Fleiri fréttir Fowler kveður Anfield á sunnudaginn Markahrókurinn Robbie Fowler, leikmaður Liverpool, kveður Anfield á sunnudag þegar liðið leikur sinn síðasta leik í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á þessari leiktíð gegn Charlton. 11.5.2007 14:22 Sanchez hættir með Norður-Íra Lawrie Sanchez var í dag ráðinn knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarliðsins Fulham um óákveðinn tíma og mun hætta sem þjálfari norðurírska landsliðsins í kjölfarið. 11.5.2007 14:09 Keppti í F1 í Singapúr að nóttu til á næsta ári Keppt verður í Formúlu 1 kappakstri í Singapúr á næsta ári og það að nóttu til. Frá þessu greindu forsvarsmenn kappakstursins í dag. Ekið verður um hafnarsvæðið í Singapúr og búist við að mótið verði í september eða október 2008. 11.5.2007 13:57 Dawson framlengir samning sinn við Tottenham Michael Dawson, varnarmaður Tottenham, hefur framlegt samning sinn við félagið til ársins 2012. Fyrri samningur var til ársins 2011 en félagið vildi verðlaun hann fyrir góða frammistöðu á tímabilinu. 11.5.2007 12:24 Tiger langt frá sínu besta á Players Besti kylfingur heims, Tiger Woods, var langt frá sínu besta á fyrsta hringnum á Players-meistaramótinu í golfi. Woods lék á 3 höggum yfir pari og er í 58.-74. sæti. Bein útsending verður á Sýn annað kvöld og á sunnudagskvöld. 11.5.2007 11:26 Pistons aðeins einum leik frá úrslitum í austurdeildinni Detroit Pistons þarf nú aðeins einn sigur til þess að spila til úrslita í austurdeildinni í NBA körfuboltanum. Pistons vann öruggan sigur á Chicago í gærkvöldi. 11.5.2007 11:20 Birgir Leifur nokkuð öruggur áfram í Andalúsíu Birgir Leifur Hafþórsson er á þremur höggum undir pari eftir annan keppnisdag á Andalúsíumótinu í golfi á Spáni í dag. Hann er sem stendur í 22. sæti og er öruggur áfram í gegnum niðurskurðinn. 11.5.2007 11:14 FH: Í sérflokki síðustu sumur Fréttablaðið hefur síðustu daga talið niður að Íslandsmótinu í knattspyrnu og við spáum FH-ingum Íslandsmeistaratitlinum. FH-ingar eru á eftir sínum fjórða titli í röð og margt bendir til þess að Íslandsbikarinn verði áfram í Krikanum. Liðið er frábært, breiddin einstök, umgjörðin glæsileg og ofan á allt heldur Hafnarfjarðarmafían uppi taktinum og stemningunni í kringum liðið. 10.5.2007 23:45 Tottenham og Blackburn skildu jöfn Tottenham er í vænlegri stöðu með að tryggja sér sjálfkrafa þáttökurétt í Evrópukeppni félagsliða á næsta tímabili eftir 1-1 jafntefli við Blackburn á heimavelli sínum í kvöld. Benni McCarthy kom gestunum yfir eftir 32 mínútur eftir laglega sendingu frá Morten Gamst Pedersen, en Jermain Defoe jafnaði fyrir heimamenn í síðari hálfleik. 10.5.2007 21:03 Getafe burstaði Barcelona Smálið Getafe gerði sér lítið fyrir og burstaði Barcelona 4-0 í síðari leik liðanna í spænska konungsbikarnum í kvöld og tryggði sér þar með sæti í úrslitum þar sem liðið mætir Sevilla. Börsungar unnu fyrri leikinn 5-2 og því reiknuðu fáir með hetjulegri endurkomu Getafe í kvöld. Eiður Smári Guðjohnsen spilaði síðasta hálftímann í leiknum eftir að hafa komið inn sem varamaður. 10.5.2007 20:56 Úrvalslið ársins í NBA tilkynnt í dag Í dag var tilkynnt hvaða leikmenn skipa úrvalslið ársins í NBA deildinni. Það er nefnd fjölmiðlamanna í Bandaríkjunum og Kanada sem stendur að valinu. Nokkur ný andlit voru í liðunum í ár í bland við gamalkunnug. 10.5.2007 19:13 Brown og Ball í þriggja leikja bann Michael Brown hjá Fulham og Michael Ball hjá Manchester City voru í dag dæmdir í þriggja leikja bann í ensku úrvalsdeildinni fyrir fólskuleg brot í leik með liðum sínum á dögunum. Brown skallaði Xabi Alonso hjá Liverpool og Ball traðkaði á Cristiano Ronaldo hjá Manchester United. Báðir verða í banni í lokaleik liða sinna um helgina og í fyrstu tveimur leikjunum á næstu leiktíð. 