Fleiri fréttir

Ferguson í viðræður við Birmingham

Enska úrvalsdeildarfélagið Birmingham er að öllum líkindum að fá miðjumanninn Barry Ferguson frá Glasgow Rangers. Skoska félagið hefur samþykkt tilboð Birmingham og eru viðræður hafnar milli félagsins og Ferguson.

Chelsea ítrekar að Terry fari hvergi

John Terry, fyrirliði Chelsea, er ekki á leið til Manchester City. Þetta ítrekaði Lundúnafélagið í kvöld en City hefur í sumar gert nokkrar tilraunir til að krækja í leikmanninn.

Johnson lék í vinstri bakverði hjá Liverpool í kvöld

Liverpool lék sinn fyrsta leik á undirbúningstímabilinu í kvöld þegar liðið gerði markalaust jafntefli við St. Gallen í Sviss. Glen Johnson lék sinn fyrsta leik með Liverpool en han nvar vinstri bakvörður.

Umfjöllun: FH beið afhroð gegn FK Aktobe

Íslandsmeistarar FH gerðu nánast út um vonir sínar um að komast áfram í þriðju umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld þegar liðið tapaði 0-4 fyrir FK Aktobe frá Kasakstan á Kaplakrikavelli.

Þróttur í leikmannaleit

Þróttarar, sem verma botnsæti Pepsi-deildarinnar, ætla að styrkja leikmannahóp sinn nú í félagaskiptaglugganum.

Melo orðinn leikmaður Juventus

Brasilíumaðurinn Felipe Melo hefur skrifað undir fimm ára samning við ítalska félagið Juventus. Melo var einnig orðaður við Arsenal en hann kemur frá Fiorentina.

Arnar og Bjarki hættir hjá ÍA

Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir hafa látið af störfum sem þjálfarar og leikmenn hjá ÍA. Skagamenn hafa ollið miklum vonbrigðum á tímabilinu og sitja sem stendur í þriðja neðsta sæti 1. deildarinnar. Markmiðið fyrir sumarið var að fara beint aftur upp í efstu deild.

Aganefnd UEFA styttir leikbönn Drogba og Bosingwa

Áfrýjun enska úrvalsdeildarfélagssins Chelsea vegna leikbanna Didier Drogba og Jose Bosingwa hefur verið tekin fyrir hjá dómstóli aganefndar knattspyrnusambands Evrópu (UEFA) en leikmennirnir voru upphaflega dæmdir í fjögurra leikja og þriggja leikja bann eftir tapleik gegn Barcelona í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu á síðustu leiktíð.

Adebayor færist nær Manchester City

Samkvæmt heimildum Sky Sports fréttastofunnar er framherjinn Emmanuel Adebayor hjá Arsenal búinn að fá atvinnuleyfi til þess að spila fyrir Manchester City.

Snýr Hatton aftur í hringinn í nóvember?

Samkvæmt breska götublaðinu The Sun er Ricky Hatton byrjaður að æfa af fullum krafti á ný eftir að hafa tekið sér frí frá hnefaleikum eftir niðurlægjandi tap gegn Manny Pacquiao í maí síðast liðnum.

Nígeríska sautján ára landsliðið sent í aldurspróf

Það hefur oft verið sterkur orðrómur um að leikmenn unglingalandsliða Nígeríu séu mun eldri en gefið er upp. Nú á að eyða öllum vafa um það með því að senda alla leikmenn 17 ára landsliðs Nígeríu í aldurspróf þar sem kemur fram hversu gamlir þeir eru.

Chelsea búið að semja við miðjumann frá Serbíu

Serbinn Nemanja Matic staðfesti í samtali við Dennik Sport í dag að hann hafi samþykkt fjögurra ára samningstilboð Chelsea og að Lundúnafélagið eigi ekki langt í land með að ganga frá kaupum á sér frá MFK Kosice.

Sunderland í viðræðum við Portsmouth um kaup á Crouch

Knattspyrnustjórinn Steve Bruce hjá Sunderland hefur staðfest að félagið sé í viðræðum við Portsmouth vegna fyrirhugaðra kaupa á framherjanum Peter Crouch en kaupverðið er samkvæmt heimildum Sky Sports fréttastofunnar talið nema um 12 milljónum punda.

Mayweather skýtur föstum skotum á Pacquiao

Hinn ósigraði Floyd Mayweather Jr lagði sem kunnugt er hanskana á hilluna eftir yfirburðasigur gegn Ricky Hatton um WBC-veltivigtarbeltið í lok árs 2007 en Bandaríkjamaðurinn snýr brátt aftur í hringinn þegar hann mætir Juan Manuel Marquez frá Mexíkó í september.

