Fótbolti

Spánverjar fengu konunglegar móttökur

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Tugþúsundir tóku á móti spænska landsliðinu í Madríd í gærkvöldi og fögnuðu Evrópumeistaratitlinum með landsliðshetjunum.

Juan Carlos, Spánarkonungur, hitti liðið áður það keyrði í rútu um stræti Madrídarborgar þar sem því var fagnað, vel og innilega.

Spánn hefur nú unnið þrjú stórmót í röð sem engu liði hafði tekist áður en Spánverjar lögðu Ítali í úrslitaleiknum í Kænugarði, 4-0.

Smelltu á hlekkinn hér fyrir neðan til að sjá myndir frá gærkvöldinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×