Fótbolti

Meistaradeildin og Evrópudeild UEFA hefjast í dag

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Þórarinn Ingi Valdimarsson í leik gegn St. Patrick's á Vodafone-vellinum í fyrra.
Þórarinn Ingi Valdimarsson í leik gegn St. Patrick's á Vodafone-vellinum í fyrra. Mynd/HAG
Fyrstu leikirnir í bæði Meistaradeild Evrópu og Evrópudeild UEFA þetta tímabilið fara fram í dag þegar að fyrsta umferð forkeppninnar hefst.

Aðeins sex lið eru í fyrstu umferð forkeppni Meistaradeildarinnar og spila þau öll í dag. KR hefur leik í annarri umferð og mætir þá HJK Helsinki frá Finnlandi. Fyrri leikurinn fer fram ytra þann 17. júlí og síðari leikurinn hér heima viku síðar.

Þrjú íslensk lið taka þátt í Evrópudeild UEFA og spila öll á fimmtudagskvöldið. ÍBV og Þór spila bæði í Dyflinni í Írlandi. Eyjamenn leika annað árið í röð við St. Patrick's, þar sem þeir eiga harma að hefna, og Þórsarar mæta Bohemians.

FH leikur gegn Eschen/Mauren frá Liechtenstein og fyrri leikurinn fer fram á Kaplakrikavelli klukkan 19.15.

Fyrstu tveir leikirnir í forkeppni Evrópudeildarinnar fara fram í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×