Fótbolti

Ferðalögin fóru illa með Beckham

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

David Beckham segir að öll ferðalögin sem hann hefur þurft að fara í síðustu ár eigi sinn þátt í því að hann meiddist illa og missir því af HM í sumar.

Beckham telur að líkaminn hans hafi verið að bregðast við hinu miklu álagi af flugum milli Bandaríkjanna og Evrópu.

„Ég varð að gera þetta því mig langaði svo svakalega að komast á HM. Síðustu tvö ár hef ég lagt of hart að mér og það kom í bakið á mér," sagði Beckham í spjallþætti David Letterman.

„Ég var mikið að fljúga á milli LA og Evrópu og á endanum held ég að líkaminn hafi gefist upp. Ég var líka að hlaupa of mikið í leiknum er ég meiddist. Ég var orðinn mjög þreyttur er ég meiddist. Það var bara mínúta eftir af leiknum og eitthvað gaf sig."

Beckham tjáði Letterman einnig að hann gerði ráð fyrir að fara með landsliðinu á HM þó svo hann geti ekki spilað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×