Fleiri fréttir

Miami - Washington á Sýn í kvöld

Annar leikur Miami Heat og Washington Wizards í undanúrslitum austurdeildarinnar í NBA verður í beinni útsendingu á Sýn í kvöld og hefst útsending klukkan 23:15. Þar ber að líta nokkra af skemmtilegri leikmönnum deildarinnar í dag og maðurinn sem allra augu berast að í dag, Dwayne Wade, verður í eldlínunni.

Terry farinn í sumarfrí

Fyrirliði Chelsea, John Terry er farinn í snemmbúið sumarfrí og mun eyða megninu af því við að jafna sig eftir aðgerð. Terry er meiddur á tá og mun gangast undir aðgerð á henni nú í vikunni. Hann mun því fyrir vikið ekki aðeins missa af síðustu 2 leikjum Chelsea í deildinni gegn Man Utd og Newcastle heldur einnig æfingaferð liðsins til Kóreu.

Man Utd hyggst opna spilavíti

Flest bendir nú til þess að spilavíti verði opnað í nágrenni við Old Trafford, heimavöll Manchester United. Stjórn þessa ríkasta knattspyrnufálgs í heimi hefur ásamt bandarísku spilavítasamsteypunni Las Vegas Sands sótt um leyfi fyrir byggingu glæsibygginga sem innihalda 5 stjörnu hótel með spilavítum, veitingastöðum og heilsulind í nágrenni vallarins.

Tvö mörk komin hjá Man Utd&Chelsea

Staðan í leik Manchester United og Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu er 1-1 í hálfleik en leikurinn hófst kl. 19.00. Ruud van Nistelrooy kom heimamönnum yfir á 8. mínútu en Cardoso Tiago jafnaði fyrir Chelsea á 17. mínútu. Eiður Smári Guðjohnsen er í byrjunaliði Chelsea og að þessu sinni leikur hann einn í sókninni.

Eiður búinn að skora gegn Man Utd

Eiður Smári Guðjohnsen er búinn að skora og koma Chelsea í 1-2 gegn Man Utd á Old Trafford. Markið kom á 61. mínútu þegar Eiður fékk sendingu inn fyrir vörn heimamanna á Old Trafford og komst einn á moti Roy Carroll markverði Man Utd.

Njarðvíkingur í 2 ára keppnisbann

Körfuknattleiksmaðurinn Ólafur Aron Ingvarsson, sem spilar í úrvalsdeildinni með Njarðvík, var í dag úrskurðaður í tveggja ára keppnisbann af dómstól Íþróttasambands Íslands. Ólafur féll á lyfjaprófi sem tekið var eftir bikarúrslitaleik Njarðvíkur og Fjölnis í febrúar sl. en í sýni Ólafs Arons greindist afmetamín.

Chelsea sló stigametið

Chelsea bar í kvöld sigurorð af Man Utd, 1-3 í næst síðasta leik liðanna í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu. Þar með hefur Chelsea slegið stigamet í deildinni, er með 94 stig en fyrra metið átti Man Utd sem voru 92 stig. Eiður Smári Guðjohnsen skoraði eitt marka Chelsea í kvöld þegar hann kom sínum mönnum yfir, 2-1.

Kvikmynd væntanleg um Real Madrid

Spænska knattspyrnustórveldið Real Madrid gefur á næstu dögum út fyrstu kvikmyndina í fullri lengd um félagið. Myndin sem ber titilinn "Real, The Movie" verður kynnt í nokkrum löndum í sumar á ferðalagi liðsins um heiminn. Myndin skiptist bæði í leikna og raunverulega kafla úr herbúðum liðsins.

San Antonio 1 - Seattle 0

San Antonio var ekki á þeim buxunum að tapa opnunarleik í einvígi á heimavelli sínum aftur og þegar þeir ná sér á strik eins og gegn Seattle, sem missti tvo af aðalskorurum sínum í meiðsli snemma leiks, þarf ekki að spyrja að leikslokum eins og 103-81 sigur þeirra í nótt ber með sér.

Miami 1 - Washington 0

Washington Wizards fengu í gær að vita hverju þeir eiga von á gegn Miami Heat í undanúrslitum austurdeildarinnar. Shaquille O´Neal var í villuvandræðum allan tímann og Dwayne Wade náði sér ekki á strik í leiknum, en Miami vann engu að síður auðveldan 105-86 sigur og hefur tekið forystu, 1-0.