Leikmanni Catania rænt í Buenos Aires

Argentínumaðurinn Pablo Alvarez hjá ítalska félaginu Catania lenti í óskemmtilegri lífsreynslu í fyrradag þegar hann var með fjölskyldu sinni í fríi í Buenos Aires í heimalandi sínu en Gazzetta dello Sport greinir frá þessu.

Viktor í byrjunarliði FH-inga í Meistaradeildinni í kvöld

FH-ingar mæta Aktobe frá Kasakstan í 2.umferð forkeppni meistaradeildar Evrópu á Kaplakrikavelli klukkan 19.15 í kvöld. Á stuðningsmannasíðunni, fhingar.net, er birt líklegt byrjunarlið FH-liðsins og þar er Viktor Örn Guðmundsson, 20 ára vinstri bakvörður, sagður vera í byrjunarliðinu í þessum leik.

Hörður Sveinsson frá í 8-12 vikur

Hörður Sveinsson, sóknarmaður Keflvíkinga, er með brákað bein í ristinni og verður líklega frá keppni næstu 8-12 vikurnar. Frá þessu er greint á vefsíðunni Sport.is.

Hvað var Carlos Tevez með á hausnum ? - myndir

Carlos Tevez var í gær kynntur sem nýr leikmaður Manchester City en hann hefur spilað með nágrönnunum í Manchester United undanfarin tvö tímabil. Tevez var nýkominn úr sumarfríi þegar hann mætti á City of Manchester Stadium til að hitta fjölda blaðamanna og ljósmyndara.

Stuttgart er tilbúið að eyða miklum pening í Huntelaar

Erwin Staudt, stjórnarmaður Stuttgart, segir félagið tilbúið að eyða stórbrotnum upphæðum til þess að kaupa hollenska framherjann Klaas-Jan Huntelaar frá Real Madrid. Félögin eru komin langt í viðræðum sínum og það þykir afar líklegt að Huntelaar spili í þýsku úrvalsdeildinni næsta tímabil.

Shaq ætlar að koma með kung fú inn í NBA-deildina

Shaquille O'Neal notar sérstakar aðferðir til að undirbúa sig fyrir tímabilið við hlið LeBron James hjá Cleveland Cavaliers. Hann er nú staddur í Kína á heimaslóðum kung fú íþróttarinnar sem hann hefur tekið ástfóstri við síðustu árin.

Bobby Zamora á leiðinni til Hull

Fulham hefur samþykkt fimm milljón punda tilboð Hull í framherjann Bobby Zamora. Hull hefur verið að leita sér að sóknarmanni í sumar og ætlar nú að veðja á hinn 28 ára gamla Bobby Zamora.

Max Mosley hættir sem forseti FIA

Max Mosley sem verið hefur forseti FIA í 16 ár hyggst ekki bjóða sig fram enn eitt kjörtímabilið, en kosið verður í október. Hann sendi öllum aðildarfélögum FIA skeyti þess efnis í dag.

Aston Villa að kaupa Downing á tólf milljónir punda

Stewart Downing er á leiðinni til Aston Villa samkvæmt frétt á Sky Sports en Middlesbrough hefur samþykkt að selja landsliðsmanninn sinn á 12 milljónir enskra punda eða um 2,5 milljarða íslenskra króna.

Ecclestone heppinn að halda starfinu

Stjórnarmaður CVC sem á og rekur sjónvarps og mótaréttinn á Formúlu 1 segir að Bernie Ecclestone sé heppinn að hafa haldið starfinu, eftir ummæli þar sem hann mærði atorku Hitlers í liðinni viku. Sir Martin Sorell segir að í öllum öðrum fyrirtækjum hefði Ecclestone verið látinn fara

AC Milan hefur áhuga á að kaupa fyrirliða Barcelona

Carles Puyol, fyrirliði Barcelona, er ekki alltof sáttur með að félagið sé ekki tilbúið að framlengja samning hans nú þegar. Spænska blaðið El Mundo Deportivo segir frá því að nú gæti spænski landsliðsmaðurinn verið á leið frá liðinu og ítalska stórliðið AC Milan hefur mikinn áhuga.

