Fleiri fréttir

Phil Mickelson sigraði á Players

Phil Mickelson fór með sigur af hólmi á Players meistaramótinu. Eftir glæsilegan lokahring endaði hann á 11 undir pari. Hlaut hann að launum 103 milljónir íslenskra króna.

Barcelona og Real Madrid jöfn að stigum

Barcelona missti unninn leik niður í jafntefli á lokamínútunni gegn Real Betis í gærkvöldi og deilir efsta sætinu með Real Madrid í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Real Madrid hafði náð toppnum á laugardagskvöldið og því var sigur mikilvægari er nokkurn tímann fyrir Barcelonamenn sem mættu gríðarlega ákveðnir til leiks.

Ömurlegt að skilja strákana eftir í skítnum

Hann var stuttur opnunarleikur Íslandsmótsins fyrir Skagamanninn Árna Thor Guðmundsson sem fékk að líta rauða spjaldið eftir aðeins 24 mínútna leik gegn Íslandmeisturum FH á laugardaginn. Árni Thor fékk þá sitt annað gula spjald en í því fyrra varði hann skot FH-ingsins Sigurvins Ólafssonar með hendi og gaf víti.

Fylkir stal öllum stigunum

Fylkir fór með þrjú stig úr Kópavoginum eftir 0-1 sigur á Blikum í gær. Blikar voru mun betri en Fylkir gerði það eina sem Blikum tókst ekki – að skora.

Framarar stálu stigi í lokin

Fyrsta mark Óðins Árnasonar í efstu deild í hans fyrsta leik með Fram tryggði Safamýrarliðinu 1-1 jafntefli gegn Val á Laugardalsvellinum í gær og sá til þess að Helgi Sigurðsson tryggði ekki Val sigur gegn sínum gömlu félögum.

Engin skrautsýning í Víkinni

Nýliðar HK fengu sitt fyrsta stig í efstu deild Íslandsmótsins í knattspyrnu í gær eftir litlaust jafntefli við Víkinga á útivelli. Gestirnir voru sprækari í fyrri hálfleik en Víkingar voru líklegri til að ná sigurmarkinu undir lok síðari hálfleiks.

Bulls héldu velli

Chicago Bulls og Detroit Pistons áttust við í fjórða leik liðanna í beinni útsendingu á Sýn í gær. Leikurinn fór fram í Chicago. Detroit var búið að vinna fyrstu þrjá leikina í seríunni og gátu endað hana en Bulls voru á öðru máli.

Leita stuðnings til að höfða mál gegn West Ham

Sheffield United, sem féll úr ensku úrvalsdeildinni, hyggst leita stuðnings meðal annarra úrvalsdeildarfélaga til að höfða mál gegn West Ham í tengslum við málefni Argentínumannanna Carlosar Tevez og Javiers Mashcerano.

Fylkir vann Breiðablik

Fylkir bar sigurorð af Breiðabliki í Kópavoginum í kvöld með einu marki gegn engu. Markið kom í seinni hálfleik en blikar voru manni færri meirihluta leiks. Blikar gerðu harða hríð að marki fylkismanna án þess að það bæri árangur. Christian Christiansen skoraði mark Fylkis.

Framarar jöfnuðu á lokamínútunum

Óðinn Árnason jafnaði fyrir framara þegar um tvær mínútur voru eftir af leik Fram og Vals í Landsbankadeildinni. Áður hafði Helgi Sigurðsson, fyrrum leikmaður Fram, komið valsmönnum yfir. Leikurinn endaði því með janftefli, einu marki gegn einu.

Helgi skoraði gegn gömlu félögunum

Valsmenn eru yfir gegn Fram þegar rúmlega 20 mínútur eru liðnar af leiknum. Það var Helgi Sigurðsson, fyrrverandi leikmaður Fram sem skoraði um miðjan fyrri hálfleik.

West Ham verður áfram í úrvalsdeildinni

Íslendingaliðinu West Ham United tókst nú fyrir nokkrum mínútum að forða sér frá falli í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Það var Carlos Tevez, argentínski sóknarmaðurinn sem tryggði áframhaldandi veru liðsins í deildinni.

Nadal sló met

Tenniskappinn Rafael Nadal hafði í dag sinn 76 sigur á ferlinum á leirvelli þegar hann sigraði Nikolay Davydenko.

Kaka orðinn þreyttur

Brasilíski knattspyrnumaðurinn Kaka hefur skrifað opinbert bréf til brasilíska knattspyrnusambandsins þar sem hann biðst undan því að leika með brasilíska landsliðinu á Copa America mótinu í sumar. Í bréfinu segist Kaka vera of þreyttur til að taka þátt af fullum krafti.