Chelsea vill kaupa Dede

Brasilíski vinstri bakvörðurinn Dede hjá Dortmund í Þýskalandi, hefur staðfest að hann sé í viðræðum við Chelsea um að ganga til liðs við félagið í sumar.

Moyes í skýjunum

David Moyes, knattspyrnustjóri Everton er í skýjunum yfir árangri liðsins í ár, en Everton er á leið í Evrópukeppni í fyrsta skipti í 30 ár.

Schumacher gefst ekki upp

Heimsmeistarinn Michael Schumacer hefur ekki gefið upp alla von í að verja titil sinn, þrátt fyrir að hvorki gangi né reki hjá honum þessa dagana.

Wenger áhyggjufullur

Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, hefur þungar áhyggjur af að þeir Thierry Henry og Freddie Ljungberg verði ekki orðnir nógu góðir af meiðslum sínum fyrir úrslitaleikinn gegn Manchester United í enska bikarnum þann 21. maí n.k.

Essien ekki á leið frá Lyon

Ghanamaðurinn Michael Essien er ekki á förum frá franska liðinu Lyon, ef marka má orð umboðsmanns hans, en leikmaðurinn hefur verið orðaður við öll stóru liðin á Englandi undanfarna mánuði.

Pilkington ekki með Valsmönnum

Joel Pilkington, leikmaður Burnley, sem hugðist leika með Val í Landsbankadeildinni í knattspyrnu í sumar er farinn heim. Pilkington mun hafa fengið óstöðvandi heimþrá og ákveðið að snúa heim og reyna fyrir sér á Englandi, en Valsmenn höfðu bundið miklar vonir við leikmanninn.

Stefán hetja Lyn gegn Rosenborg

Stefán Gíslason landsliðsmaður í knattspyrnu skoraði sigurmark Lyn sem sigraði Rosenborg með þremur mörkum gegn tveimur í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gærkvöldi. Lyn er í fjórða sæti í deildinni með 9 stig en Rosenborg er í sjötta sæti með 8 stig.

Southampton þarfnast Crouch

Lið Southampton hefur biðlað til enska knattspyrnusambandsins að rauða spjaldið sem framherji liðsins, Peter Crouch, fékk að líta í síðasta leik, verði dregið til baka.

Árni með stórleik gegn Bodö/Glimt

Árni Gautur Arason átti stórleik í marki Vålerenga þegar liðið sigraði Bödo/Glimt á útivelli, 1-0. Liðið er í efsta sæti í norsku deildinni. Árni Gautur var valinn besti maður vallarins í öllum stærstu blöðum Noregs og fær t.d. átta í einkunn hjá Aftenposten, en aðeins einn annar leikmaður fær þá einkunn eftir frammistöðu helgarinnar í norskum fjölmiðlum.

Fyrsta mark Arnars á leiktíðinni

Arnar Þór Viðarsson var á skotskónum í Belgíu og skoraði eitt mark þegar Lokeren sigraði Oostende með tveimur mörkum gegn engu. Þetta er fyrsta markið sem Arnar Þór skorar á leiktíðinni. Lokeren í sjöunda sæti í belgísku fyrstu deildinni í knattspyrnu.

Lyon tryggði sér titilinn

Lyon tryggði sér franska meistaratitilinn í knattspyrnu fjórða árið í röð þegar liðið sigraði Ajaccio frá Korsíku með tveimur mörkum gegn einu í gær. Lyon er með 72 stig í fyrsta sæti og hefur 11 stiga forystu á Lille sem er í öðru sæti þegar þrjár umferðir eru eftir.

Bregenz efst í Austurríki

Dagur Sigurðsson, þjálfari og leikmaður Bregenz í Austurríki, skoraði fjögur mörk þegar liðið vann nauman sigur á HC Hard, 32-31, í úrslitakeppni austurrísku úrvalsdeildarinnar í handknattleik í gærkvöldi. Með sigrinum tryggði Bregenz sér efsta sætið í deildinni. Í undanúrslitum um meistaratitilinn mætir Bregenz Linz.

