Enski boltinn

Enskur þjálfari vinnur loks stóran titil eftir 14 ára bið

Elvar Geir Magnússon skrifar
Twente vann hollensku deildina en liðið lagði NAC Breda 2-0 í lokaumferðinni þar í landi. Twente endaði með 86 stig, stigi á undan Ajax.

Steve McClaren, fyrrum landsliðsþjálfari Englendinga, þjálfar Twente en hann er á sínu öðru ári með liðið.

Þetta er gríðarlegt afrek hjá McClaren sem líkir þessum árangri við það þegar Blackburn vann enska meistaratitilinn 1995. Hann er fyrsti enski þjálfarinn sem vinnur stóran titil í Evrópu síðan Sir Bobby Robson stýrði Porto 1996.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×