10.5.2007 18:34 De la Hoya - Mayweather rakaði inn 7,6 milljarða Bardagi þeirra Oscar de la Hoya og Floyd Mayweather á dögunum stóð undir væntingum þegar litið er á fjármálahliðina en nú hefur verið staðfest að bardaginn rakaði 7,6 milljörðum króna í kassann og er því dýrasti bardagi allra tíma. 10.5.2007 17:15 Owen valinn í B-lið Englands Michael Owen gæti spilað með enska landsliðinu á ný síðar í þessum mánuði eftir að hann var valinn í B-landsliðshópinn sem mætir Albönum. Ólíklegt verður að teljast að stjórnarformaður Newcastle verði hrifinn af þessu þar sem hann stendur enn í skaðabótamáli vegna meiðsla Owen á HM í sumar. Hér fyrir neðan má sjá enska B-hópinn. 10.5.2007 16:20 Birgir Leifur á höggi yfir pari Birgir Leifur Hafþórsson lék fyrsta hringinn á Opna Andalúsíumótinu á Spáni í dag á 73 höggum, eða einu höggi yfir pari. Hann lék fyrri níu á 37 höggum og seinni níu á 36 höggum. Hann fékk 3 fugla á hringnum, 12 pör, 2 skolla og einn skramba, sem kom á 7. braut. Hann er sem stendur í 81. - 94. sæti, en margir keppendur eiga eftir að ljúka leik í dag. 10.5.2007 16:09 Ferdinand líkir Ronaldo við hasarblaðahetju Rio Ferdinand, leikmaður Manchester United, segir að hann hafi oftar en einu sinni verið farinn að óttast um að liðinu tækist ekki að halda efsta sætinu í úrvalsdeildinni í vetur. Hann segir að mark frá Ronaldo hafi endanlega stimplað trú inn í mannskapinn og líkti tilþrifum Portúgalans við tilburði hasarblaðahetjunnar Roy of the Rovers. 10.5.2007 15:11 Frings hafnaði Juventus Þýski landsliðsmaðurinn Torsten Frings hefur framlengt samning sinn við Werder Bremen í Þýskalandi og því verður ekkert af fyrirhugaðri för hans til ítalska liðsins Juventus eins og til stóð. "Ég fékk fínt tilboð frá Juventus en hjartað sagði mér að vera áfram hjá Bremen," sagði Frings sem er nú samningsbundinn félaginu til 2011. 10.5.2007 15:02 Jol: Fólk er búið að gleyma Tottenham Martin Jol og hans menn í Tottenham taka á móti Blackburn í eina leik kvöldsins í ensku úrvalsdeildinni. Jol segir að fólk sé búið að gleyma því síðustu vikur að hans menn eigi góða möguleika á að ná viðunandi árangri í deildinni í vor þó staðan hafi ekki verið glæsileg síðustu vikur. 10.5.2007 14:53 Sidwell fer líklega frá Reading Nú er útlit fyrir að miðjumaðurinn efnilegt Steve Sidwell muni fara frá Reading í sumar, en hann er með lausa samninga hjá félaginu og hefur enn ekki skrifað undir nýjan. Hann er 24 ára gamall og hefur staðið sig vel með liðinu í vetur. Sidwell hefur verið orðaður við Chelsea, Manchester United og Newcastle í bresku blöðunum undanfarið. 10.5.2007 14:41 Shepherd segir Owen að halda sig við Newcastle Freddy Shepherd, stjórnarformaður Newcastle, var alls ekki kátur með fréttaflutning bresku blaðanna í dag þar sem slúðrað hefur verið um brottför Michael Owen frá félaginu í sumar. Shepherd hvetur Owen til að sýna félaginu hollustu eftir að hafa aðeins spilað 13 leiki með því síðan hann var keyptur fyrir metfé árið 2005. 10.5.2007 14:25 Vill staðfestingu á að Tevez megi spila Stjórnarformaður Wigan hefur ritað forráðamönnum ensku úrvalsdeildarinnar bréf þar sem hann krefst því að fá skriflega staðfestingu á því frá deildarmönnum að Argentínumaðurinn Carlos Tevez sé löglegur með West Ham. Wigan á í harðri fallbaráttu við West Ham og örlög liðanna ráðast á sunnudaginn í lokaumferðinni. 10.5.2007 14:16 Draumadeild Landsbankans og Vísis komin á fullt Nú er hin árlega Draumadeild Landsbankans og Vísis komin í loftið. Deildin hefur verið uppfærð mikið frá síðasta ári og nú geta þátttakendur slkipt meira um menn í sínu liði og kominn er SMS virkni og fleira. Skráning fyrstu dagana hefur verið góð, þegar hafa 2.000 lið skráð sig til þátttöku og bætist við með hverri mínútu. 