Verkfallinu lokið í Suður-Afríku - HM 2010 úr hættu

Verkfalli byggingarverkamanna í Suður-Afríku er lokið en þeir unnu við knattspyrnuvelli sem notaðir verða á HM í knattspyrnu sem fer fram næsta sumar. Keppnin var komin í hættu ef ekki tækist að leysa deiluefnin en verkfallið var búið að standa yfir í viku.

Barrichello runninn reiðin vegna taps

Brasilíunaðurinn Rubens Barrichello var æfur út í Brawn liðið eftir kappaksturinn á Nurburgring á sunnudaginn. Taldi að liðið hefði klúðrað málum, þannig að hann tapaðiu af sigurmöguleikanum.

FH-ingar kjöldregnir í seinni hálfleik

Íslandsmeistarar FH töpuðu illa fyrir FK Aktobe frá Kasakstan í kvöld 0-4 á Kaplakrikavelli eftir að staðan í hálfleik var markalaus. Þetta var fyrri leikur liðanna í 2. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu en staða Íslandsmeistarana er nánast vonlaus fyrir seinni leikinn.

Hjörtur Hjartarson í Selfoss

Sóknarmaðurinn Hjörtur Hjartarson er á leið í raðir Selfyssinga sem trjóna á toppi 1. deildarinnar. Hjá Selfossi hittir hann gamlan félaga, Gunnlaug Jónsson, sem er spilandi aðstoðarþjálfari.

AC Milan gefst upp á Fabiano

AC Milan hefur lagt árar í bát í baráttunni um Luis Fabiano, leikmann Sevilla, samkvæmt ítölskum fjölmiðlum. Talsmaður AC Milan segir að viðræðum við spænska félagið hafi verið slitið.

Gunnlaugur Jónsson sótti þrjú stig upp á Skaga

Gunnlaugur Jónsson, spilandi þjálfari Selfyssinga, gerði góða ferð á kunnuglegar slóðir í kvöld en þá vann Selfoss 2-1 útisigur gegn ÍA í 1. deildinni. Eftir þennan sigur hefur Selfoss sex stiga forystu í deildinni.

Portsmouth nálgast yfirtöku

Viðræður milljarðamæringsins Sulaiman Al Fahim um yfirtöku á Portsmouth eru vel á veg komnar og samkomulag að nást. Al Fahim er frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum og reyndi að kaupa Manchester City á sínum tíma.

Haukar töpuðu heima fyrir Þór - HK vann KA

Tveimur af fimm leikjum kvöldsins í 1. deild karla er lokið. Haukar misstigu sig á heimavelli og töpuðu 1-2 fyrir Þór Akureyri. Þá komst HK uppfyrir KA með því að vinna 3-1 útisigur á Akureyrarvelli.

Nadal að snúa aftur til æfinga

Spænski tennismaðurinn Rafael Nadal mun líklega snúa aftur til æfinga á mánudaginn og verður með á Montreal Masters mótinu í ágúst. Nadal gat ekki tekið þátt á Wimbledon-mótinu vegna meiðsla í hné.

Grant trúir því ekki að Terry fari frá Chelsea

Þær sögusagnir að Manchester City ætli að krækja í John Terry, varnarmann Chelsea, eru ekki að verða lágværari. Avram Grant stýrði Chelsea 2008 og segir að það myndi koma sér verulega á óvart ef Terry myndi fara.

Owen veit að hann var ekki fyrsti kostur Ferguson

Margir stuðningsmenn Manchester United eru ekki ánægðir með að félagið hafi ekki keypt neina stórstjörnu til að fylla skarð Cristiano Ronaldo. Knattspyrnustjórinn Sir Alex Ferguson biður menn þó um að sýna skilning.

Uli Höness: Ribery ekki seldur

Uli Höness, stjórnarformaður þýska liðsins Bayern München, segir það ekki koma til greina að selja franska vængmanninn Franck Ribery. Hann segir að félagið myndi ekki taka 60 milljón punda boði í leikmanninn.

Ingvar: Þetta þarf að fara að smella

Norskur sóknarmaður er mættur til landsins og mun æfa með Grindavík næstu daga. Félagaskiptaglugginn hér á landi opnar á morgun en þá mun Óli Stefán Flóventsson formlega verða leikmaður liðsins á ný.

Andri Steinn líklega í Fjölni

„Viðræður eru á algjöru byrjunarstigi en ég myndi segja að það væri líklegast að ég fari í Fjölni, enda mitt uppeldisfélag," sagði Andri Steinn Birgisson í samtali við Vísi.

Sjá næstu 50 fréttir