Burley aðvarar úrvalsdeildariliðin

George Burley, stjóri Derby, hefur varað kollega sína hjá Bolton og Everton við því aukna álagi sem mun fylgja þáttöku í Evrópukeppninni á næsta ári.

Sigur hjá Wilhelmshavener

Í þýsku úrvalsdeildinni í handknattleik vann Wilhelmshavener Hamborg 25-21 í gær. Gylfi Gylfason skoraði 2 mörk fyrir Wilhelmshavener en markahæstur var Robertas Pauzoulis, fyrrverandi leikmaður Hauka, sem skoraði 9 mörk.

Singh sigraði í Charlotte

Vijay Singh frá Fídjieyjum sigraði í gær á PGA-stórmóti í golfi í Charlotte í Bandaríkjunum eftir umspil við Sergio Garcia frá Spáni og Jim Furyk frá Bandaríkjunum. Eftir 72 holur voru þeir félagar jafnir á 12 höggum undir pari.

Sigur hjá Webster eftir 10 ár

Englendingurinn Simon Webster sigraði í gær á Telecom-mótinu í golfi á Ítalíu sem er liður í evrópsku mótaröðinni. Hann lék á 18 höggum undir pari og varð þremur höggum á undan næsta manni. Webster vann síðast í evrópsku mótaröðinni fyrir 10 árum og hafði spilað á 247 mótum frá þeim degi þar til hann vann loks í gær.

Liverpool í rauðu í Istanbul

Liverpool mun verða í sínum rauðu búningum í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu gegn AC Milan í Istanbul þann 25. maí næstkomandi. Milan vann hlutkestið um heimalið og hefði því átt að vera í rauðu, en liðin hafa komist að samkomulagi um að Milan spili í sínum hvítu varabúningum, búningnum sem þeir unnu Juventis í úrslitum Meistaradeildarinnar fyrir tveimur árum

Essien ekki í viðræðum við Chelsea

Fabian Piveteau, umboðsmaður Michael Essien miðjumann Lyon, hefur greint frá því að skjólstæðingur hans sé ekki í viðræðum við Chelsea. Piveteau sagði við Sky fréttastofuna í dag að sögusagnir þess efnis væru einfaldlega rangar. Eina liðið sem Essien væri að ræða við væri Lyon og það sé vilji beggja aðilla að samningar náist.

Hierro hættur

Fyrrum leikmaður Real Madrid og spænska landsliðsins, Fernando Hierro, hefur tilkynnt að hann muni leggja skóna á hilluna eftir yfirstandandi tímabil.

Southampton senda FA beiðni

Southampton hafa beðið enska knattspyrnusambandið að endurskoða rauða spjaldið sem Peter Crouch fékk í leiknum gegn Crystal Palace um helgina og setur Prouch í bann gegn Manchester United í síðasta leik tímabilsins.

Van der Vaart vill yfirgefa Ajax

Hollenski miðjumaðurinn hjá Ajax, Rafael van der Vaart, hefur tjáð umboðsmanni sínum að hann vilji yfirgefa liðið og reyna fyrir sér hjá nýju liði. Samkvæmt fréttum hefur van der Vaart þegar talað við forráðamenn Hamburg sem gera sér góðar vonir um að fá leikmanninn, en samningur hans við Ajax rennur út 2006.

Arsenal á eftir Dixon

Arsenal er á eftir 23-ára gömlum landsliðsmanni frá Líberíu, Jimmy Dixon að nafni. ,,Ég vona að ég fái þennan möguleika," sagði miðvörðurinn Dixon. ,,Mér finnst ég hafa þroskast mikið. Teddy Lucic þjálfari hefur hjálpað mér mikið með tæknilegu hliðina á leik mínum."

FH-ingar meistarar meistaranna

Íslandsmeistarar FH-inga urðu í kvöld meistarar meistaranna eftir 2-0 sigur á bikarmeisturum Keflavíkur á heimavelli sínum í Kaplakrika. Atli Viðar Björnsson og Freyr Bjarnason skoruðu mörkin sem komu bæði í fyrri hálfleik. Þetta er í fyrsta sinn sem FH vinnur Meistarakeppni KSÍ.

Boston 3 - Indiana 4

Félagar Reggie Miller voru ekki á því að láta gamla manninn spila sinn síðasta leik í gærkvöldi, þegar þeir mættu ákveðnir til leiks til Boston í leik 7 og höfðu stórsigur 97-70. Tapið fer í sögubækurnar sem eitt versta tap Boston á heimavelli í úrslitakeppni.

