Fleiri fréttir Nytt heimsmet í langstökki á vélsleða Paul Thacker setti nú á dögunum nýtt heimsmet í "Long Distance jump" á vélsleða,245 fet í bullandi snjókomu og hliðarvind. 1.3.2007 10:20 Blackburn í 8-liða úrslit - Arsenal úr leik Arsenal féll úr leik í annari bikarkeppninni á nokkrum dögum í kvöld þegar liðið lá 1-0 fyrir Blackburn í 16-liða úrslitum enska bikarsins. Það var Suður-Afríkumaðurinn Benni McCarthy sem tryggði Blackburn sigurinn með frábæru marki á 87. mínútu og mætir liðið Manchester City í næstu umferð. Hann segir Blackburn hafa slegið út besta liðið í úrvalsdeildinni. 28.2.2007 21:50 Eiður kom inn sem varamaður í sigri Barca Barcelona er komið í 8-liða úrslit spænska konungsbikarsins eftir 2-1 útisigur á Zaragoza í síðari leik liðanna í kvöld. Barca tapaði fyrri leiknum 1-0 en fer áfram á útimörkum. Xavi og Iniesta skoruðu mörk Barcelona í kvöld en Eiður Smári Gudjohnsen kom inn sem varamaður á 85. mínútu leiksins. 28.2.2007 22:43 Newcastle fær aðeins milljón vegna meiðsla Owen Alþjóða knattspyrnusambandið FIFA hefur boðið enska úrvalsdeildarliðinu Newcastle eina milljón punda í skaðabætur vegna meiðsla sem Michael Owen varð fyrir í leik Englendinga og Svía á HM síðastliðið sumar. 28.2.2007 22:15 Þjálfari Sevilla borinn rotaður af velli Leikur Real Betis og Sevilla í spænska konungsbikarnum í kvöld var flautaður af í upphafi síðari hálfleiks eftir að þjálfari Sevilla rotaðist þegar aðskotahlut var kastað í höfuð hans. Liðin eru einir hatrömmustu erkifjendur í spænsku deildinni, en Sevilla var marki yfir þegar flautað var af. Juande Ramos þjálfari var fluttur á sjúkrahús eftir atvikið, en er sagður hafa rankað við sér í sjúkrabílnum á leiðinni þangað. 28.2.2007 22:05 Drífðu þig inn í eldhús kona Cedric Maxwell, fyrrum leikmaður og núverandi útvarpslýsandi hjá Boston Celtics var látinn biðjast afsökunar opinberlega í gærkvöldi eftir karlrembuleg ummæli sín í garð kvendómara í deildinni á mánudagskvöldið. 28.2.2007 22:00 Ótrúleg sigurganga Inter stöðvuð Udinese náði í kvöld að stöðva 17 leikja sigurgöngu Inter Milan í ítölsku A-deildinni í knattspyrnu þegar liðin skildu jöfn 1-1 í Mílanó. Chris Obodo kom gestunum yfir 1-0 með frábæru marki, en varamaðurinn Hernan Crespo jafnaði fyrir heimamenn. Inter er þrátt fyrir þetta með örugga forystu í A-deildinni og ekkert nema stórslys getur komið í veg fyrir að liðið verði meistari í vor. 28.2.2007 21:58 Haukastúlkur deildarmeistarar Kvennalið Hauka varð í kvöld deildarmeistari í körfubolta annað árið í röð eftir að liðið skellti Hamri í Hveragerði 89-59. Keflavík vann auðveldan sigur á ÍS 88-55 og þá vann Grindavík nauman sigur á Breiðablik 76-72. 28.2.2007 21:21 Wade hallast að sjúkrameðferð Bakvörðurinn snjalli Dwyane Wade hjá Miami Heat hefur gefið það í skyn að hann muni fara í endurhæfingu og reyna að snúa aftur í síðustu viku deildarkeppninnar í NBA. Wade fór úr axlarlið á dögunum og hefur enn ekki gefið endanlegt svar um það hvort hann ætli í uppskurð eða endurhæfingu. 28.2.2007 21:15 Guðjón markahæstur í sigri Gummersbach Gummersbach vann í kvöld afar mikilvægan sigur á toppliði Flensburg í toppbaráttunni í þýska handboltanum 33-26 eftir að hafa verið yfir í leikhléi 17-14. Guðjón Valur Sigurðsson var markahæstur í liði Gummersbach með 7 mörk og Róbert Gunnarsson skoraði 6 mörk. Liðið er nú í þriðja sæti deildarinnar með jafn mörg stig og Kiel og Hamburg sem eru í öðru og þriðja sæti. 28.2.2007 20:56 Þriggja mánaða bann fyrir steranotkun Framherjinn Marco Borriello hjá AC Milan hefur verið dæmdur í þriggja mánaða keppnisbann af aganefnd ítalska knattspyrnusambandsins eftir að hafa fallið á lyfjaprófi í nóvember. Ólöglegir sterar fundust við lyfjaprófið og því má leikmaðurinn ekki spila á ný fyrr en þann 21. mars, en hann hefur þegar setið af sér hluta bannsins. 