Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Sindri Sverrisson skrifar 23. september 2025 07:31 Nicolas Batum sá Hafþór Júlíus í Game of Thrones og uppgötvaði svo að hann hefði mætt honum í körfuboltaleik, á EM U18 árið 2006. SAMSETT/GOT/GETTY NBA-leikmaðurinn Nicolas Batum, fyrrverandi fyrirliði franska landsliðsins í körfubolta, rifjaði upp rimmu sína við Hafþór Júlíus Björnsson, eða „Fjallið“, í beinni útsendingu frá leik Íslands og Frakklands á EM á dögunum. Batum, sem er leikmaður LA Clippers, lýsti sigri Frakka gegn Íslendingum á EM í byrjun þessa mánaðar í útsendingu TF1. Þessi 36 ára gamli leikmaður hefur meðal annars orðið Evrópumeistari með Frökkum 2013 og unnið tvenn silfurverðlaun á Ólympíuleikum en þegar hann mætti Hafþóri Júlíusi á körfuboltavellinum, fyrir tæpum tveimur áratugum, var niðurstaðan tap. Eins og frægt er var Hafþór Júlíus nefnilega körfuboltamaður áður en hann eignaði sér sviðið í aflraunum og sló í gegn í þáttunum Game of Thrones. Hann var í U18-liði Íslands sem gerði sér lítið fyrir og vann Frakka á EM í Grikklandi árið 2006, þegar Batum og félagar urðu Evrópumeistarar. Tap sem Batum lýsir sem stórslysi. „Við mættum Íslandi á Eurobasket U18 2006, í riðlakeppninni. Ég man vel eftir leiknum því við unnum titilinn þetta ár – eitt uppáhalds augnablik mitt með landsliðinu. Og við töpuðum bara einum leik… gegn Íslandi. Eina tapið okkar og eini sigur þeirra – þeir urðu neðstir. Þetta var stórslys fyrir okkur,“ rifjaði Batum upp en um þetta er fjallað á vef FIBA. „Ég var að spila með Alexis Ajinça, Adrien Moerman, Antoine Diot, Edwin Jackson, Ludovic Vaty, Kim Tillie. Við vorum með frábært lið.“ "The Mountain", or the strongest man in the world once played for Iceland at @EuroBasket U18 🛡️https://t.co/NGNP8JT8yL pic.twitter.com/THi4YfSVD6— FIBA Basketball (@FIBA) September 22, 2025 Hafþór Júlíus var svo sem ekki í stóru hlutverki í íslenska liðinu en vissulega hluti af hópnum og þótti efnilegur áður en hann varð að hætta í körfubolta um tvítugt vegna hnémeiðsla. „Það er gaman að rifja upp að 10-12 árum síðar – ég man ekki hver sagði mér þetta – þá vorum við aðdáendur Game of Thrones og það kom í ljós að þennan dag hafði ég spilað á móti Fjallinu, Hafþóri Björnssyni. Það þekkti hann enginn þá – hann var bara venjulegur U18-leikmaður. Ég mætti honum og tapaði. Ég get því ekki verið með neinn kjaft við hann, ekki það að ég myndi gera það í ljósi þess hvað maðurinn er orðinn stór. En ég fattaði þetta bara löngu síðar. Hann var ekki svona stór þá. Það hefði enginn getað giskað á að hann yrði svona stór og sterkur,“ sagði Batum. EM 2025 í körfubolta Körfubolti Aflraunir Mest lesið Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Körfubolti Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Körfubolti Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Enski boltinn Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Íslenski boltinn Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Íslenski boltinn Gekk ósátt af fundi KSÍ: „Hefði viljað að útkoman væri önnur“ Fótbolti Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Íslenski boltinn Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma Enski boltinn Dagskráin í dag: Glódís Perla, Besta kvenna gerð upp, VARsjáin og Lokasóknin Sport „Eins og í lífinu er kastað í þig allskonar skít“ Fótbolti Fleiri fréttir Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sjá meira
Batum, sem er leikmaður LA Clippers, lýsti sigri Frakka gegn Íslendingum á EM í byrjun þessa mánaðar í útsendingu TF1. Þessi 36 ára gamli leikmaður hefur meðal annars orðið Evrópumeistari með Frökkum 2013 og unnið tvenn silfurverðlaun á Ólympíuleikum en þegar hann mætti Hafþóri Júlíusi á körfuboltavellinum, fyrir tæpum tveimur áratugum, var niðurstaðan tap. Eins og frægt er var Hafþór Júlíus nefnilega körfuboltamaður áður en hann eignaði sér sviðið í aflraunum og sló í gegn í þáttunum Game of Thrones. Hann var í U18-liði Íslands sem gerði sér lítið fyrir og vann Frakka á EM í Grikklandi árið 2006, þegar Batum og félagar urðu Evrópumeistarar. Tap sem Batum lýsir sem stórslysi. „Við mættum Íslandi á Eurobasket U18 2006, í riðlakeppninni. Ég man vel eftir leiknum því við unnum titilinn þetta ár – eitt uppáhalds augnablik mitt með landsliðinu. Og við töpuðum bara einum leik… gegn Íslandi. Eina tapið okkar og eini sigur þeirra – þeir urðu neðstir. Þetta var stórslys fyrir okkur,“ rifjaði Batum upp en um þetta er fjallað á vef FIBA. „Ég var að spila með Alexis Ajinça, Adrien Moerman, Antoine Diot, Edwin Jackson, Ludovic Vaty, Kim Tillie. Við vorum með frábært lið.“ "The Mountain", or the strongest man in the world once played for Iceland at @EuroBasket U18 🛡️https://t.co/NGNP8JT8yL pic.twitter.com/THi4YfSVD6— FIBA Basketball (@FIBA) September 22, 2025 Hafþór Júlíus var svo sem ekki í stóru hlutverki í íslenska liðinu en vissulega hluti af hópnum og þótti efnilegur áður en hann varð að hætta í körfubolta um tvítugt vegna hnémeiðsla. „Það er gaman að rifja upp að 10-12 árum síðar – ég man ekki hver sagði mér þetta – þá vorum við aðdáendur Game of Thrones og það kom í ljós að þennan dag hafði ég spilað á móti Fjallinu, Hafþóri Björnssyni. Það þekkti hann enginn þá – hann var bara venjulegur U18-leikmaður. Ég mætti honum og tapaði. Ég get því ekki verið með neinn kjaft við hann, ekki það að ég myndi gera það í ljósi þess hvað maðurinn er orðinn stór. En ég fattaði þetta bara löngu síðar. Hann var ekki svona stór þá. Það hefði enginn getað giskað á að hann yrði svona stór og sterkur,“ sagði Batum.
EM 2025 í körfubolta Körfubolti Aflraunir Mest lesið Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Körfubolti Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Körfubolti Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Enski boltinn Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Íslenski boltinn Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Íslenski boltinn Gekk ósátt af fundi KSÍ: „Hefði viljað að útkoman væri önnur“ Fótbolti Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Íslenski boltinn Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma Enski boltinn Dagskráin í dag: Glódís Perla, Besta kvenna gerð upp, VARsjáin og Lokasóknin Sport „Eins og í lífinu er kastað í þig allskonar skít“ Fótbolti Fleiri fréttir Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sjá meira