Óhapp á sýningu íslenska hestsins í Rússlandi

Óhapp varð í sýningu hjá íslenska hópnum í Pétursborg í Rússlandi en þar féll hestur Páls Braga í lokaatriðinu. Hestur hans steig í aðra hófhlífina með þeim afleiðingum að hesturinn hrasaði með svakalegustu byltu sem sögur fara af.

Stór dagur í Rússlandi fyrir íslenska hestinn

Rétt í þessu var að ljúka sýnikennslu íslenska hópsins og blaðamannafundi þar sem Hafliði Halldórsson, Gunnar Arnarsson og fleiri úr íslensku nefndinni svöruðu spurningum blaðamanna frá öllum heimshornum. Eftir sýnikennsluna kom óvænt heimsmeistari í dressure reiðmennsku á íslenskum klár ríðandi inní höllina við mikinn fögnuð áhorfenda þar sem að flest allir gestir hússins könnuðust við þennan knapa.

Heimsmeistaramótið í sundi

Visa Paralympic-heimsmeistaramótið í sundi hófst í dag í Mancester á Englandi. Þykir breska liðið sigurstranglegt eftir góðan árangur þess á IPC-mótinu í desember síðastliðnum.

FH sigraði í fyrsta leik Landsbankadeildarinnar

Íslandsmeistararnir í FH sigruðu nú rétt í þessu ÍA með þremur mörkum gegn tveimur í hörkuspennandi fyrsta leik Landsbankadeildar karla. Leikurinn fór fram í hvassviðri á heimavelli ÍA á Akranesi. Ekki mátti á milli sjá hjá liðunum þrátt fyrir að ÍA hafi leikið mestanpart leiksins einum manni færri.

Liquigas-liðið sigraði í fyrstu tímatöku í Giro d'Italia hjólreiðunum

Liquigas-liðið sigraði í fyrstu tímatöku í Giro d'Italia hjólreiðunum. Astana lið Paolo Savoldelli varð í öðru sæti. The Liquigas-liðið sem byrjaði næstaftast hélt stöðugum hraða um Caprera to La Maddalena veginn og endaði með tímann 33'38, heilum 13 sekúndum fljótari en Astana-liðið.

Spennan magnast fyrir lokaumferð í enska boltanum

Spennan fyrir lokaslaginn í fallbaráttunni í ensku úrvalsdeildinni magnast nú stöðugt en lokaumferðin fer fram á morgun, sunnudag. Wigan, West ham og Sheffield United geta öll fylgt Charlton og Watford niður í fyrstu deild.

Samningur undirritaður til eflingar kvennaknattspyrnunnar

Tryggingamiðstöðin hefur heitið því að leggja sitt af mörkum til eflingar kvennaknattspyrnunnar á landinu. Til þess hefur hún gert risasamning við bestu knattspyrnukona landsins, Margréti Láru Viðarsdóttur.

Southampton 1-2 Derby

Steve Howard var hetja Derby þegar liðið lagði Southampton 1:2 í fyrri leik liðanna í undanúrslitum um sæti í ensku úrvalsdeildinni. Leikurinn fór fram á heimavelli Southampton.

Massa á ráspól

Brasilíumaðurinn Felipe Massa, sem keyrir fyrir Ferrari, tryggði sér í dag ráspólinn í tímatöku fyrir Barselónu-kappaksturinn í Formúlu eitt. Tímatakan var æsispennandi og réðust úrslitin ekki fyrr en á lokamínútunum.

Pressan slátraði Börsungum

Spænska pressan gekk af göflunum í gær eftir neyðarlegt 4-0 tap Barcelona fyrir Getafe í undanúrslitum spænsku bikarkeppninnar. Börsungar voru með 5-2 forystu eftir fyrri viðureign liðanna en eru nú úr leik.

Hættur með Norður-Írland

Lawrie Sanchez verður áfram stjóri enska úrvalsdeildarliðsins Fulham og hættir því sem þjálfari Norður-Írska landsliðsins. Þetta tilkynnti hann í gær.

Einar tekur við Fram-stelpum

Samkvæmt áreiðanlegum heimildum Fréttablaðsins verður Einar Jónsson næsti þjálfari kvennaliðs Fram. Einar tekur við starfinu af Magnúsi Kára Jónssyni sem mun sjá um þjálfun yngri flokka hjá félaginu.

Á förum frá Liverpool

Robbie Fowler mun um helgina leika sinn síðasta leik með Liverpool á ferlinum. Það staðfesti framherjinn í gær en hann fær ekki nýtt samningstilboð frá félaginu.

