Enski boltinn

Tveir leikir í enska boltanum í dag

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Aðdáendur enska boltans fá eitthvað fyrir sinn snúð í dag því þá fara fram tveir leikir í ensku úrvalsdeildinni og það snemma.

Nú stendur yfir leikur Wigan og Hull, en hann hófst klukkan 12.30, og klukkan 16.00 sækir Arsenal lið Blackburn heim.

Hull er fallið úr úrvalsdeildinni en Wigan situr í 16. sæti. Wigan verður mikið í sviðsljósinu um næstu helgi er það spilar gegn Chelsea.

Arsenal er í þriðja sæti deildarinnar en Blackburn er í þrettánda sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×