10.5.2007 13:42 Mikil dramatík í Utah Utah hefur náð 2-0 forystu í einvígi sínu við Golden State í undanúrslitum Vesturdeildarinnar í NBA eftir dramatískan sigur í framlengingu í nótt 127-117. Derek Fisher mætti ekki í leikinn fyrr en í síðari hálfleik eftir að hafa flogið frá New York þar sem dóttir hans var í lífshættulegri aðgerð. Fisher spilaði stóra rullu undir lokin og skoraði öll fimm stig sín í framlengingunni. 10.5.2007 04:29 Barcelona undir í hálfleik Nú er kominn hálfleikur í síðari undanúrslitaleik Getafe og Barcelona í spænska konungsbikarnum og hefur Getafe forystu 2-0. Eiður Smári er á bekknum hjá Barclelona en nú vantar Getafe aðeins eitt mark til að fara áfram í úrslitin. Þá hefur Blackburn yfir 1-0 á útivelli gegn Tottenham í ensku úrvalsdeildinni þar sem Benni McCarthy skoraði mark gestanna. 10.5.2007 20:00 HK deildarbikarmeistari HK menn urðu í kvöld deildarbikarmeistarar í handbolta þegar þeir báru sigurorð af Stjörnunni í oddaleik í Digranesi 29-28. Augustas Strasdas og Valdimar Þórsson skoruðu 8 mörk hvor fyrir heimamenn en Guðmundur Guðmundsson skoraði 6 fyrir gestina. 9.5.2007 21:20 Bragðdauft á Brúnni Chelsea og Manchester United gerðu markalaust jafntefli á Stamford Bridge í leik kvöldsins í ensku úrvalsdeildinni. United hafði þegar tryggt sér titilinn og því tefldu bæði lið fram mörgum varaskeifum í leiknum í kvöld og hvíldu lykilmenn fyrir átökin í bikarúrslitaleiknum. 9.5.2007 21:08 Utah - Golden State í beinni í nótt Annar leikur Utah Jazz og Golden State Warriors í undanúrslitum Vesturdeildarinnar í NBA verður sýndur beint á NBA TV sjónvarpsstöðinni klukkan eitt í nótt. Fyrsti leikur liðanna var æsispennandi og lauk með naumum sigri heimamanna. Hér fyrir neðan má sjá leikina sem sýndir verða næstu daga. 9.5.2007 20:27 Roma valtaði yfir Inter Roma er í góðri stöðu eftir fyrri úrslitaleik sinn við Inter Milan í ítalska bikarnum. Roma vann 6-2 stórsigur á Mílanóliðinu í dag. Totti, De Rossi og Perrota komu Roma í 3-0 eftir stundarfjórðung og Amantino Manchini og Panucci (2) bættu við mörkum. Hernan Crespo skoraði bæði mörk gestanna. 9.5.2007 18:33 West Ham ætlar ekki að áfrýja Eggert Magnússon og félagar hjá West Ham sendu frá sér yfirlýsingu í dag þar sem fram kemur að félagið ætli ekki að áfrýja 5,5 milljón punda sektinni sem félagið var dæmt til að greiða vegna loðinna félagaskipta þeirra Javier Mascherano og Carlos Teves í fyrra. 9.5.2007 16:47 Gagnslaust að kæra West Ham Forráðamenn ensku úrvalsdeildarinnar hafa ritað forsvarsmönnum allra úrvalsdeildarfélaganna á Englandi bréf þar sem fram kemur að tilgangslaust sé að reyna að kæra West Ham frekar vegna Argentínumannanna Carlos Tevez og Javier Mascherano. 9.5.2007 16:40 Réttarhöldum yfir Jackson frestað á ný Nú er ljóst að vandræðagemlingurinn Stephen Jackson hjá Golden State Warriors getur spilað með liðinu það sem eftir er af úrslitakeppninni, því réttarhöldum yfir honum hefur ferið frestað í annað sinn til 21. júní. Jackson komst í kast við lögin í haust vegna áfloga og vopnaskaks fyrir utan strípibúllu í Indianapolis. Hann á yfir höfði sér fangelsisvist ef hann verður fundinn sekur. 9.5.2007 16:34 Arnar Freyr og Jón Norðdal framlengja við Keflavík Leikstjórnandinn Arnar Freyr Jónsson hefur framlengt samning sinn við körfuknattleiksdeild Keflavíkur en hann hefur leikið með liðinu síðan árið 2000. Félagi hans Jón Norðdal Hafsteinsson hefur einnig framlengt við Keflvíkinga. Þetta kom fram á vef Keflavíkur í dag. 9.5.2007 16:23 Valur: Þriðja árið hans Willums Fréttablaðið heldur áfram að telja niður að Íslandsmótinu í knattspyrnu og við spáum Valsmönnum þriðja sætinu. Í fyrra náðu Valsmenn að halda sæti sínum meðal þriggja bestu liðanna í fyrsta sinn síðan árið 1988 og voru í raun aðeins nokkrum sekúndum frá því að vinna KR í lokaleiknum og hreppa þar með 2. sætið annað árið í röð. 9.5.2007 16:14 Teitur Örlygsson tekur við Njarðvík Teitur Örlygsson verður næsti þjálfari Njarðvíkinga í körfubolta. Teitur tekur við af Einari Árna Jóhannssyni sem hafði verið með liðið síðustu þrjú ár. Teitur skrifar undir tveggja ára samning við Njarðvíkinga á næstu dögum og sagðist í samtali við Víkurfréttir vera mjög spenntur fyrir verkefninu. 