Íslenski boltinn

Pepsi-mörkin: Stórsigrar FH undanfarin ár

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nokkrir stórir sigrar FH-liðsins voru rifjaðir upp í Pepsi-mörkunum í gær, í tilefni af 7-2 sigri liðsins á ÍA um helgina.

FH vann eftirminnilegan sigur á þá nýkrýndum Íslandsmeisturum KR árið 2003, 7-0, undir lok Íslandsmótsins.

Tveimur árum síðar varð Grindavík fyrir barðinu á Fimleikafélaginu sem vann 8-0 sigur á heimavelli.

FH náði svo að vinna Fylkismenn með sama mun, 8-0, á Kaplakrikavelli nú fyrr í sumar.

Smelltu á hlekkinn hér fyrir ofan til að sjá innslagið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×