28.2.2007 20:30 Eiga ekki skilið að klæðast treyju West Ham Nokkrir af stuðningsmönnum West Ham í ensku úrvalsdeildinni hafa nú fengið sig fullsadda á ömurlegu gengi liðsins í deildinni í vetur. Í gær fór af stað undirskriftalisti meðal traustra stuðningsmanna félagsins þar sem lagt er til að kjörinu á leikmanni ársins hjá félaginu verði aflýst á þessu ári því enginn sé þess heiðurs verðugur. 28.2.2007 19:03 Arftakar Cafu og Carlos til United í sumar Manchester United gekk fyrir nokkru frá samningi við unga tvíbura frá liði Fluminese í Brasilíu, en þeir ganga í raðir liðsins í sumar þegar þeir verða 18 ára gamlir. Þeir heita Fabio og Rafael da Silva og eru vinstri og hægri bakverðir. Það er mál manna í Brasilíu að þeir bræður verði arftakar Roberto Carlos og Cafu hjá brasilíska landsliðinu. 28.2.2007 18:54 Santa Cruz: Komið og náið í mig Framherjinn Roque Santa Cruz hjá Bayern Munchen er orðinn hundleiður á að sitja á varamannabekknum hjá þýsku meisturunum og skorar á lið í ensku eða spænsku úrvalsdeildinni að kaupa sig. 28.2.2007 18:15 Denver - Orlando í beinni í nótt Leikur Denver Nuggets og Orlando Magic verður sýndur beint á NBA TV sjónvarpsstöðinni á Fjölvarpinu klukkan 2 eftir miðnætti í nótt. Þar gefst áhorfendum tækifæri til að sjá þrjár af skærustu stjörnum NBA deildarinnar í einum pakka. 28.2.2007 17:45 Chelsea að kaupa Portúgala Sky sjónvarpsstöðin greinir frá því í dag að Chelsea hafi gengið frá kaupum á portúgalska varnarmanninum Manuel da Costa frá PSV Eindhoven í Hollandi. Costa þessi er sagður valda því að spila hvaða stöðu sem er í vörninni og hefði liðið vel geta notað mann með þá hæfileika í vetur. Costa er tvítugur og samkvæmt portúgölskum fjölmiðlum gengur hann í raðir Chelsea í sumar. 28.2.2007 17:30 Roy Keane: Gráu hárunum fjölgar Harðjaxlinn Roy Keane segist nú vera farinn að njóta þess í fyrsta sinn að starfa sem knattspyrnustjóri. Keane tók við liði Sunderland í bullandi vandræðum í ensku 1. deildinni síðasta haust, en hefur náð að rífa liðið upp í fjórða sæti deildarinnar. 28.2.2007 17:00 Robben ósáttur Arjen Robben hefur nú viðurkennt opinberlega að hann sé orðinn þreyttur á því að halda ekki föstu sæti í liði Chelsea. Robben stóð sig vel í bikarúrslitaleiknum gegn Arsenal um síðustu helgi og lagði þar upp sigurmarkið fyrir Didier Drogba. 28.2.2007 16:32 Það eru örlög mín að verða óumdeildur meistari Gamla brýnið Evander Holyfield segir það vera örlög sín að verða óumdeildur heimsmeistari í þungavigt hnefaleika áður en hann leggur hanskana endanlega á hilluna. Holyfield er 44 ára gamall og tók hanskana af hillunni á síðasta ári. Þá vann hann tvo bardaga og sá þriðji er á dagskránni í Texas þann 17. mars. 28.2.2007 16:23 Blackburn - Arsenal í beinni í kvöld Leikur Blackburn og Arsenal í fimmtu umferð deildarbikarsins verður sýndur beint á Sýn klukkan 20 í kvöld. Hér er um að ræða aukaleik liðanna eftir að fyrri leiknum lauk með markalausu jafntefli. Arsenal verður án fjölda lykilmanna í kvöld eins og Thierry Henry, Tomas Rosicky og Kolo Toure. 28.2.2007 16:15 Gerrard heimtar sigur á United Steven Gerrard fyrirliði Liverpool heimtar sigur og ekkert annað þegar lið hans tekur á móti toppliði Manchester United á laugardaginn. Hann segir sigur United fara langt með að tryggja liðinu titilinn og það vill hann ekki sjá gerast á Anfield. 28.2.2007 15:41 Tap á rekstri Man City Knattspyrnufélagið Manchester City hefur tilkynnt 7,1 milljón punda tap á rekstri félagsins á síðari helmingi fjárhagsársins 2006. Þetta eru mun lakari tölur en á sama tíma árið áður, en þá var hagnaðurinn nær 17 milljónir punda eftir söluna á Shaun Wright-Phillips til Chelsea. 28.2.2007 14:20 Ferguson: Eftirlaunin geta beðið Sir Alex Ferguson hjá Manchester United segist staðráðinn í að vinna í tvö ár í viðbót. "Ég ákvað að hætta árið 2002, en sá mikið eftir því og mér leið miklu betur eftir að ég skipti um skoðun ákvað að halda áfram. Eftirlaunin geta beðið," sagði Skotinn. 