Enski boltinn

Hodgson orðaður við stjórastöðuna hjá Liverpool

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Roy Hodgson, stjóri Fulham, segist vera hamingjusamur í herbúðum Fulham en breskir fjölmiðlar eru nú farnir að orða hann við stjórastöðuna hjá Liverpool sem og landsliðsþjálfarastarfið hjá Englandi.

Hodgson hefur enn og aftur sannað snilli sína sem knattspyrnustjóri með Fulham í vetur en hann er búinn að stýra liðinu í úrslit Evrópudeildar UEFA.

„Ég er mjög hamingjusamur hjá Fulham. Ég er með samning hérna og afar sáttur við þá vinnu sem ég er í. Ég skil vel af hverju ég er orðaður við hin ýmsu störf þessa dagana. Okkur hefur gengið vel og ég er upp með mér yfir athyglinni. Fyrir mér eru þetta þó bara sögusagnir," sagði Hodgson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×