Fleiri fréttir

Roma vann Parma og setti pressu á Inter

AS Roma komst aftur á toppinn í ítölsku A-deildinni í fótbolta eftir 2-1 sigur í dag. Roma er með eins stigs forskot á Inter Milan sem á morgun mætir Lazio á Ólympíuleikvanginum í Róm en það er líka heimavöllur AS Roma.

Redknapp: Þetta verður rosalegur leikur

Harry Redknapp og lærisveinar hans í Tottenham sitja áfram í fjórða sæti ensku úrvalsdeildarinnar eftir 1-0 sigur á Bolton í dag. Tottenham hefur eins stigs forskot á Manchester City fyrir innbyrðisleik liðanna á miðvikudaginn.

Leeds tapaði og tókst ekki að tryggja sig upp

Leeds United náði ekki að tryggja sér sæti í ensku b-deildinni í dag þrátt fyrir að keppinautar þeirra í Millwall töpuðu 0-2 fyrir Tranmere. Leeds tapaði 0-1 fyrir Charlton á sama tíma og þarf því að bíða í eina viku eftir því að komast upp.

KR-ingar Lengjubikarmeistarar eftir 2-1 sigur á Blikum

KR-ingar eru Lengjubikarmeistarar eftir 2-1 sigur á Blikum í úrslitaleiknum í Kórnum í dag. Þetta er í fjórða sinn sem KR vinnur deildabikarinn en félagið vann hann einnig 1998, 2001 og 2005. Blikar hafa hinsvegar tapað öllum þremur úrslitaleikjum sínum í deildabikarnum og þurftu að sætta sig við silfrið í keppninni annað árið í röð.

Ekkert nema stærðfræðin kemur í veg fyrir meistaratitil Bayern

Bayern München tryggði sér þýska meistaratitilinn í dag með 3-0 sigri á VfL Bochum þar sem keppinautar þeirra í Schalke 04 töpuðu á sama tíma 0-2 á heimavelli fyrir Werder Bremen. Bayern er með þriggja stiga og 17 marka forskot á Schalke þegar aðeins ein umferð er eftir.

Tottenham og Manchester City unnu bæði og berjast ein um 4. sætið

Tottenham og Manchester City unnu bæði leiki sína í ensku úrvalsdeildinni í dag og þar með er orðið ljóst að baráttan um fjórða og síðasta sætið inn í Meistaradeildina á næsta tímabilinu stendur á milli þessara tveggja liða. Aston Villa og Liverpool eiga enn tölfræðilega möguleika á að ná fjórða sætinu en ekki mikið meira en það.

Verður Eiður Smári franskur bikarmeistari í kvöld?

Mónakó mætir Paris Saint Germain í kvöld í bikarúrslitaleiknum í Frakklandi en leikurinn fer fram á Stade de France. Eiður Smári Guðjohnsen spilaði fyrsta bikarleik Mónakó á tímabilinu og gæti því fengið franskan bikarmeistaratitil á ferilsskránna vinni Mónakó leikinn í kvöld.

KR og Breiðablik mætast í úrslitaleik Lengjubikarsins í dag

KR og Breiðablik spila til úrslita í Lengjubikar karla í Kórnum í dag en leikurinn hefst klukkan 16.00 og verður í beinni útsendingu á Sporttv. Blikar eru eina liðið sem hefur unnið KR á þessu ári og eiga Vesturbæingar því harma að hefna í dag.

Zoran Stamenic verður ekki með Grindavík í sumar

Miðvörðurinn Zoran Stamenic er hættur að spila með Grindavík en hann hefur verið hjá félaginu undanfarin tvö ár og var með liðinu á undirbúningstímabilinu. Þetta kom fram á vefmiðlinu Fótbolti.net.

Mancini: Við eigum eftir einn undanúrslitaleik og einn úrslitaleik

Roberto Mancini, stjóri Manchester City, ætlar greinilega að treysta á það að Aston Villa verði að vinna á Eastlands í dag þegar liðin mætast í einum af lykilleikjunum í baráttunni um fjórða og síðasta sætið inn í Meistaradeildina. Stórleikur dagsins er á milli Manchester City og Aston Villa og hefst hann klukkan 14.00.

Eiður Smári segir sínum mönnum að vara sig á Bolton

Eiður Smári Guðjohnsen segir að Tottenham verði að passa sig á Bolton í leik liðanna í ensku úrvalsdeildinni í dag þrátt fyrir Bolton hafi litlu að keppa í leiknum. Tottenham getur með sigri tryggt sér góða stöðu í lokaumferðinni í baráttunni um fjórða og síðasta Meistaradeildarsætið.

Sigurður Ari og félagar í Elverum náðu bronsinu

Sigurður Ari Stefánsson og félagar í Elverum urðu í 3. sæti í úrslitakeppni norsku úrvalsdeildarinnar í handbolta eftir 27-26 sigur á Øyestad í bronsleiknum í dag. Elverum tapaði 24-25 fyrir Runar í undanúrslitaleiknum í gær en úrslitahelgin fór öll fram í Drammen.

Tiger Woods langt frá því að komast í gegnum niðurskurðinn

Tiger Woods komst ekki í gegnum niðurskurðinn í Quail Hollow mótinu á PGA-mótaröðinni og fær því ekki þátttökurétt á tveimur síðustu keppnisdögunum. Tiger lék á níu höggum yfir pari og var mjög langt frá því að ná niðurskurðinum sem var miðaður við eitt högg yfir par.