28.2.2007 13:54 Fowler í viðræðum við félag í MLS Steve Nicol, fyrrum leikmaður Liverpool og núverandi þjálfari New England Revolution í MLS deildinni í Bandaríkjunum, segist vera í viðræðum við fyrrum félaga sinn Robbie Fowler um að koma vestur um haf. Fowler er samningslaus hjá Liverpool í sumar. 28.2.2007 13:46 13 í röð hjá Dallas Dallas heldur áfram að mala andstæðinga sína í NBA deildinni og í nótt vann liðið Minnesota á útivelli 91-65 og þar með 13. sigurinn í röð. Leikurinn var sýndur beint á NBA TV og áttu heimamenn aldrei möguleika eftir að Dallas-vörnin hélt þeim í aðeins 27 stigum í fyrri hálfleiknum. Þá hefur Phoenix unnið alla útileiki sína gegn liðum úr Austurdeildinni í vetur og setti nýtt met í nótt. 28.2.2007 03:57 Ferguson: Besta byrjun sem ég hef séð Sir Alex Ferguson var mjög ánægður með sigurinn á Reading í enska bikarnum í kvöld og sagði byrjun sinna manna hafa verið þá bestu sem hann hefði séð í sinni stjórnartíð. Hann viðurkenndi þó að um hann hefði farið þegar heimamenn minnkuðu muninn. 27.2.2007 23:02 Fimm leikja bann fyrir Rambo-árás Brasilíski miðjumaðurinn Lincoln hjá Schalke var í dag dæmdur í fimm leikja keppnisbann fyrir að veita Bernd Schneider hjá Bayer Leverkusen hnefahögg í leik liðanna í Gelsenkirchen um helgina. Tilþrifum þess brasilíska var lýst sem Rambo árás í þýskum fjölmiðlum. 27.2.2007 22:30 Reading úr leik þrátt fyrir hetjulega baráttu Manchester United er komið í 8-liða úrslit enska bikarsins eftir 3-2 sigur á Reading í kvöld. United komst í 3-0 eftir aðeins sex mínútur í leiknum en heimamenn minnkuðu muninn fyrir hlé og hleyptu svo spennu í leikinn í lokin með því að minnka muninn í eitt mark skömmu fyrir leikslok. Brynjar Björn Gunnarsson átti skot í slá í lokin, en United slapp með skrekkinn. 27.2.2007 22:00 Lemgo burstaði Wilhelmshavener Einn leikur var á dagskrá í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld. Lemgo burstaði Wilhelmshavener á heimavelli 33-20 eftir að hafa leitt 17-10 í hálfleik. Ásgeir Örn Hallgrímsson skoraði 2 mörk fyrir Lemgo og Logi Geirsson 1, en Gylfi Gylfason komst ekki á blað hjá gestunum. 27.2.2007 21:18 Minnesota - Dallas í beinni í kvöld Leikur Minnesota Timberwolves og Dallas Mavericks verður sýndur beint á NBA TV sjónvarpsstöðinni klukkan eitt eftir miðnætti. Dallas er á ótrúlegri sigurgöngu og hefur unnið 12 síðustu leiki sína, en þó Minnesota hafi ekki gengið eins vel, stöðvaði liðið langa sigurgöngu Phoenix Suns í janúar og er því til alls líklegt. 27.2.2007 20:47 Reggie Miller orðaður við Dallas Dallas Morning News heldur því fram í dag að stórskyttan Reggie Miller sé einn þeirra leikmanna sem komi til greina til sem síðasti maður inn í hóp liðsins fyrir úrslitakeppnina. Miller lagði skóna á hilluna árið 2005 en er sagður í mjög góðu formi og haft var eftir Mark Cuban eiganda Dallas að hann hefði áhuga á að fá Miller til að styrkja lið sitt. 27.2.2007 20:00 Nesta vill klára ferilinn hjá Milan Ítalski landsliðsmaðurinn Alessandro Nesta segist vilja ljúka ferli sínum hjá AC Milan og neitar því alfarið að vera á förum frá félaginu. Nesta hefur verið orðaður við sitt gamla félag Lazio undanfarið, en er nú aðeins um þrjár vikur frá því að snúa aftur til keppni eftir að axlarmeiðsli héldu honum frá keppni síðan í nóvember. 27.2.2007 19:15 Rúrik og Emil orðaðir við Viking Stavanger Aftenblad í Noregi heldur því fram að Uwe Rösler hjá Viking sé að reyna að fá Rúrik Gíslason frá Charlton til norska liðsins. Blaðið greinir einnig frá því að liðið hafi áhuga á að fá Emil Hallfreðsson frá Tottenham. 