Fótbolti

Van Basten tekur ekki aftur við landsliðinu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Marco van Basten ætlar ekki að yfirgefa Heerenveen eftir aðeins nokkrar vikur í starfi til að taka við hollenska landsliðinu á nýjan leik.

Bert van Marwijk hætti sem landsliðsþjálfari Hollands eftir að liðið tapaði öllum þremur leikjum sínum í B-riðli EM í knattspyrnu.

Leit að nýjum landsliðsþjálfara er nú hafin og hafa hollenskir fjölmiðlar orðað Van Basten við starfið en hann stýrði landsliðinu á bæði HM 2006 og EM 2008.

Hann starfaði svo hjá Ajax til 2009 en sneri aftur í knattspyrnuna fyrir aðeins nokkrum vikum síðan er hann tók við Heerenveen.

„Ég er nú hjá Heerenveen og er mjög ánægður þar. Ég hef ekkert leitt hugann að því hver ætti að taka við landsliðinu. Ég er að sinna mínu hér og ætla ekki að skipta mér að hinu," sagði Van Basten við hollenska fjölmiðla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×