9.5.2007 15:57 Phoenix vann nauðsynlegan sigur Phoenix lagði San Antonio á nokkuð sannfærandi hátt 101-81 í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Vesturdeildarinnar í NBA í nótt. Staðan í einvíginu er því orðin jöfn og næstu tveir leikir fara fram í San Antonio. Cleveland náði 2-0 forystu gegn New Jersey með sigri á heimavelli. 9.5.2007 13:15 Boothroyd framlengir við Watford Knattspyrnustjórinn Adrian Boothroyd framlengdi í dag samning sinn við Watford um þrjú ár. Boothroyd þótti hafa staðið sig ágætlega í vetur þó lið hans hafi aðeins unnið fimm leiki í úrvalsdeildinni og fallið beint niður í Championship deildina á ný. 8.5.2007 21:30 Ferguson ætlar að færa Mourinho vínflösku Sir Alex Ferguson hafði orð á því í dag hve auðmjúklega kollegi hans Jose Mourinho hefði tekið því þegar hann þurfti í fyrsta sinn í stjórnartíð sinni að horfa á eftir enska meistaratitlinum renna sér úr greipum á dögunum. 8.5.2007 20:15 Góður sigur hjá Gummersbach Þrír leikir fóru fram í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld. Gummersbach lagði Göppingen á útivelli 33-30 í leik sem sýndur var beint á Sýn. Guðjón Valur Sigurðsson skoraði 6 mörk fyrir Gummersbach og Róbert Gunnarsson skoraði 2. Alexander Petersson skoraði tvö mörk fyrir Grosswallstadt í 29-24 tapi liðsins gegn Hamburg og Keil vann auðveldan sigur á Hildesheim 34-28. 8.5.2007 19:59 Íslandsmeisturunum spáð góðu gengi Fyrirliðar, þjálfarar og formenn knattspyrnuliða í Landsbankadeildum karla- og kvenna spáðu í dag í spilin á árlegum kynningarfundi fyrir Íslandsmótið í knattspyrnu sem hefst á næstu dögum. FH og Valur munu því verja titla sína ef spárnar rætast. Nýliðum HK er spáð falli í karlaflokki og Valur og KR urðu hnífjöfn í öðru til þriðja sæti í spánni. 8.5.2007 18:55 Átta Valsstúlkur í landsliðshópnum Sigurður Ragnar Eyjólfsson kvennalandsliðsþjálfari valdi í dag hóp sinn fyrir vináttuleikinn gegn Englendingum á Roots Hall þann 17. maí næstkomandi. Íslandsmeistarar Vals eiga áberandi flesta fulltrúa í hópnum. 8.5.2007 18:49 Ball biður Ronaldo afsökunar Michael Ball hjá Manchester City á yfir höfði sér þriggja leikja bann eftir að hann traðkaði á Cristiano Ronaldo hjá Manchester United í leik liðanna á dögunum. Hann hefur beðið Ronaldo afsökunar og iðrast gjörða sinna. "Ég sé eftir þessu og hef sent Ronaldo afsökunarbeiðni. Ég hef aldrei verið rekinn af velli á ferlinum og veit að ég þarf að vera betri fyrirmynd en þetta," sagði Ball á heimasíðu City. 8.5.2007 18:45 Landsbankadeildin fyrirferðamikil á Sýn Sjónvarpsstöðin Sýn mun í sumar gera Landsbankadeildinni í knattspyrnu betri skil en nokkru sinni fyrr og alls verða þrjár beinar útsendingar á stöðinni frá fyrstu umferðinni. Sérstakur upphitunarþáttur verður í opinni dagskrá stöðvarinnar á fimmtudagskvöldið klukkan 21. 8.5.2007 18:00 Phoenix - San Antonio í beinni í nótt Annar leikur Phoenix Suns og San Antonio Spurs í úrslitakeppni NBA verður sýndur beint á NBA TV sjónvarpsstöðinni klukkan hálf þrjú í nótt. Hér fyrir neðan má sjá hvaða leikir verða sýndir á stöðinni og rásum Sýnar næstu daga. 8.5.2007 17:48 Ferguson: Ekkert mál að leyfa Ruud að fara Sir Alex Ferguson segir að það hafi ekki verið sérlega erfið ákvörðun að leyfa framherjanum Ruud Van Nistelrooy að fara frá liðinu á sínum tíma, því hann hafi verið farinn að hafa áhrif á andann í herbúðum liðsins. Hann segir að erfiðara hafi verið að horfa á eftir Roy Keane. 8.5.2007 17:39 Sér ekkert athugavert við lyfjanotkun íþróttamanna Mark Cuban, eigandi NBA liðs Dallas Mavericks, er ekki vanur að liggja á skoðunum sínum. Hann segist ekki sjá neitt athugavert við að íþróttamenn noti lyf til að bæta frammistöðu sína á vellinum. 8.5.2007 17:28 Sjá næstu 50 fréttir