27.2.2007 18:27 Tölt og gæðingamót á Svínavatni Laugardaginn 10. mars verður haldið á Svínavatni í A-Hún. tölt og gæðingamót. Keppt verður í opnum flokki, áhugamannaflokki og unglingaflokki í tölti og A og B flokki gæðinga. Verðlaun verða þau veglegustu sem um getur á slíkum mótum, t.d. er ljóst að fyrir 1. sæti í opnum flokki í tölti, A og B flokki fást 100.000. kr. 27.2.2007 17:31 Ferguson: Allt í góðu hjá okkur Beckham Sir Alex Ferguson segir að hann og David Beckham séu ágætis vinir þó enn sé talað um að deilur þeirra hafi valdið því að Beckham fór frá Manchester United árið 2003. Þeir félagar munu hittast í sérstökum hátíðarleik á Old Trafford þann 13. mars næstkomandi. 27.2.2007 17:08 Reading - Man Utd í beinni í kvöld Síðari leikur Reading og Manchester United í 16-liða úrslitum enska bikarsins verður sýndur beint á Sýn í kvöld og hefst útsending klukkan 19:50. Brynjar Björn Gunnarsson og Ívar Ingimarsson verða báðir í byrjunarliði Reading í kvöld, en það var einmitt glæsilegt mark Brynjars á Old Trafford sem tryggði Reading aukaleikinn í kvöld. 27.2.2007 16:37 Hélt að Terry væri dauður Markvörðurinn Manuel Almunia hjá Arsenal segist hafa óttast að John Terry væri dauður þegar hann lá hreyfingarlaus á vellinum eftir að hafa fengið spark í höfuðið í bikarúrslitaleik Chelsea og Arsenal um helgina. 27.2.2007 16:30 Hróarsleikar hjá Dreyra Laugardaginn 3.mars heldur hestamannafélagið Dreyri Töltmót á ís. Mótið verður haldið Gudduvatni sem er í landi Fiskilækjar í Melasveit. Þetta er í ca. 45 mínútna akstursfjarlægð frá Reykjavík í átt að Borgarnesi. Ísinn er frábær og veðurspáin hagstæð. 27.2.2007 16:17 Áfrýjun Keane vísað frá Enska knattspyrnusambandið tilkynnti í dag að rauða spjaldið sem Robbie Keane fékk að líta í sigri liðsins á Bolton um helgina muni standa. Keane þótti hafa varið skot Bolton á marklínu með höndinni, en þrátt fyrir mótmæli og áfrýjun Keane þarf hann nú að taka út leikbann með liði sínu. Keane stal senunni í leiknum þar sem hann skoraði tvö mörk, lagði upp eitt og lét reka sig af velli í fyrri hálfleik. 27.2.2007 16:08 Livingston fór úr hnjálið Leikstjórnandinn Shaun Livingston hjá LA Clippers varð fyrir heldur óskemmtilegri reynslu í leik liðsins gegn Charlotte Bobcats í nótt en hann lenti illa í byrjun leiksins og fór úr hnjálið. Ljóst er að leikmaðurinn verður frá keppni um óákveðinn tíma þó meiðslin væru raunar ekki jafn alvarleg og útlit var fyrir í fyrstu. Hann á enn eftir að fara í frekari læknisrannsóknir. 27.2.2007 16:01 FT-norður verðlaunar reiðmennsku Eins og samþykkt var á stjórnarfundi á haustdögum þá veitti norðurdeild Félags tamningamanna viðurkenningu fyrir fallega og góða reiðmennsku á Bautatöltinu nú á dögunum. 27.2.2007 15:51 Myvatn open næstkomandi laugardag Nú er að koma að því. Myvatn open er næstkomandi laugardag ísinn frábær og veðurspáin nokkuð góð. Meðal þeirra sem hafa skráð sig er Bjarni Jónasson með Kommu frá Garði. Tamningameistarinn Benedikt Líndal hefur þegið boð mótsnefndar um að koma og keppa. 27.2.2007 15:49 Chelsea og Arsenal ákærð Aganefnd enska knattspyrnsambandsins ákærði í dag Chelsea og Arsenal fyrir ólætin í úrslitaleik enska deildarbikarsins um helgina. Emmanuel Adebayor, Kolo Toure og John Obi Mikel voru þá reknir af leikvelli og þá hefur Emmanuel Eboue verið ákærður fyrir að slá til Wayne Bridge. Adebayor hefur svo verið ákærður sérstaklega fyrir glórulausa hegðun sína í kjölfar átakanna þar sem hann neitaði að fara af velli. 27.2.2007 14:33 Bentley framlengir við Blackburn Miðjumaðurinn David Bentley hjá Blackburn hefur skrifað undir framlengingu á samningi sínum við félagið til ársins 2011. Bentley er 22 ára gamall og hefur hann spilað mjög vel í vetur. Hann gekk í raðir Blackburn frá Arsenal í janúar í fyrra og hefur skorað sex mörk á leiktíðinni. 27.2.2007 14:29 Supercross Atlanta úrslit. Gríðarleg barátta var þetta milda laugardags kvöld í Atlanta. yfir 70 þúsund áhorfendur og keppti Ricky Carmichael í síðasta sinn í Atlanta. 27.2.2007 12:30 Sjá næstu 50 fréttir
