Íslenski boltinn

Börge Lund til Füchse Berlin | Eltir íslenska þjálfara

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Lund í leik gegn íslenska landsliðinu.
Lund í leik gegn íslenska landsliðinu. Mynd/AP
Börge Lund hefur gert tveggja ára samning við Füchse Berlin og mun þar spila undir stjórn Dags Sigurðssonar.

Lund kemur til liðsins frá Rhein-Neckar Löwen þar sem Guðmundur Guðmundsson var og er enn þjálfari. Hann var hjá Löwen í tvö ár en lék þar áður með Kiel í þrjú tímabil, þar af þau síðustu tvö undir stjórn Alfreðs Gíslasonar.

Lund hefur því afrekað að spila undir stjórn allra þeirra þriggja íslensku þjálfara sem eru nú starfandi í þýsku úrvalsdeildinni.

Lund vann þrjá meistaratitla hjá Kiel og Meistaradeild Evrópu einu sinni. Hann vill berjast um titla um ný. „Ég er sannfærður um að Füchse er með réttu uppskriftina að því," sagði hann við þýska fjölmiðla.

„Füchse Berlin er með leikmannahóp þar sem allir leikmenn eru með skýrt hlutverk. Það eru margir heimsklassaleikmenn í liðinu en þó telur sig enginn yfir liðið hafinn. Þróun liðsins undanfarin ári hefur í raun verið óeðlileg. Það á að taka miklu lengri tíma að byggja upp svona sterkt lið," sagði hann.

Lund er 33 ára gamall og er sterkur leikstjórnandi sem og öflugur varnarmaður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×