Fowler kveður Anfield á sunnudaginn Markahrókurinn Robbie Fowler, leikmaður Liverpool, kveður Anfield á sunnudag þegar liðið leikur sinn síðasta leik í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á þessari leiktíð gegn Charlton. 11.5.2007 14:22
Sanchez hættir með Norður-Íra Lawrie Sanchez var í dag ráðinn knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarliðsins Fulham um óákveðinn tíma og mun hætta sem þjálfari norðurírska landsliðsins í kjölfarið. 11.5.2007 14:09
Keppti í F1 í Singapúr að nóttu til á næsta ári Keppt verður í Formúlu 1 kappakstri í Singapúr á næsta ári og það að nóttu til. Frá þessu greindu forsvarsmenn kappakstursins í dag. Ekið verður um hafnarsvæðið í Singapúr og búist við að mótið verði í september eða október 2008. 11.5.2007 13:57
Dawson framlengir samning sinn við Tottenham Michael Dawson, varnarmaður Tottenham, hefur framlegt samning sinn við félagið til ársins 2012. Fyrri samningur var til ársins 2011 en félagið vildi verðlaun hann fyrir góða frammistöðu á tímabilinu. 11.5.2007 12:24
Tiger langt frá sínu besta á Players Besti kylfingur heims, Tiger Woods, var langt frá sínu besta á fyrsta hringnum á Players-meistaramótinu í golfi. Woods lék á 3 höggum yfir pari og er í 58.-74. sæti. Bein útsending verður á Sýn annað kvöld og á sunnudagskvöld. 11.5.2007 11:26
Pistons aðeins einum leik frá úrslitum í austurdeildinni Detroit Pistons þarf nú aðeins einn sigur til þess að spila til úrslita í austurdeildinni í NBA körfuboltanum. Pistons vann öruggan sigur á Chicago í gærkvöldi. 11.5.2007 11:20
Birgir Leifur nokkuð öruggur áfram í Andalúsíu Birgir Leifur Hafþórsson er á þremur höggum undir pari eftir annan keppnisdag á Andalúsíumótinu í golfi á Spáni í dag. Hann er sem stendur í 22. sæti og er öruggur áfram í gegnum niðurskurðinn. 11.5.2007 11:14
FH: Í sérflokki síðustu sumur Fréttablaðið hefur síðustu daga talið niður að Íslandsmótinu í knattspyrnu og við spáum FH-ingum Íslandsmeistaratitlinum. FH-ingar eru á eftir sínum fjórða titli í röð og margt bendir til þess að Íslandsbikarinn verði áfram í Krikanum. Liðið er frábært, breiddin einstök, umgjörðin glæsileg og ofan á allt heldur Hafnarfjarðarmafían uppi taktinum og stemningunni í kringum liðið. 10.5.2007 23:45
Tottenham og Blackburn skildu jöfn Tottenham er í vænlegri stöðu með að tryggja sér sjálfkrafa þáttökurétt í Evrópukeppni félagsliða á næsta tímabili eftir 1-1 jafntefli við Blackburn á heimavelli sínum í kvöld. Benni McCarthy kom gestunum yfir eftir 32 mínútur eftir laglega sendingu frá Morten Gamst Pedersen, en Jermain Defoe jafnaði fyrir heimamenn í síðari hálfleik. 10.5.2007 21:03
Getafe burstaði Barcelona Smálið Getafe gerði sér lítið fyrir og burstaði Barcelona 4-0 í síðari leik liðanna í spænska konungsbikarnum í kvöld og tryggði sér þar með sæti í úrslitum þar sem liðið mætir Sevilla. Börsungar unnu fyrri leikinn 5-2 og því reiknuðu fáir með hetjulegri endurkomu Getafe í kvöld. Eiður Smári Guðjohnsen spilaði síðasta hálftímann í leiknum eftir að hafa komið inn sem varamaður. 10.5.2007 20:56
Úrvalslið ársins í NBA tilkynnt í dag Í dag var tilkynnt hvaða leikmenn skipa úrvalslið ársins í NBA deildinni. Það er nefnd fjölmiðlamanna í Bandaríkjunum og Kanada sem stendur að valinu. Nokkur ný andlit voru í liðunum í ár í bland við gamalkunnug. 10.5.2007 19:13
Brown og Ball í þriggja leikja bann Michael Brown hjá Fulham og Michael Ball hjá Manchester City voru í dag dæmdir í þriggja leikja bann í ensku úrvalsdeildinni fyrir fólskuleg brot í leik með liðum sínum á dögunum. Brown skallaði Xabi Alonso hjá Liverpool og Ball traðkaði á Cristiano Ronaldo hjá Manchester United. Báðir verða í banni í lokaleik liða sinna um helgina og í fyrstu tveimur leikjunum á næstu leiktíð. 10.5.2007 18:34