Nytt heimsmet í langstökki á vélsleða Paul Thacker setti nú á dögunum nýtt heimsmet í "Long Distance jump" á vélsleða,245 fet í bullandi snjókomu og hliðarvind. 1.3.2007 10:20
Blackburn í 8-liða úrslit - Arsenal úr leik Arsenal féll úr leik í annari bikarkeppninni á nokkrum dögum í kvöld þegar liðið lá 1-0 fyrir Blackburn í 16-liða úrslitum enska bikarsins. Það var Suður-Afríkumaðurinn Benni McCarthy sem tryggði Blackburn sigurinn með frábæru marki á 87. mínútu og mætir liðið Manchester City í næstu umferð. Hann segir Blackburn hafa slegið út besta liðið í úrvalsdeildinni. 28.2.2007 21:50
Eiður kom inn sem varamaður í sigri Barca Barcelona er komið í 8-liða úrslit spænska konungsbikarsins eftir 2-1 útisigur á Zaragoza í síðari leik liðanna í kvöld. Barca tapaði fyrri leiknum 1-0 en fer áfram á útimörkum. Xavi og Iniesta skoruðu mörk Barcelona í kvöld en Eiður Smári Gudjohnsen kom inn sem varamaður á 85. mínútu leiksins. 28.2.2007 22:43
Newcastle fær aðeins milljón vegna meiðsla Owen Alþjóða knattspyrnusambandið FIFA hefur boðið enska úrvalsdeildarliðinu Newcastle eina milljón punda í skaðabætur vegna meiðsla sem Michael Owen varð fyrir í leik Englendinga og Svía á HM síðastliðið sumar. 28.2.2007 22:15
Þjálfari Sevilla borinn rotaður af velli Leikur Real Betis og Sevilla í spænska konungsbikarnum í kvöld var flautaður af í upphafi síðari hálfleiks eftir að þjálfari Sevilla rotaðist þegar aðskotahlut var kastað í höfuð hans. Liðin eru einir hatrömmustu erkifjendur í spænsku deildinni, en Sevilla var marki yfir þegar flautað var af. Juande Ramos þjálfari var fluttur á sjúkrahús eftir atvikið, en er sagður hafa rankað við sér í sjúkrabílnum á leiðinni þangað. 28.2.2007 22:05
Drífðu þig inn í eldhús kona Cedric Maxwell, fyrrum leikmaður og núverandi útvarpslýsandi hjá Boston Celtics var látinn biðjast afsökunar opinberlega í gærkvöldi eftir karlrembuleg ummæli sín í garð kvendómara í deildinni á mánudagskvöldið. 28.2.2007 22:00
Ótrúleg sigurganga Inter stöðvuð Udinese náði í kvöld að stöðva 17 leikja sigurgöngu Inter Milan í ítölsku A-deildinni í knattspyrnu þegar liðin skildu jöfn 1-1 í Mílanó. Chris Obodo kom gestunum yfir 1-0 með frábæru marki, en varamaðurinn Hernan Crespo jafnaði fyrir heimamenn. Inter er þrátt fyrir þetta með örugga forystu í A-deildinni og ekkert nema stórslys getur komið í veg fyrir að liðið verði meistari í vor. 28.2.2007 21:58
Haukastúlkur deildarmeistarar Kvennalið Hauka varð í kvöld deildarmeistari í körfubolta annað árið í röð eftir að liðið skellti Hamri í Hveragerði 89-59. Keflavík vann auðveldan sigur á ÍS 88-55 og þá vann Grindavík nauman sigur á Breiðablik 76-72. 28.2.2007 21:21
Wade hallast að sjúkrameðferð Bakvörðurinn snjalli Dwyane Wade hjá Miami Heat hefur gefið það í skyn að hann muni fara í endurhæfingu og reyna að snúa aftur í síðustu viku deildarkeppninnar í NBA. Wade fór úr axlarlið á dögunum og hefur enn ekki gefið endanlegt svar um það hvort hann ætli í uppskurð eða endurhæfingu. 28.2.2007 21:15
Guðjón markahæstur í sigri Gummersbach Gummersbach vann í kvöld afar mikilvægan sigur á toppliði Flensburg í toppbaráttunni í þýska handboltanum 33-26 eftir að hafa verið yfir í leikhléi 17-14. Guðjón Valur Sigurðsson var markahæstur í liði Gummersbach með 7 mörk og Róbert Gunnarsson skoraði 6 mörk. Liðið er nú í þriðja sæti deildarinnar með jafn mörg stig og Kiel og Hamburg sem eru í öðru og þriðja sæti. 28.2.2007 20:56
Þriggja mánaða bann fyrir steranotkun Framherjinn Marco Borriello hjá AC Milan hefur verið dæmdur í þriggja mánaða keppnisbann af aganefnd ítalska knattspyrnusambandsins eftir að hafa fallið á lyfjaprófi í nóvember. Ólöglegir sterar fundust við lyfjaprófið og því má leikmaðurinn ekki spila á ný fyrr en þann 21. mars, en hann hefur þegar setið af sér hluta bannsins. 28.2.2007 20:30
