Sport

Wigan í úrvaldsdeildina

Wigan tryggði sér í dag sæti í ensku úrvaldsdeildinni að ári með 3-1 sigri á Ívari Ingimarssyni og félögum hans í Reading. Það er því ljóst að Wigan mun, ásamt Sunderland sem vann 1. deildina, spila meðal þeirra bestu næsta tímabil. Með tapinu missti Reading hins vegar af umspilssæti en þeir enduðu með 70 stig, þremur minna en West Ham. Í umspilinu mætast annars vegar Ipswich Town og West Ham og hins vegar Derby County og Preston North End.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×