Fleiri fréttir

Tveir leikir í enska boltanum í dag

Aðdáendur enska boltans fá eitthvað fyrir sinn snúð í dag því þá fara fram tveir leikir í ensku úrvalsdeildinni og það snemma.

Arshavin segist vera á leið til Barcelona í sumar

Rússinn Andrei Arshavin segir í samtali við The People í dag að hann sé á förum til Evrópumeistara Barcelona í sumar. Arshavin sagði á dögunum að það væri draumur allra leikmanna að spila með Barcelona og fékk bágt fyrir hjá Arsene Wenger, stjóra Arsenal.

Kitson brjálaður út í Pulis

Dave Kitson, leikmaður Stoke, segir að stjóri liðsins, Tony Pulis, sé lygari og hræsnari af verstu gerð.

Rooney elskar matreiðsluþætti

Matreiðsluþættir eru það heitasta hjá knattspyrnumönnum á Englandi í dag en margar af helstu stjörnum enska boltans sitja stjarfar fyrir framan skjáinn þegar slíkir þættir eru í sjónvarpinu.

Mourinho er ekki á förum frá Inter

Marco Branca hjá Inter segir að það sé eingöngu draumur blaðamanna að José Mourinho fari frá Inter. Hann segir að Portúgalinn sé alls ekki á förum frá félaginu.

Buffon ýjar að brottför frá Juve

Gianluigi Buffon ýjaði í gær að því að hann gæti verið á förum frá Juventus en hann hefur í margar vikur verið orðaður við brottför frá félaginu.

Ferðalögin fóru illa með Beckham

David Beckham segir að öll ferðalögin sem hann hefur þurft að fara í síðustu ár eigi sinn þátt í því að hann meiddist illa og missir því af HM í sumar.

Hodgson orðaður við stjórastöðuna hjá Liverpool

Roy Hodgson, stjóri Fulham, segist vera hamingjusamur í herbúðum Fulham en breskir fjölmiðlar eru nú farnir að orða hann við stjórastöðuna hjá Liverpool sem og landsliðsþjálfarastarfið hjá Englandi.

Kobe kláraði Jazz

Kobe Bryant sá um að klára Utah Jazz í fyrsta leik LA Lakers og Jazz í undanúrslitum Vesturdeildar NBA-deildarinnar í gærkvöld. Lokatölur 104-99.

Kristján og lærisveinar á toppinn

Kristján Guðmundsson og hans menn í HB komust í dag á topp færeysku deildarinnar þegar liðið vann EB/Streymi 1-0 á útivelli. HB er við hlið B36 á toppnum, bæði lið með 11 stig.

Alex var erfiður en það þarf fleiri en einn mann til þess að klára okkur

Björgvin Páll Gústavsson átti stórleik á lokakaflanum þegar Kadetten vann 24-21 sigur á Alexander Petersson og félögum Flensburg í seinni leik liðanna í undanúrslitum EHF-bikarsins í gær. Alexander náði að skora fimm sinnum hjá Björgvini en íslenski landsliðsmarkvörðurinn fékk aðeins þrjú mörk á síg á síðustu tuttugu mínútum leiksins.

Sigurmark Nani og gjafamarkið frá Gerrard - myndband

„Þetta mark var mikil gjöf," sagði Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, um fyrra mark Chelsea gegn Liverpool í dag. „Það er þó ekkert sem við getum gert í þessu. Við þurfum að horfa fram veginn."

Ronaldo tryggði Real Madrid sigur

Real Madrid heldur áfram að elta Barcelona en liðin berjast um spænska meistaratitilinn. Real er stigi á eftir Börsungum þegar þrjár umferðir eru eftir.

Aron Kristjánsson: Hlynur er að verja alltof mikið frá okkur

Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, þarf að reyna að fá sína menn til þess að mæta af meiri krafti í leikina því annan leikinn í röð misstu þeir Valsmenn langt fram úr sér í úrslitaeinvígi liðanna um Íslandsmeistaratitilinn. Haukaliðið bjargaði sér í fyrsta leiknum en varð að sætta sig við tap í dag.

Arnór Þór Gunnarsson: Við erum með betra lið en þeir

Arnór Þór Gunnarsson innsiglaði 22-20 sigur Valsmanna á Haukum í dag í öðrum leik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn og staðan í einvíginu er því 1-1. Markið hans Arnórs var hans sjötta í leiknum en líka fyrsta mark liðsins í rúmar ellefu mínútur og kom í veg fyrir að haukarnir næðu aftur að vinna upp vænlegt forskot Valsliðsins.