Eiga ekki skilið að klæðast treyju West Ham Nokkrir af stuðningsmönnum West Ham í ensku úrvalsdeildinni hafa nú fengið sig fullsadda á ömurlegu gengi liðsins í deildinni í vetur. Í gær fór af stað undirskriftalisti meðal traustra stuðningsmanna félagsins þar sem lagt er til að kjörinu á leikmanni ársins hjá félaginu verði aflýst á þessu ári því enginn sé þess heiðurs verðugur. 28.2.2007 19:03
Arftakar Cafu og Carlos til United í sumar Manchester United gekk fyrir nokkru frá samningi við unga tvíbura frá liði Fluminese í Brasilíu, en þeir ganga í raðir liðsins í sumar þegar þeir verða 18 ára gamlir. Þeir heita Fabio og Rafael da Silva og eru vinstri og hægri bakverðir. Það er mál manna í Brasilíu að þeir bræður verði arftakar Roberto Carlos og Cafu hjá brasilíska landsliðinu. 28.2.2007 18:54
Santa Cruz: Komið og náið í mig Framherjinn Roque Santa Cruz hjá Bayern Munchen er orðinn hundleiður á að sitja á varamannabekknum hjá þýsku meisturunum og skorar á lið í ensku eða spænsku úrvalsdeildinni að kaupa sig. 28.2.2007 18:15
Denver - Orlando í beinni í nótt Leikur Denver Nuggets og Orlando Magic verður sýndur beint á NBA TV sjónvarpsstöðinni á Fjölvarpinu klukkan 2 eftir miðnætti í nótt. Þar gefst áhorfendum tækifæri til að sjá þrjár af skærustu stjörnum NBA deildarinnar í einum pakka. 28.2.2007 17:45
Chelsea að kaupa Portúgala Sky sjónvarpsstöðin greinir frá því í dag að Chelsea hafi gengið frá kaupum á portúgalska varnarmanninum Manuel da Costa frá PSV Eindhoven í Hollandi. Costa þessi er sagður valda því að spila hvaða stöðu sem er í vörninni og hefði liðið vel geta notað mann með þá hæfileika í vetur. Costa er tvítugur og samkvæmt portúgölskum fjölmiðlum gengur hann í raðir Chelsea í sumar. 28.2.2007 17:30
Roy Keane: Gráu hárunum fjölgar Harðjaxlinn Roy Keane segist nú vera farinn að njóta þess í fyrsta sinn að starfa sem knattspyrnustjóri. Keane tók við liði Sunderland í bullandi vandræðum í ensku 1. deildinni síðasta haust, en hefur náð að rífa liðið upp í fjórða sæti deildarinnar. 28.2.2007 17:00
Robben ósáttur Arjen Robben hefur nú viðurkennt opinberlega að hann sé orðinn þreyttur á því að halda ekki föstu sæti í liði Chelsea. Robben stóð sig vel í bikarúrslitaleiknum gegn Arsenal um síðustu helgi og lagði þar upp sigurmarkið fyrir Didier Drogba. 28.2.2007 16:32
Það eru örlög mín að verða óumdeildur meistari Gamla brýnið Evander Holyfield segir það vera örlög sín að verða óumdeildur heimsmeistari í þungavigt hnefaleika áður en hann leggur hanskana endanlega á hilluna. Holyfield er 44 ára gamall og tók hanskana af hillunni á síðasta ári. Þá vann hann tvo bardaga og sá þriðji er á dagskránni í Texas þann 17. mars. 28.2.2007 16:23
Blackburn - Arsenal í beinni í kvöld Leikur Blackburn og Arsenal í fimmtu umferð deildarbikarsins verður sýndur beint á Sýn klukkan 20 í kvöld. Hér er um að ræða aukaleik liðanna eftir að fyrri leiknum lauk með markalausu jafntefli. Arsenal verður án fjölda lykilmanna í kvöld eins og Thierry Henry, Tomas Rosicky og Kolo Toure. 28.2.2007 16:15
Gerrard heimtar sigur á United Steven Gerrard fyrirliði Liverpool heimtar sigur og ekkert annað þegar lið hans tekur á móti toppliði Manchester United á laugardaginn. Hann segir sigur United fara langt með að tryggja liðinu titilinn og það vill hann ekki sjá gerast á Anfield. 28.2.2007 15:41
Tap á rekstri Man City Knattspyrnufélagið Manchester City hefur tilkynnt 7,1 milljón punda tap á rekstri félagsins á síðari helmingi fjárhagsársins 2006. Þetta eru mun lakari tölur en á sama tíma árið áður, en þá var hagnaðurinn nær 17 milljónir punda eftir söluna á Shaun Wright-Phillips til Chelsea. 28.2.2007 14:20
Ferguson: Eftirlaunin geta beðið Sir Alex Ferguson hjá Manchester United segist staðráðinn í að vinna í tvö ár í viðbót. "Ég ákvað að hætta árið 2002, en sá mikið eftir því og mér leið miklu betur eftir að ég skipti um skoðun ákvað að halda áfram. Eftirlaunin geta beðið," sagði Skotinn. 28.2.2007 13:54
