Enski boltinn

Arshavin segist vera á leið til Barcelona í sumar

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Rússinn Andrei Arshavin segir í samtali við The People í dag að hann sé á förum til Evrópumeistara Barcelona í sumar. Arshavin sagði á dögunum að það væri draumur allra leikmanna að spila með Barcelona og fékk bágt fyrir hjá Arsene Wenger, stjóra Arsenal.

„Ég fer til Barcelona í sumar. Mig hefur alltaf dreymt um þetta. Forráðamenn Barcelona voru ekki vissir um mig er ég spilaði í Rússlandi en ég hef núna sýnt þeim að ég er alvöru maður og veit þeir vilja tala við mig," sagði Rússinn.

„Ég vil spila fyrir besta liðið sem berst um titil á öllum vígstöðvum. Ég vil spila fyrir Barcelona og það mun aldrei breytast. Ég veit að samkeppnin við Xavi og Iniesta verður erfið en ég vil slíka samkeppni," sagði Arshavin og bætir við að Gael Clichy muni fara með sér.

„Ég veit að Clichy myndi líka elska að spila með þeim og hann myndi nýtast liðinu vel."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×