Fleiri fréttir

Spænskir fjölmiðlar í sigurvímu

Eins og gefur að skilja hrósa spænsku dagblöðin landsliðinu sínu í hástert fyrir að vinna Evrópumeistaratititlinn í gær og þar með þriðja stórmótið í knattspyrnu í röð.

Woods tók fram úr Nicklaus

Tiger Woods sigraði á AT&T mótinu á Congressional-vellinum sem lauk í Los Angeles í gær. Woods komst með sigrinum upp fyrir Jack Nicklaus með næstflesta sigra á PGA-mótaröðinni frá upphafi.

Njarðvík semur við tvo Bandaríkjamenn

Körfuknattleiksdeild UMFN hefur samið við tvo Bandaríkjamenn um að leika með karlaliði félagsins á komandi tímabili í Domino´s deildinni. Þeir Cameron Echols og Travis Holmes sem léku með liðinu síðasta vetur munu ekki snúa aftur í haust en Jonathan Jones og Marcus Van koma í þeirra stað og eru hugsaðir fyrir baráttuna í teignum.

Umfjöllun: Spánn - Ítalía 4-0 | Spánn Evrópumeistari

Spánn sigraði Ítalíu 4-0 í úrslitaleik Evrópumeistaramótsins í kvöld og varð þar með fyrsta þjóðin til að vinna tvö Evrópumeistaramót í röð. Spánn sýndi allar sínar bestu hliðar í leiknum og var 2-0 yfir í hálfleik.

Prandelli: Reyndum að keyra okkur ekki út

Cesare Prandelli, landsliðsþjálfari Ítala, var að vonum svekktur eftir 4-0 tapið gegn Spánverjum í úrslitaleik Evrópumótsins í Kænugarði í kvöld. Hann var þó stoltur af leikmönnum sínum.

Torres fær gullskóinn

Fernando Torres varð markakóngur Evrópumeistaramótsins í Póllandi og Úkraínu með þrjú mörk en hann skoraði þriðja mark Spánar gegn Ítalíu í kvöld eftir að hafa komið inná sem varamaður. Torres lagði auk þess fjórða markið upp sem Juan Mata skoraði.

Óskar Örn frábær gegn sínum gömlu félögum | Myndsyrpa

KR-ingar unnu sannfærandi 4-1 sigur gegn lömuðu liði Grindavíkur í leik liðanna í 9. umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu í dag. KR-ingar eru einu stigi frá toppnum eftir sigurinn en Grindvíkingar enn án sigurs í botnsæti deildarinnar.

Beckham með draumamark og sparkaði í liggjandi mann

David Beckham skoraði glæsilegt mark úr aukaspyrnu fyrir Los Angeles Galaxy gegn San Jose Eartquakes í MLS-deildinni í gær. Gestirnir frá Kaliforníu komust í 3-1 og útlit fyrir að Beckham gæti gengið stoltur frá leiknum og sent skýr skilaboð til Stuart Pearce.

Fyrsti sigur Einars Öder í 26 ár | Myndasyrpa

Einar Öder Magnússon á Glóðafeyki frá Halakoti vann B-flokk gæðinga á Landsmóti hestamanna sem lauk á Hvammsvelli í Víðidal í dag. Þetta var fyrsti sigur Einars á Landsmóti í 26 ár en Einar ræktar hesta sína sjálfur.

Del Bosque jafnaði afrek Helmut Schön

Vicente del Bosque þjálfari Spánar er fyrsti þjálfarinn til að stýra liði til sigurs á Evrópumeistaramóti og Heimsmeistaramóti frá því að Helmut Schön afrekaði það með Vestur-Þýskalandi á EM 1972 og HM 1976.

Guðjón: Snýst ekki um mitt egó

Guðjón Þórðarson þjálfari Grindavíkur er sannfærður um að það styttist í 100. sigur hans í efstu deild en ekki kom hann þegar lærisveinar Guðjóns steinlágu gegn KR 4-1 á KR-vellinum í dag.

Rúnar: Bjóst við meiru frá Grindavík

Rúnar Kristinsson þjálfari KR vildi ekki meina að sigurinn á Grindavík í dag hafi verið auveldur þó liðið hafi sigrað 4-1 og fengið fjölmörg færi til að skora enn fleiri mörk. Engu að síður átti hann von á betri leik frá Grindavík.