Á toppnum í 44 umferðir í röð

FH-ingar hafa setið samfellt í efsta sæti Landsbankadeildar karla í tvö og hálft tímabil og hafa með því fyrir löngu sett nýtt og glæsilegt met í tíu liða efstu deild. Þeir hafa verið á toppnum síðan 19. júlí 2004.

Var síðast spáð 8. sætinu 1988

Skagamönnum var spáð 8. sætinu af fyrirliðum, þjálfurum og forráðamönnum Landsbankadeildar karla í fótbolta. Þetta verður tíunda tímabil þjálfara liðsins, Guðjóns Þórðarsonar, í efstu deild og honum hefur aðeins einu sinni áður verið spáð svo neðarlega í þessarri árlegu spá.

Hækkar sig í meiðslunum

Ragna Ingólfsdóttir er komin upp í 43. sæti á heimslistanum í einliðaleik kvenna og hefur hækkað sig um þrjú sæti frá því að hún meddist á opna hollenska meistaramótinu.

Búið að afskrifa okkur Skagamenn

Guðjón Þórðarson, þjálfari ÍA, segir að búið sé að afskrifa sína menn fyrir opnunarleik Íslandsmótsins í dag en þá mæta Skagamenn Íslandsmeisturum FH á heimavelli. Mikillar tilhlökkunar gætir fyrir leikinn.

Leikmenn eiga ekki að veðja á eigin leiki

Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, telur ekki eðlilegt að leikmenn í Landsbankadeildinni veðji á eigin leiki og hvað þá á opinberum vettvangi. Á vefsíðunni fótbolti.net hófst í gær nýr liður undir nafninu Tippað á Lengjuna.

Skrifaði undir hjá Blikum

Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær þá hefur Breiðablik ráðið Einar Árna Jóhannsson, fyrrum þjálfara Njarðvíkur, sem þjálfara hjá sér. Einar Árni skrifaði undir samning við Blika í gær en hann mun þjálfa meistaraflokk félagsins ásamt að vera yfirþjálfari unglingaflokka hjá félaginu.

Sagt að vitna gegn Lance

Floyd Landis greindi frá því í gær að honum hefði verið boðinn mildari dómur í lyfjamáli sínu ef hann myndi gefa saknæman vitnisburð um hjólreiðagoðsögnina Lance Armstrong.

Hafði ekkert heyrt þar til í gær

Norskir fjölmiðlar birtu í fyrradag fréttir um að danska stórliðið Bröndby og stórt lið frá Tyrklandi hefðu augastað á Kristjáni Erni Sigurðssyni, leikmanni Brann. Fréttablaðið greindi frá þessu í gær.

Væri að ljúga ef ég segði leikinn ekki sérstakan

Leikur ÍA og FH í dag er sérstakur fyrir þær sakir að tvíburabræðurnir Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir snúa aftur á sínar heimaslóðir í sínum fyrsta deildarleik með FH. Bræðurnir gengu til liðs við Hafnfirðinga í haust eftir að hafa bjargað ÍA frá falli síðastliðið sumar sem spilandi þjálfarar.

Fá mörk í síðustu opnunarleikjum

Landsbankadeild karla hefst í dag með leik ÍA og FH upp á Akranesi. Þetta verður sautjánda sinn sem deildin opnar með sérstökum leik síðan að hún innihélt fyrst tíu lið sumarið 1977. Mótið hefur byrjað á fleirum en einum leik í fjögur af síðustu fimm skiptum en á árunum 1991 til 2001 var sérstakur opunarleikur á níu af ellefu tímabilum.

Byrjar sjötta sumarið á leik við FH

Guðjón Þórðarson stjórnar í dag sínum fyrsta leik í íslensku deildinni í tæp ellefu ár þegar Skagamenn fá Íslandsmeistara FH-inga í heimsókn upp á Akranes.

Birgir komst í gegnum niðurskurðinn

Birgir Leifur Hafþórsson heldur áfram að gera það gott á Evrópumótaröðinni en í gær komst hann í gegnum niðurskurð á móti sem fram fer á Spáni. Birgir Leifur lék á fjórum höggum undir pari í gær og er samtals á þrem höggum undir pari. Það setur hann í 30. sæti mótsins ásamt nokkrum öðrum kylfingum.

Ein breyting á reglunum

Aðeins ein veruleg breyting hefur verið gerð á knattspyrnulögunum fyrir tímabilið sem hefst nú í dag. Hún snýst um búningamál en ef leikmenn ætla að klæðast flíkum innan undir búning sinn, bæði treyju og buxur, verða þær að vera í sama meginlit og búningurinn.

Sjá næstu 50 fréttir