Fótbolti

Stjarnan drógst gegn Breiðabliki

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Breiðablik og Stjarnan gerðu 2-2 jafntefli í deildinni þann 11. júní síðastliðinn.
Breiðablik og Stjarnan gerðu 2-2 jafntefli í deildinni þann 11. júní síðastliðinn. Mynd/Ernir
Dregið var í fjórðungsúrslit Borgunarbikarkeppni kvenna nú í hádeginu. Stórslagur umferðarinnar verður viðureign Breiðabliks og Stjörnunnar í Kópavoginum.

Stjarnan er ríkjandi Íslandsmeistari og er á toppi Pepsi-deildar kvenna ásamt Þór/KA sem er með betra markahlutvall. Breiðablik er svo í fjórða sæti, tveimur stigum á eftir toppliðunum.

Þór/KA fékk heimaleik gegn Fylki sem er um miðja deild. Valur mætir svo FH á heimavelli og þá eigast við Afturelding og KR í Mosfellsbænum en þetta eru tvö neðstu lið Pepsi-deildarinnar.

Leikirnir fara fram þann 13. júlí.

Fjórðungsúrslitin:

Valur - FH

Þór/KA - Fylkir

Afturelding - KR

Breiðablik - Stjarnan




Fleiri fréttir

Sjá meira


×