Kanoute bætist í hóp Kínafara

Kínverska úrvalsdeildin ætlar að verða vinsælt athvarf knattspyrnumanna sem komnir eru af besta aldri. Hinn 34 ára gamli Malímaður Freddie Kanoute gekk í gær til liðs við úrvalsdeildarlið Beijing Guoan á tveggja ára samningi.

Heldur sigurganga Spánar áfram

Hér á árum áður var oft talað um Spán sem næstum því lið, lið skipað frábærum leikmönnum sem aldrei vann neitt. Nú er öldin önnur því Spánn er handhafi Evrópu- og Heimsmeistaratitlanna og getur því sigrað þriðja stórmótið í röð sigri liðið Ítalíu í úrslitaleiknum.

Prandelli ánægður með Balotelli

Cesare Prandelli þjálfari Ítalíu er mjög ánægður með framgöngu framherjans uppátækjasama Mario Balotelli á Evrópumeistaramótinu í Úkraínu og Póllandi. Þjálfarinn segir Balotelli í góðu ásigkomulagi fyrir úrslitaleikinn gegn Spáni í kvöld.

Einar Öder og Glóðafeykir sigruðu í A-úrslitum B-flokks gæðinga

Veðrið lék ekki beint við landsmótsgesti í A-úrslitum B-flokks gæðinga. Rigningin skall á rétt fyrir úrslit en hafði það þó lítil áhrif á knapa og hesta, því keppni milli sterkustu fjórgangshesta landsins var æsispennandi fram að síðustu einkunn.

Hvarflaði aldrei að Spáni að slá Ítalíu út

Spánn hefði getað slegið Ítalíu út úr Evrópumeistaramótinu í Úkraínu og Póllandi með því að gera 2-2 jafntefli við Króatíu í síðustu umferð C-riðils. Spánn vann leikinn 1-0 og vann þar með riðilinn og Ítalía náði öðru sætinu á kostnað Króatíu. Spánn og Ítalía mætast í úrslitaleik EM í kvöld klukkan 18:45.

Seedorf semur við Botafogo til tveggja ára

Hollenski miðjumaðurinn Clarence Seedorf hefur skrifað undir tveggja ára samning við brasilíska félagið Botafogo. Seedorf yfirgaf AC Milan á dögunum eftir tíu ára veru á Ítalíu.

Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - Grindavík 4-1

KR vann öruggan 4-1 sigur á Grindavík á heimavelli sínum í Frostaskjólinu í dag. KR var mun betri aðilinn í leiknum eins og tölurnar gefa til kynna og hefðu hæglega getað unnið enn stærri sigur á lélegu Grindavíkurliði sem enn er án sigurs í deildinni.

Enn falla Íslandsmetin í Berlín

Íslenska sundfólkið heldur áfram að gera frábæra hluti á Opna þýska meistaramótinu í sundi í Berlín. Í gær féllu 5 Íslandsmet á þriðja keppnisdegi mótsins.

Cilic hafði betur í næstlengsta leik í sögu Wimbledon

Marin Cilic lagði Bandaríkjamanninn Sam Querrey í langloku fimm setta leik í 3. umferð einliðaleiks karla í tennis á Wimbledon í gær. Leikurinn tók fimm og hálfa klukkustund sem er næst lengsti leikur í sögu mótsins.

Blanc hættur með franska landsliðið

Laurent Blanc mun ekki framlengja samning sinn sem landsliðsþjálfari Frakka í knattspyrnu.Franska knattspyrnusambandið greindi frá þessu í gær.

Fróði og Sigurður með óvæntan sigur í A-flokki

Fróði frá Staðartungu og Sigurður Sigurðarson komu flestum á óvart og höfðu sigur í stórkostlegum lokaúrslitum A-flokks gæðinga á Landsmóti hestamanna í Víðidal. Aðeins örfáar kommur skildu að hina glæsilegu gæðinga.

Óvenju góður júní í Hítará

Veiðin í júní á aðalsvæðinu í Hítará á Mýrum var óvenju góð. Ríflega 50 laxar hafa komið á land og mun það vera ein allra besta júní-veiði frá því skráningar hófust að því er segir á vef Stangaveiðifélags Reykjavíkur.

Sjá næstu 50 fréttir