Sport

Phelps dró sig úr keppni í einni grein

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Michael Phelps mun ekki endurtaka afrek sitt frá Ólympíuleikunum í Peking þar sem hann hefur dregið sig úr keppni í 200 m skriðsundi.

Þetta staðfesti þjálfari hans, Bob Bowman, á Twitter-síðu sinni í dag. Phelps vann sér inn þátttökurétt í 200 m skriðsundi í bandaríska úrtökumótinu um helgina og alls í átta greinum.

Bowman sagði að þessi ákvörðun væri tekin svo hann gæti einbeitt sér betur að öðrum greinum, sér í lagi þeim þremur boðsundum sem hann tekur þátt í með bandaríska liðinu.

Ryan Lochte mun einnig keppa í sjö greinum í Lundúnum en hann er einn helsti keppinautur Phelps. Þeir mættust í fjórum greinum í úrtökumótinu en Phelps hafði betur í þremur þeirra.

Fyrir fjórum árum vann Phelps átta gullverðlaunum á leikunum í Peking og sagði Vísir frá því fyrr í dag að hann myndi fá tækifæri til að endurtaka það nú í sumar. En nú er ljóst að það afrek mun standa óhaggað í einhvern tíma enn.


Tengdar fréttir

Phelps keppir í átta greinum í Lundúnum

Michael Phelps á möguleika á því að endurtaka afrek sitt frá Ólympíuleikunum í Peking fyrir fjórum árum síðan þegar hann vann gull í átta sundgreinum á einu og sömu leikunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×