NBA: Gasol tók frákastið af lokaskoti Kobe og tryggði Lakers áfram

Los Angeles Lakers og Utah Jazz tryggðu sér sæti í 2. umferð NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt. Los Angeles Lakers vann nauman eins stigs sigur á Oklahoma City Thunder en Utah Jazz vann átta stiga sigur á Denver Nuggets. Atlanta Hawks vann hinsvegar Milwaukee Bucks og tryggði sér oddaleik á sunnudaginn.

Haukar unnu fyrsta leikinn - myndir

Það var mikil dramatík að Ásvöllum í gærkvöld er Haukar og Valur mættust í fyrsta leik liðanna í úrslitum N1-deildar karla.

Aðgerð eða skórnir á hilluna

Enn eina ferðina veit Brett Favre ekkert hvað hann á að gera í framtíðinni. Þessi fertugi leikstjórnandi Minnesota Vikings liggur enn undir feldi en ætlar þó að skríða undan honum fljótlega.

Óskar Bjarni: Grátlegt og ekki sanngjarnt

Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, þurfti að horfa upp á sína menn missa frá sér sigurinn í fyrsta úrslitaleiknum á móti Haukum á Ásvöllum í kvöld. Valsliðið spilaði frábærlega fyrstu 50 mínúturnar og var þremur mörkum yfir þegar 7 mínútur voru eftir en tapaði síðustu sjö mínútunum 1-5 og þar með leiknum 22-23.

Dindane vill vera áfram á Englandi

Aruna Dindane hefur áhuga á að halda áfram að spila í ensku úrvalsdeildinni en hann hefur verið í láni hjá Portsmouth frá franska liðinu Lens í vetur.

Umfjöllun: Valsmenn urðu bensínlausir

Björgvin Þór Hólmgeirsson tryggði Haukum 23-22 sigur og 1-0 forystu í úrslitaeinvíginu á móti Val með því að skora sigurmarkið fimm sekúndum fyrir leikslok. Haukar voru ekki líklegir til þess að vinna leikinn sjö mínútum áður þegar Valsmenn voru þremur mörkum yfir og búnir að spila frábærlega fyrstu 50 mínútur leiksins.

Unglingastarf Liverpool ónýtt!

Unglingaþjálfari Liverpool, Spánverjinn Rodolfo Borrell, segir að unglingastarf félagsins sé handónýtt. Í samtali við Liverpool Echo segir hann að það taki tvö ár að byggja upp starfið.

Magnús framlengir við Fram

Markvörðurinn Magnús Gunnar Erlendsson skrifaði í dag undir nýjan tveggja ára samning við handknattleiksdeild Fram.

O'Neill og Bale bestir í apríl

Martin O'Neill hjá Aston Villa hefur verið útnefndur besti knattspyrnustjóri aprílmánaðar í ensku úrvalsdeildinni og Gareth Bale, Tottenham, besti leikmaðurinn.

LeBron James bestur annað árið í röð

AP-fréttastofan segist hafa heimildir fyrir því að LeBron James, leikmaður Cleveland Cavaliers, hafi verið valinn besti leikmaður NBA-deildarinnar annað árið í röð.

Kuranyi orðaður við Manchester City

Manchester City er sagt vera eitt þeirra fjögurra félaga sem hafa áhuga á að fá þýska framherjann Kevin Kuranyi í sínar raðir.

Guðmundur Steinn og Einar lánaðir í HK

HK hefur fengið góðan liðsstyrk fyrir átökin í 1. deildinni í sumar en Valur hefur ákveðið að lána þá Guðmund Stein Hafsteinsson og Einar Marteinsson til félagsins.

Patrekur: Þetta einvígi fer alla leið í oddaleik

Haukar og Valur leika í kvöld fyrsta leikinn í úrslitaeinvígi N1 deildar karla í handbolta en leikurinn fer fram á Ásvöllum, hefst klukkan 20.00 og er í beinni útsendingu í Sjónvarpinu. Vísir fékk Patrek Jóhannesson, þjálfara Stjörnunnar, til þess að fara aðeins í gegnum hvernig einvígið horfir við honum.

Sigurbergur: Verðugt verkefni gegn Val

Sigurbergur Sveinsson, leikmaður Hauka, á von á hörkuspennandi leikjum í úrslitarimmu liðsins gegn Val um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta.

Rúnar: Ætla að vera leiðinlegur og spá þessu 3-0 fyrir Hauka

Haukar og Valur leika í kvöld fyrsta leikinn í úrslitaeinvígi N1 deildar karla í handbolta en leikurinn fer fram á Ásvöllum, hefst klukkan 20.00 og er í beinni útsendingu í Sjónvarpinu. Vísir fékk Rúnar Sigtryggsson, þjálfara Akureyrar, til þess að fara aðeins í gegnum hvernig einvígið horfir við honum.

Hamilton vill brúa bilið í þá fljótustu

Formúlu 1 ökumenn fengu kærkomna hvíld í vikunni eftir nokkuð annasamar vikur frá upphafi tímabilsins í mars. Þeir keppa í næstu viku í Barcelona á Spáni og Lewis Hamilton býst við framförum hjá McLaren liðinu.

Gunnar: Valsmenn eiga mun meiri möguleika í ár heldur en í fyrra

Haukar og Valur leika í kvöld fyrsta leikinn í úrslitaeinvígi N1 deildar karla í handbolta en leikurinn fer fram á Ásvöllum, hefst klukkan 20.00 og er í beinni útsendingu í Sjónvarpinu. Vísir fékk Gunnar Magnússon, þjálfara HK, til þess að fara aðeins í gegnum hvernig einvígið horfir við honum.

Sjá næstu 50 fréttir