Handbolti

Kiel sló út Rhein-Neckar Löwen og er komið í undanúrslit

Elvar Geir Magnússon skrifar

Kiel er komið í undanúrslit Meistaradeildarinnar í handbolta. Alfreð Gíslason er þjálfari Kiel en liðið vann Rhein-Neckar Löwen 31-30 í seinni leik liðanna í átta liða úrslitum og samanlögð úrslit 60-58.

Ólafur Stefánsson skoraði fjögur mörk fyrir RN Löwen í leiknum, þar af eitt úr víti. Snorri Steinn Guðjónsson var með tvö. Aron Pálmarsson komst ekki á blað hjá Kiel.

Chekhovskie Medvedi og Barcelona hafa einnig tryggt sér í undanúrslit keppninnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×