Fowler í viðræðum við félag í MLS Steve Nicol, fyrrum leikmaður Liverpool og núverandi þjálfari New England Revolution í MLS deildinni í Bandaríkjunum, segist vera í viðræðum við fyrrum félaga sinn Robbie Fowler um að koma vestur um haf. Fowler er samningslaus hjá Liverpool í sumar. 28.2.2007 13:46
13 í röð hjá Dallas Dallas heldur áfram að mala andstæðinga sína í NBA deildinni og í nótt vann liðið Minnesota á útivelli 91-65 og þar með 13. sigurinn í röð. Leikurinn var sýndur beint á NBA TV og áttu heimamenn aldrei möguleika eftir að Dallas-vörnin hélt þeim í aðeins 27 stigum í fyrri hálfleiknum. Þá hefur Phoenix unnið alla útileiki sína gegn liðum úr Austurdeildinni í vetur og setti nýtt met í nótt. 28.2.2007 03:57
Ferguson: Besta byrjun sem ég hef séð Sir Alex Ferguson var mjög ánægður með sigurinn á Reading í enska bikarnum í kvöld og sagði byrjun sinna manna hafa verið þá bestu sem hann hefði séð í sinni stjórnartíð. Hann viðurkenndi þó að um hann hefði farið þegar heimamenn minnkuðu muninn. 27.2.2007 23:02
Fimm leikja bann fyrir Rambo-árás Brasilíski miðjumaðurinn Lincoln hjá Schalke var í dag dæmdur í fimm leikja keppnisbann fyrir að veita Bernd Schneider hjá Bayer Leverkusen hnefahögg í leik liðanna í Gelsenkirchen um helgina. Tilþrifum þess brasilíska var lýst sem Rambo árás í þýskum fjölmiðlum. 27.2.2007 22:30
Reading úr leik þrátt fyrir hetjulega baráttu Manchester United er komið í 8-liða úrslit enska bikarsins eftir 3-2 sigur á Reading í kvöld. United komst í 3-0 eftir aðeins sex mínútur í leiknum en heimamenn minnkuðu muninn fyrir hlé og hleyptu svo spennu í leikinn í lokin með því að minnka muninn í eitt mark skömmu fyrir leikslok. Brynjar Björn Gunnarsson átti skot í slá í lokin, en United slapp með skrekkinn. 27.2.2007 22:00
Lemgo burstaði Wilhelmshavener Einn leikur var á dagskrá í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld. Lemgo burstaði Wilhelmshavener á heimavelli 33-20 eftir að hafa leitt 17-10 í hálfleik. Ásgeir Örn Hallgrímsson skoraði 2 mörk fyrir Lemgo og Logi Geirsson 1, en Gylfi Gylfason komst ekki á blað hjá gestunum. 27.2.2007 21:18
Minnesota - Dallas í beinni í kvöld Leikur Minnesota Timberwolves og Dallas Mavericks verður sýndur beint á NBA TV sjónvarpsstöðinni klukkan eitt eftir miðnætti. Dallas er á ótrúlegri sigurgöngu og hefur unnið 12 síðustu leiki sína, en þó Minnesota hafi ekki gengið eins vel, stöðvaði liðið langa sigurgöngu Phoenix Suns í janúar og er því til alls líklegt. 27.2.2007 20:47
Reggie Miller orðaður við Dallas Dallas Morning News heldur því fram í dag að stórskyttan Reggie Miller sé einn þeirra leikmanna sem komi til greina til sem síðasti maður inn í hóp liðsins fyrir úrslitakeppnina. Miller lagði skóna á hilluna árið 2005 en er sagður í mjög góðu formi og haft var eftir Mark Cuban eiganda Dallas að hann hefði áhuga á að fá Miller til að styrkja lið sitt. 27.2.2007 20:00
Nesta vill klára ferilinn hjá Milan Ítalski landsliðsmaðurinn Alessandro Nesta segist vilja ljúka ferli sínum hjá AC Milan og neitar því alfarið að vera á förum frá félaginu. Nesta hefur verið orðaður við sitt gamla félag Lazio undanfarið, en er nú aðeins um þrjár vikur frá því að snúa aftur til keppni eftir að axlarmeiðsli héldu honum frá keppni síðan í nóvember. 27.2.2007 19:15
Rúrik og Emil orðaðir við Viking Stavanger Aftenblad í Noregi heldur því fram að Uwe Rösler hjá Viking sé að reyna að fá Rúrik Gíslason frá Charlton til norska liðsins. Blaðið greinir einnig frá því að liðið hafi áhuga á að fá Emil Hallfreðsson frá Tottenham. 27.2.2007 18:27