Tvö silfur á Norðurlandamótinu

Norðurlandamóti unglingalandsliða í körfuknattleik lauk í Solna í Svíþjóð í morgun. 18 ára landslið stúlkna tapaði fyrir Svíum í úrslitaleik, 57-79. Helena Sverrisdóttir var stigahæst, skoraði 20 stig, og Ingibjörg Vilbergsdóttir 16. Íslenska liðið varð því í öðru sæti eins og 16 ára landslið pilta sem beið lægri hlut fyrir Svíum, 60-64.

Fjórir Norðurlandameistaratitlar

Íslenskir júdómenn unnu fern gullverðlaun á Norðurlandamótinu í júdó sem fram fór í Reykjavík í gær. Þorvaldur Blöndal, Vignir Stefánsson, Þormóður Árni Jónsson og Gígja Guðbrandsdóttir urðu Norðurlandameistarar.

Dallas 4 - Houston 3

Eftir að hafa lent undir 2-0 á heimavelli sínum í einvíginu við Houston Rockets, náðu liðsmenn Dallas Mavericks að snúa seríunni sér í hag. Markmið þeirra í sjöunda leiknum í nótt var að reyna að laga varnarleikinn og vona það besta. Niðurstaðan varð stærsti sigur í sjöunda leik í sögu úrslitakeppninnar, 116-76 og Dallas mætir því Phoenix í næstu umferð.

Bætti meyjametið í kúluvarpi

Ragnheiður Anna Þórsdóttir FH bætti í gær meyjametið í kúluvarpi um 55 sentímetra þegar hún kastaði 13,66 metra á frjálsíþróttamóti í Kaplakrika í gær. Fimm af sex köstum Ragnheiðar voru lengri en gamla metið.

Kluivert fer frá Newcastle

Hollensku framherjinn hjá Newcastle, Patrick Kluivert, hefur staðfest að hann muni fara frá félaginu í sumar.

Wigan í úrvaldsdeildina

Wigan tryggði sér í dag sæti í ensku úrvaldsdeildinni að ári með 3-1 sigri á Ívari Ingimarssyni og félögum hans í Reading. Það er því ljóst að Wigan mun, ásamt Sunderland sem vann 1. deildina, spila meðal þeirra bestu næsta tímabil. Með tapinu missti Reading hins vegar af umspilssæti en þeir enduðu með 70 stig, þremur minna en West Ham.

Barca vill ekki tjá sig um Pires

Barcelona hefur neitað að tjá sig um Robert Pires og þær sögusagnir að Frakkinn sé á leiðinni til félagsins. Pires á aðeins eitt ár eftir af samningi sínum við Arsenal og hefur verið tjáð að hann muni aðeins fá árs framlengingu þegar sá samningur rennur út.

Wise hættur hjá Millwall

Dennis Wise hefur sagt upp stöðu sinni sem framkvæmdastjóri enska fyrstu deildar liðsins Millwall eftir 18 mánuði í starfi. Þessi fyrrum landsliðsmaður Englands tilkynnti þetta eftir 0-0 jafntefli gegn Burnley í síðasta leik Millwall á tímabilinu.

Tvær handboltakonur til Noregs

Tveir leikmenn Gróttu/KR í handboltanum, Eva Margrét Kristinsdóttir og Anna Úrsúla Guðmundsdóttir, leika með norska liðinu Levanger á næstu leiktíð. Levanger vann sér sæti í norsku úrvalsdeildinni í vor.

Garcia náði sex högga forystu

Spánverjinn Sergio Garcia náði í gær sex högga forystu á Wachovia-mótinu í golfi í Charlotte í Norður-Karólínu. Garcia lék í gær á fimm höggum undir pari og er samtals á tólf undir parinu þegar 18 holur eru eftir.

Juventus vann Milan

Juventus sigraði AC Milan fyrir framan 68 þúsund áhorfendur á San Siro í dag með einu marki gegn engu. Það var Frakkinn David Trezeguet sem skoraði sigurmarið á tuttugustu mínútu. Juve er þá komið með þriggja stiga forristu á Milan þegar þrjár umferðir eru eftir.

Sjá næstu 50 fréttir