Björn og Birkir skoruðu í Noregi

Björn Bergmann Sigurðarson og Birkir Bjarnason skoruðu báðir í norska boltanum í dag. Björn lék í 80 mínútur og skoraði annað mark Lilleström þegar liðið sigraði Sandefjord 4-0.

Valsmenn héldu núna út á móti Haukum og jöfnuðu einvígið

Valsmenn unnu tveggja marka sigur á Haukum, 22-20, í Vodafone-höllinni í öðrum úrslitaleik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í N1 deild karla í handbolta. Haukarnir stálu sigrinum í fyrsta leiknum en Valsmenn héldu hinsvegar út á Hlíðarenda í dag og staðan er því jöfn, 1-1, í einvíginu.

Xavi gæti misst af HM

Xavi, einn allra besti miðjumaður heims, gæti misst af HM í sumar vegna meiðsla. Hinn þrítugi miðjumaður Barcelona er með þriggja cm rifu á vöðva í kálfanum.

Skandall skekur snókerheiminn

Heimsmeistarinn í snóker er ásakaður um að taka við mútum í skiptum fyrir að tapa ákveðnum römmum í ákveðnum fjórum leikjum seinna á árinu. Sá heitir John Higgins.

Gylfi skoraði í sigri Reading

Gylfi Sigurðsson skoraði þriðja mark Reading í 4-1 sigri á Preston í lokaumferð ensku 1. deildarinnar í dag.

Gunnar Steinn kominn í úrslitaleikinn um sænska titilinn

Gunnar Steinn Jónsson átti góðan leik þegar Drott tryggði sér sæti í úrslitaleiknum um sænska meistaratitilinn á móti Sävehof eftir 34-27 útisigur á Ystad í oddaleik í undanúrslitunum. Drott vann seinni hálfleikinn með 9 marka mun.

Margrét Lára með mark og stoðsendingu í sigri Kristianstad

Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði eitt og lagði upp annað í 3-1 sigri Kristianstad á Umeå IK í sænska kvennaboltanum. Kristianstad hefur náð í 10 stig út úr fyrstu fimm leikjum sínum undir stjórn Elísabetar Gunnarsdóttur og er í toppbarátunni í deildinni.

Harry Redknapp vill sjá Dawson á HM

Harry Redknapp, stjóri Tottenham er kannsi hlutdrægur í málinu en hann vill að Michael Dawson fari á HM frekar en Matthew Upson hjá West Ham.

Sjáðu þrumuskot Huddlestone á Vísi

Tom Huddlestone skoraði mark helgarinnar til þessa með þrusuneglu sinni gegn Bolton í gær. Með skotinu tryggði hann Tottenham þrjú stig.

NBA: Cleveland komið í forystu gegn Celtics

Þrátt fyrir að vera lítillega meiddur á olnboga aftraði það ekki yfirburðarmanninum LeBron James, sem verður að teljast algjört fyrirbæri, að leiða Cleveland til átta stiga sigurs á Boston Celtics í nótt. Cleveland vann 93-101 og er þar með komið í 1-0 forystu í undanúrslitarimmu liðanna.

Gunnar Steinn: Við erum með betra lið en Ystad

Gunnar Steinn Jónsson og félagar í Drott eru komnir í oddaleik í undanúrslitum sænska handboltans og geta tryggt sér sæti í úrslitaleiknum á móti Sävehof vinni þeir Ystad í dag. Gunnar Steinn og félagar verða í beinni útsendingu á SVT 2 sem næst á Digital Ísland.

Dirk Nowitzki ekki ákveðinn í að vera áfram hjá Dallas

Dirk Nowitzki er í sárum eftir enn ein vonbrigðin með Dallas Mavericks í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta. Dallas datt út úr fyrstu umferð í þriðja sinn á síðustu fjórum árum og hefur aldrei verið nálægt því að komast aftur í úrslitaeinvígið síðan að liðið tapaði 2-2 fyrir Miami Heat árið 2006.

Grant: Fratton Park er staður til þess að læra um sanna ástríðu

Það var tilfinningaþrungin stund þegar stuðningmenn Portsmouth kvöddu stjórann sinn Avram Grant í gær eftir síðasta heimaleik liðsns í bili í ensku úrvalsdeildinni. Portsmouth vann 3-1 sigur á Úlfunum í leiknum og Avram Grant hélt hjartnæma ræðu í leikslok.

Sjá næstu 50 fréttir