De la Hoya - Mayweather rakaði inn 7,6 milljarða Bardagi þeirra Oscar de la Hoya og Floyd Mayweather á dögunum stóð undir væntingum þegar litið er á fjármálahliðina en nú hefur verið staðfest að bardaginn rakaði 7,6 milljörðum króna í kassann og er því dýrasti bardagi allra tíma. 10.5.2007 17:15
Owen valinn í B-lið Englands Michael Owen gæti spilað með enska landsliðinu á ný síðar í þessum mánuði eftir að hann var valinn í B-landsliðshópinn sem mætir Albönum. Ólíklegt verður að teljast að stjórnarformaður Newcastle verði hrifinn af þessu þar sem hann stendur enn í skaðabótamáli vegna meiðsla Owen á HM í sumar. Hér fyrir neðan má sjá enska B-hópinn. 10.5.2007 16:20
Birgir Leifur á höggi yfir pari Birgir Leifur Hafþórsson lék fyrsta hringinn á Opna Andalúsíumótinu á Spáni í dag á 73 höggum, eða einu höggi yfir pari. Hann lék fyrri níu á 37 höggum og seinni níu á 36 höggum. Hann fékk 3 fugla á hringnum, 12 pör, 2 skolla og einn skramba, sem kom á 7. braut. Hann er sem stendur í 81. - 94. sæti, en margir keppendur eiga eftir að ljúka leik í dag. 10.5.2007 16:09
Ferdinand líkir Ronaldo við hasarblaðahetju Rio Ferdinand, leikmaður Manchester United, segir að hann hafi oftar en einu sinni verið farinn að óttast um að liðinu tækist ekki að halda efsta sætinu í úrvalsdeildinni í vetur. Hann segir að mark frá Ronaldo hafi endanlega stimplað trú inn í mannskapinn og líkti tilþrifum Portúgalans við tilburði hasarblaðahetjunnar Roy of the Rovers. 10.5.2007 15:11
Frings hafnaði Juventus Þýski landsliðsmaðurinn Torsten Frings hefur framlengt samning sinn við Werder Bremen í Þýskalandi og því verður ekkert af fyrirhugaðri för hans til ítalska liðsins Juventus eins og til stóð. "Ég fékk fínt tilboð frá Juventus en hjartað sagði mér að vera áfram hjá Bremen," sagði Frings sem er nú samningsbundinn félaginu til 2011. 10.5.2007 15:02
Jol: Fólk er búið að gleyma Tottenham Martin Jol og hans menn í Tottenham taka á móti Blackburn í eina leik kvöldsins í ensku úrvalsdeildinni. Jol segir að fólk sé búið að gleyma því síðustu vikur að hans menn eigi góða möguleika á að ná viðunandi árangri í deildinni í vor þó staðan hafi ekki verið glæsileg síðustu vikur. 10.5.2007 14:53
Sidwell fer líklega frá Reading Nú er útlit fyrir að miðjumaðurinn efnilegt Steve Sidwell muni fara frá Reading í sumar, en hann er með lausa samninga hjá félaginu og hefur enn ekki skrifað undir nýjan. Hann er 24 ára gamall og hefur staðið sig vel með liðinu í vetur. Sidwell hefur verið orðaður við Chelsea, Manchester United og Newcastle í bresku blöðunum undanfarið. 10.5.2007 14:41
Shepherd segir Owen að halda sig við Newcastle Freddy Shepherd, stjórnarformaður Newcastle, var alls ekki kátur með fréttaflutning bresku blaðanna í dag þar sem slúðrað hefur verið um brottför Michael Owen frá félaginu í sumar. Shepherd hvetur Owen til að sýna félaginu hollustu eftir að hafa aðeins spilað 13 leiki með því síðan hann var keyptur fyrir metfé árið 2005. 10.5.2007 14:25
Vill staðfestingu á að Tevez megi spila Stjórnarformaður Wigan hefur ritað forráðamönnum ensku úrvalsdeildarinnar bréf þar sem hann krefst því að fá skriflega staðfestingu á því frá deildarmönnum að Argentínumaðurinn Carlos Tevez sé löglegur með West Ham. Wigan á í harðri fallbaráttu við West Ham og örlög liðanna ráðast á sunnudaginn í lokaumferðinni. 10.5.2007 14:16
Draumadeild Landsbankans og Vísis komin á fullt Nú er hin árlega Draumadeild Landsbankans og Vísis komin í loftið. Deildin hefur verið uppfærð mikið frá síðasta ári og nú geta þátttakendur slkipt meira um menn í sínu liði og kominn er SMS virkni og fleira. Skráning fyrstu dagana hefur verið góð, þegar hafa 2.000 lið skráð sig til þátttöku og bætist við með hverri mínútu. 10.5.2007 13:42
