Sport

Van der Vaart vill yfirgefa Ajax

Hollenski miðjumaðurinn hjá Ajax, Rafael van der Vaart, hefur tjáð umboðsmanni sínum að hann vilji yfirgefa liðið og reyna fyrir sér hjá nýju liði. Samkvæmt fréttum hefur van der Vaart þegar talað við forráðamenn Hamburg sem gera sér góðar vonir um að fá leikmanninn, en samningur hans við Ajax rennur út 2006. Ajax gekk ekki nógu vel á árinu og endaði í öðru sæti á eftir PSV í hollensku deildinni. Það var meira en stjórn liðsins þoldi og var þjálfarinn, Ronald Koeman, látinn taka pokann sinn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×