Körfubolti

Fjórtán sigrar í röð hjá Dallas

Dallas-maðurinn Jerry Stackhouse og Eric Snow hjá Cleveland kljást um boltann í leik liðanna í gær.
Dallas-maðurinn Jerry Stackhouse og Eric Snow hjá Cleveland kljást um boltann í leik liðanna í gær. MYND/AP

Dallas vann sinn fjórtánda sigur í röð þegar liðið lagði Cleveland með 95 stigum gegn 92. Dirk Nowitski var stigahæstur í liði Dallas með 24 stig en Le Bron James skoraði 39 fyrir Cleveland.

Portland bar sigurorð af Charlotte með 127 stigum gegn 90. Þeir Marckus Aldridge, Zac Randolp og Martell Webster skoruðu samtals 70 stig fyrir Potland í leiknum. Portland lagði grunn að sigrinum í fyrri hálfleik en staðan var 45 - 24 að loknum öðrum leikhluta. Matt Caroll var stigahæstur í liði Charlotte með 20 stig. Liðið átti aldrei möguleika í leiknum.

Þá vann Seattle LA Clippers 77 - 75 en í kvöld verður leikur Miami og Detroit sýndur beint á Sýn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×