

Pastor Maldonado sem ekur Williams Renault í Formúlu 1 segist nú skilja hvernig Pirelli-dekkin virka. Hann er því fyrstur til að átta sig á virkni dekkjanna.

Alfreð skoraði þrennu fyrir Helsingborg í kvöld

Alfreð Finnbogason var maðurinn á bak við 4-1 sigur Helsingborg á Gefle í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld en hann skoraði þrennu í leiknum. Helsingborg er í 3. sæti deildarinnar níu stigum á eftir toppliði Elfsborg.

Phelps keppir í átta greinum í Lundúnum

Michael Phelps á möguleika á því að endurtaka afrek sitt frá Ólympíuleikunum í Peking fyrir fjórum árum síðan þegar hann vann gull í átta sundgreinum á einu og sömu leikunum.

Helgi Már og Brynjar komnir heim í KR - eiga bara eftir að skrifa undir

Landsliðsmennirnir Helgi Már Magnússon og Brynjar Þór Björnsson hafa ákveðið að spila með KR í í Domino´s deildinni í körfubolta á næstu leiktíð en þetta staðfesti Böðvar Guðjónsson, formaður körfuknattleiksdeildar KR við Íþróttadeild Vísis og Fréttablaðsins. Böðvar segir að Helgi og Brynjar eigi bara eftir að skrifa undir.

Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fylkir - Breiðablik 1-1

Jafntefli var sanngjörn niðurstaða í leik Fylkis og Breiðabliks í Árbænum í kvöld en leiknum lauk 1-1. Bæði lið fengu möguleika á að stela sigrinum á lokamínútunum en náðu ekki að klára færin og jafntefli því niðurstaðan.

Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Stjarnan - Fram | 4-2

Stjarnan vann í kvöld fínan sigur á Fram, 4-2, á Samsung-vellinum í Garðabæ en leikurinn var hluti af 9. umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu. Garðar Jóhannsson fann markaskóna og gerði tvö mörk fyrir heimamenn.

Pearce búinn að velja Ólympíuhópinn

Stuart Pearce, þjálfari breska knattspyrnulandsliðsins, hefur valið þá átján leikmenn sem munu keppa með liðinu á Ólympíuleikunum í sumar.

Zola tekur við Watford

Giampaolo Pozzo, nýr eigandi enska B-deildarliðsins Watford, segir að munnlegt samkomulag sé um að Gianfranco Zola muni taka að sér starf knattspyrnustjóra hjá félaginu.

Dzagoev með tilboð frá Tottenham

Faðir rússneska landsliðsmannsins Alan Dzagoev segir að kappinn sé með tilboð frá nokkrum félögum í Evrópu, þar á meðal Tottenham.

Stjarnan drógst gegn Breiðabliki

Dregið var í fjórðungsúrslit Borgunarbikarkeppni kvenna nú í hádeginu. Stórslagur umferðarinnar verður viðureign Breiðabliks og Stjörnunnar í Kópavoginum.

Jakob Jóhann komst á Ólympíuleikana

Jakob Jóhann Sveinsson, sundmaður úr Ægi, fékk í hádeginu í dag formlegt boð um að keppa í 100 m bringusundi a Ólympíuleikunum í Lundúnum sem hefjast síðar í mánuðinum.

Owen farinn frá United

Manchester United hefur tilkynnt nöfn fjögurra leikmanna sem hafa yfirgefið félagið. Meðal þeirra eru Michael Owen og Tomasz Kuszczak.

Sjá næstu 50 fréttir