Sport

Wenger áhyggjufullur

Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, hefur þungar áhyggjur af að þeir Thierry Henry og Freddie Ljungberg verði ekki orðnir nógu góðir af meiðslum sínum fyrir úrslitaleikinn gegn Manchester United í enska bikarnum þann 21. maí n.k. Wenger hefur nú ákveðið að gefa þeim frest til næstu helgar til að sanna að þeir séu nógu heilir til að spila. "Þeir verða ekki með gegn Everton í vikunni, en ef þeir geta spilað gegn Birmingham á sunnudaginn, verða þeir að mínu mati klárir í bikarúrslitin. Ef þeir ná ekki að spila einn leik fyrir úrslitaleikinn, finnst mér ekki hægt að hafa þá í byrjunarliðinu gegn Manchester United," sagði Wenger.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×