Fótbolti

Kristján og lærisveinar á toppinn

Elvar Geir Magnússon skrifar
Mynd/HB.fo
Mynd/HB.fo

Kristján Guðmundsson og hans menn í HB komust í dag á topp færeysku deildarinnar þegar liðið vann EB/Streymi 1-0 á útivelli. HB er við hlið B36 á toppnum, bæði lið með 11 stig.

Varnarmaðurinn Þórður Steinar Hreiðarsson lék allan leikinn fyrir HB og það sama gerði kantmaðurinn Simun Samuelsen.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×