Mikil dramatík í Utah Utah hefur náð 2-0 forystu í einvígi sínu við Golden State í undanúrslitum Vesturdeildarinnar í NBA eftir dramatískan sigur í framlengingu í nótt 127-117. Derek Fisher mætti ekki í leikinn fyrr en í síðari hálfleik eftir að hafa flogið frá New York þar sem dóttir hans var í lífshættulegri aðgerð. Fisher spilaði stóra rullu undir lokin og skoraði öll fimm stig sín í framlengingunni. 10.5.2007 04:29
Barcelona undir í hálfleik Nú er kominn hálfleikur í síðari undanúrslitaleik Getafe og Barcelona í spænska konungsbikarnum og hefur Getafe forystu 2-0. Eiður Smári er á bekknum hjá Barclelona en nú vantar Getafe aðeins eitt mark til að fara áfram í úrslitin. Þá hefur Blackburn yfir 1-0 á útivelli gegn Tottenham í ensku úrvalsdeildinni þar sem Benni McCarthy skoraði mark gestanna. 10.5.2007 20:00
HK deildarbikarmeistari HK menn urðu í kvöld deildarbikarmeistarar í handbolta þegar þeir báru sigurorð af Stjörnunni í oddaleik í Digranesi 29-28. Augustas Strasdas og Valdimar Þórsson skoruðu 8 mörk hvor fyrir heimamenn en Guðmundur Guðmundsson skoraði 6 fyrir gestina. 9.5.2007 21:20
Bragðdauft á Brúnni Chelsea og Manchester United gerðu markalaust jafntefli á Stamford Bridge í leik kvöldsins í ensku úrvalsdeildinni. United hafði þegar tryggt sér titilinn og því tefldu bæði lið fram mörgum varaskeifum í leiknum í kvöld og hvíldu lykilmenn fyrir átökin í bikarúrslitaleiknum. 9.5.2007 21:08
Utah - Golden State í beinni í nótt Annar leikur Utah Jazz og Golden State Warriors í undanúrslitum Vesturdeildarinnar í NBA verður sýndur beint á NBA TV sjónvarpsstöðinni klukkan eitt í nótt. Fyrsti leikur liðanna var æsispennandi og lauk með naumum sigri heimamanna. Hér fyrir neðan má sjá leikina sem sýndir verða næstu daga. 9.5.2007 20:27
Roma valtaði yfir Inter Roma er í góðri stöðu eftir fyrri úrslitaleik sinn við Inter Milan í ítalska bikarnum. Roma vann 6-2 stórsigur á Mílanóliðinu í dag. Totti, De Rossi og Perrota komu Roma í 3-0 eftir stundarfjórðung og Amantino Manchini og Panucci (2) bættu við mörkum. Hernan Crespo skoraði bæði mörk gestanna. 9.5.2007 18:33
West Ham ætlar ekki að áfrýja Eggert Magnússon og félagar hjá West Ham sendu frá sér yfirlýsingu í dag þar sem fram kemur að félagið ætli ekki að áfrýja 5,5 milljón punda sektinni sem félagið var dæmt til að greiða vegna loðinna félagaskipta þeirra Javier Mascherano og Carlos Teves í fyrra. 9.5.2007 16:47
Gagnslaust að kæra West Ham Forráðamenn ensku úrvalsdeildarinnar hafa ritað forsvarsmönnum allra úrvalsdeildarfélaganna á Englandi bréf þar sem fram kemur að tilgangslaust sé að reyna að kæra West Ham frekar vegna Argentínumannanna Carlos Tevez og Javier Mascherano. 9.5.2007 16:40
Réttarhöldum yfir Jackson frestað á ný Nú er ljóst að vandræðagemlingurinn Stephen Jackson hjá Golden State Warriors getur spilað með liðinu það sem eftir er af úrslitakeppninni, því réttarhöldum yfir honum hefur ferið frestað í annað sinn til 21. júní. Jackson komst í kast við lögin í haust vegna áfloga og vopnaskaks fyrir utan strípibúllu í Indianapolis. Hann á yfir höfði sér fangelsisvist ef hann verður fundinn sekur. 9.5.2007 16:34
Arnar Freyr og Jón Norðdal framlengja við Keflavík Leikstjórnandinn Arnar Freyr Jónsson hefur framlengt samning sinn við körfuknattleiksdeild Keflavíkur en hann hefur leikið með liðinu síðan árið 2000. Félagi hans Jón Norðdal Hafsteinsson hefur einnig framlengt við Keflvíkinga. Þetta kom fram á vef Keflavíkur í dag. 9.5.2007 16:23
Valur: Þriðja árið hans Willums Fréttablaðið heldur áfram að telja niður að Íslandsmótinu í knattspyrnu og við spáum Valsmönnum þriðja sætinu. Í fyrra náðu Valsmenn að halda sæti sínum meðal þriggja bestu liðanna í fyrsta sinn síðan árið 1988 og voru í raun aðeins nokkrum sekúndum frá því að vinna KR í lokaleiknum og hreppa þar með 2. sætið annað árið í röð. 9.5.2007 16:14
Teitur Örlygsson tekur við Njarðvík Teitur Örlygsson verður næsti þjálfari Njarðvíkinga í körfubolta. Teitur tekur við af Einari Árna Jóhannssyni sem hafði verið með liðið síðustu þrjú ár. Teitur skrifar undir tveggja ára samning við Njarðvíkinga á næstu dögum og sagðist í samtali við Víkurfréttir vera mjög spenntur fyrir verkefninu. 9.5.2007 15:57
