Íslenski boltinn

Stjörnumenn upp í þriðja sætið - myndir

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Stjörnumenn ætla að fylgja efstu liðunum eftir í Pepsi-deild karla en Stjarnan vann 4-2 heimasigur á Fram í 9. umferðinni í kvöld. Framarar jöfnuðu tvisvar en Stjörnumenn gerðu út um leikinn í seinni hálfleiknum.

Garðar Jóhannsson fann markaskóna og skoraði tvö mörk fyrir heimamenn. Stjörnumenn sýndu á köflum frábæran sóknarleik og var sigur þeirra ekki í hættu. Stjörnumenn eru því komnir í þriðja sætið með 16 stig eða fjórum stigum á eftir toppliði FH.

Ernir Eyjólfsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á leik Stjörnunnar og Fram á Stjörnuvelli í kvöld og náði þessum skemmtilegu myndum. Myndirnar má sjá í albúminu hér að neðan. Hægt er að sjá myndirnar stærri með því að smella á þær.

Mynd/Ernir



Fleiri fréttir

Sjá meira


×