Sport

Tvö mörk komin hjá Man Utd&Chelsea

Staðan í leik Manchester United og Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu er 1-1 en leikurinn hófst kl. 19.00. Ruud van Nistelrooy kom heimamönnum yfir á 8. mínútu eftir skot Wayne Rooney en Cardoso Tiago jafnaði fyrir Chelsea á 17. mínútu. Eiður Smári Guðjohnsen er í byrjunaliði Chelsea og að þessu sinni leikur hann einn í sókninni þar sem Didier Drogba og Mateja Kezman eru báðir meiddir. Finninn Mikael Forssell er á varamannabekknum. Hjá Man Utd vantar Ryan Giggs sem er ekki í leikmannahópnum. Chelsea hefur þegar tryggt sér Englandsmeistaratitilinn og Man Utd hefur ekki að neinu að keppa nema heiðrinum þar sem liðið getur aðeins endað í 3. sæti deildarinnar. Þetta er næst síðasti leikur beggja liða í deildinni í vetur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×