Handbolti

Íslendingaslagur í úrslitum EHF-bikarsins

Elvar Geir Magnússon skrifar
Björgvin Páll Gústavsson markvörður mætir Loga Geirssyni og Vigni Svavarssyni í úrslitaleiknum.
Björgvin Páll Gústavsson markvörður mætir Loga Geirssyni og Vigni Svavarssyni í úrslitaleiknum.

Logi Geirsson og Vignir Svavarsson eru komnir í úrslitaleik EHF-bikarsins eftir að lið þeirra, Lemgo, vann Naturhouse La Rioja 34-26 í dag. Lemgo tapaði fyrri leiknum með fimm marka mun en náði sér betur á strik í dag og vann með átta.

Björgvin Páll Gústavsson og félagar í Kadetten frá Sviss verða mótherjar Lemgo í úrslitaleiknum og því boðið upp á Íslendingaslag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×