Tölt og gæðingamót á Svínavatni Laugardaginn 10. mars verður haldið á Svínavatni í A-Hún. tölt og gæðingamót. Keppt verður í opnum flokki, áhugamannaflokki og unglingaflokki í tölti og A og B flokki gæðinga. Verðlaun verða þau veglegustu sem um getur á slíkum mótum, t.d. er ljóst að fyrir 1. sæti í opnum flokki í tölti, A og B flokki fást 100.000. kr. 27.2.2007 17:31
Ferguson: Allt í góðu hjá okkur Beckham Sir Alex Ferguson segir að hann og David Beckham séu ágætis vinir þó enn sé talað um að deilur þeirra hafi valdið því að Beckham fór frá Manchester United árið 2003. Þeir félagar munu hittast í sérstökum hátíðarleik á Old Trafford þann 13. mars næstkomandi. 27.2.2007 17:08
Reading - Man Utd í beinni í kvöld Síðari leikur Reading og Manchester United í 16-liða úrslitum enska bikarsins verður sýndur beint á Sýn í kvöld og hefst útsending klukkan 19:50. Brynjar Björn Gunnarsson og Ívar Ingimarsson verða báðir í byrjunarliði Reading í kvöld, en það var einmitt glæsilegt mark Brynjars á Old Trafford sem tryggði Reading aukaleikinn í kvöld. 27.2.2007 16:37
Hélt að Terry væri dauður Markvörðurinn Manuel Almunia hjá Arsenal segist hafa óttast að John Terry væri dauður þegar hann lá hreyfingarlaus á vellinum eftir að hafa fengið spark í höfuðið í bikarúrslitaleik Chelsea og Arsenal um helgina. 27.2.2007 16:30
Hróarsleikar hjá Dreyra Laugardaginn 3.mars heldur hestamannafélagið Dreyri Töltmót á ís. Mótið verður haldið Gudduvatni sem er í landi Fiskilækjar í Melasveit. Þetta er í ca. 45 mínútna akstursfjarlægð frá Reykjavík í átt að Borgarnesi. Ísinn er frábær og veðurspáin hagstæð. 27.2.2007 16:17
Áfrýjun Keane vísað frá Enska knattspyrnusambandið tilkynnti í dag að rauða spjaldið sem Robbie Keane fékk að líta í sigri liðsins á Bolton um helgina muni standa. Keane þótti hafa varið skot Bolton á marklínu með höndinni, en þrátt fyrir mótmæli og áfrýjun Keane þarf hann nú að taka út leikbann með liði sínu. Keane stal senunni í leiknum þar sem hann skoraði tvö mörk, lagði upp eitt og lét reka sig af velli í fyrri hálfleik. 27.2.2007 16:08
Livingston fór úr hnjálið Leikstjórnandinn Shaun Livingston hjá LA Clippers varð fyrir heldur óskemmtilegri reynslu í leik liðsins gegn Charlotte Bobcats í nótt en hann lenti illa í byrjun leiksins og fór úr hnjálið. Ljóst er að leikmaðurinn verður frá keppni um óákveðinn tíma þó meiðslin væru raunar ekki jafn alvarleg og útlit var fyrir í fyrstu. Hann á enn eftir að fara í frekari læknisrannsóknir. 27.2.2007 16:01
FT-norður verðlaunar reiðmennsku Eins og samþykkt var á stjórnarfundi á haustdögum þá veitti norðurdeild Félags tamningamanna viðurkenningu fyrir fallega og góða reiðmennsku á Bautatöltinu nú á dögunum. 27.2.2007 15:51
Myvatn open næstkomandi laugardag Nú er að koma að því. Myvatn open er næstkomandi laugardag ísinn frábær og veðurspáin nokkuð góð. Meðal þeirra sem hafa skráð sig er Bjarni Jónasson með Kommu frá Garði. Tamningameistarinn Benedikt Líndal hefur þegið boð mótsnefndar um að koma og keppa. 27.2.2007 15:49
Chelsea og Arsenal ákærð Aganefnd enska knattspyrnsambandsins ákærði í dag Chelsea og Arsenal fyrir ólætin í úrslitaleik enska deildarbikarsins um helgina. Emmanuel Adebayor, Kolo Toure og John Obi Mikel voru þá reknir af leikvelli og þá hefur Emmanuel Eboue verið ákærður fyrir að slá til Wayne Bridge. Adebayor hefur svo verið ákærður sérstaklega fyrir glórulausa hegðun sína í kjölfar átakanna þar sem hann neitaði að fara af velli. 27.2.2007 14:33
Bentley framlengir við Blackburn Miðjumaðurinn David Bentley hjá Blackburn hefur skrifað undir framlengingu á samningi sínum við félagið til ársins 2011. Bentley er 22 ára gamall og hefur hann spilað mjög vel í vetur. Hann gekk í raðir Blackburn frá Arsenal í janúar í fyrra og hefur skorað sex mörk á leiktíðinni. 27.2.2007 14:29
Supercross Atlanta úrslit. Gríðarleg barátta var þetta milda laugardags kvöld í Atlanta. yfir 70 þúsund áhorfendur og keppti Ricky Carmichael í síðasta sinn í Atlanta. 27.2.2007 12:30