Phoenix vann nauðsynlegan sigur Phoenix lagði San Antonio á nokkuð sannfærandi hátt 101-81 í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Vesturdeildarinnar í NBA í nótt. Staðan í einvíginu er því orðin jöfn og næstu tveir leikir fara fram í San Antonio. Cleveland náði 2-0 forystu gegn New Jersey með sigri á heimavelli. 9.5.2007 13:15
Boothroyd framlengir við Watford Knattspyrnustjórinn Adrian Boothroyd framlengdi í dag samning sinn við Watford um þrjú ár. Boothroyd þótti hafa staðið sig ágætlega í vetur þó lið hans hafi aðeins unnið fimm leiki í úrvalsdeildinni og fallið beint niður í Championship deildina á ný. 8.5.2007 21:30
Ferguson ætlar að færa Mourinho vínflösku Sir Alex Ferguson hafði orð á því í dag hve auðmjúklega kollegi hans Jose Mourinho hefði tekið því þegar hann þurfti í fyrsta sinn í stjórnartíð sinni að horfa á eftir enska meistaratitlinum renna sér úr greipum á dögunum. 8.5.2007 20:15
Góður sigur hjá Gummersbach Þrír leikir fóru fram í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld. Gummersbach lagði Göppingen á útivelli 33-30 í leik sem sýndur var beint á Sýn. Guðjón Valur Sigurðsson skoraði 6 mörk fyrir Gummersbach og Róbert Gunnarsson skoraði 2. Alexander Petersson skoraði tvö mörk fyrir Grosswallstadt í 29-24 tapi liðsins gegn Hamburg og Keil vann auðveldan sigur á Hildesheim 34-28. 8.5.2007 19:59
Íslandsmeisturunum spáð góðu gengi Fyrirliðar, þjálfarar og formenn knattspyrnuliða í Landsbankadeildum karla- og kvenna spáðu í dag í spilin á árlegum kynningarfundi fyrir Íslandsmótið í knattspyrnu sem hefst á næstu dögum. FH og Valur munu því verja titla sína ef spárnar rætast. Nýliðum HK er spáð falli í karlaflokki og Valur og KR urðu hnífjöfn í öðru til þriðja sæti í spánni. 8.5.2007 18:55
Átta Valsstúlkur í landsliðshópnum Sigurður Ragnar Eyjólfsson kvennalandsliðsþjálfari valdi í dag hóp sinn fyrir vináttuleikinn gegn Englendingum á Roots Hall þann 17. maí næstkomandi. Íslandsmeistarar Vals eiga áberandi flesta fulltrúa í hópnum. 8.5.2007 18:49
Ball biður Ronaldo afsökunar Michael Ball hjá Manchester City á yfir höfði sér þriggja leikja bann eftir að hann traðkaði á Cristiano Ronaldo hjá Manchester United í leik liðanna á dögunum. Hann hefur beðið Ronaldo afsökunar og iðrast gjörða sinna. "Ég sé eftir þessu og hef sent Ronaldo afsökunarbeiðni. Ég hef aldrei verið rekinn af velli á ferlinum og veit að ég þarf að vera betri fyrirmynd en þetta," sagði Ball á heimasíðu City. 8.5.2007 18:45
Landsbankadeildin fyrirferðamikil á Sýn Sjónvarpsstöðin Sýn mun í sumar gera Landsbankadeildinni í knattspyrnu betri skil en nokkru sinni fyrr og alls verða þrjár beinar útsendingar á stöðinni frá fyrstu umferðinni. Sérstakur upphitunarþáttur verður í opinni dagskrá stöðvarinnar á fimmtudagskvöldið klukkan 21. 8.5.2007 18:00
Phoenix - San Antonio í beinni í nótt Annar leikur Phoenix Suns og San Antonio Spurs í úrslitakeppni NBA verður sýndur beint á NBA TV sjónvarpsstöðinni klukkan hálf þrjú í nótt. Hér fyrir neðan má sjá hvaða leikir verða sýndir á stöðinni og rásum Sýnar næstu daga. 8.5.2007 17:48
Ferguson: Ekkert mál að leyfa Ruud að fara Sir Alex Ferguson segir að það hafi ekki verið sérlega erfið ákvörðun að leyfa framherjanum Ruud Van Nistelrooy að fara frá liðinu á sínum tíma, því hann hafi verið farinn að hafa áhrif á andann í herbúðum liðsins. Hann segir að erfiðara hafi verið að horfa á eftir Roy Keane. 8.5.2007 17:39
Sér ekkert athugavert við lyfjanotkun íþróttamanna Mark Cuban, eigandi NBA liðs Dallas Mavericks, er ekki vanur að liggja á skoðunum sínum. Hann segist ekki sjá neitt athugavert við að íþróttamenn noti lyf til að bæta frammistöðu sína á vellinum. 8.5.2007 17:28