Sport

Kluivert fer frá Newcastle

Hollensku framherjinn hjá Newcastle, Patrick Kluivert, hefur staðfest að hann muni fara frá félaginu í sumar. Newcastle hefur möguleika á að framlengja samning sinn við hinn 28-ára gamla Hollending um tvö ár en ætla ekki að notfæra sér það og því mun hann fara eftir dapurt tímabil á Englandi þar sem hann hefur aðeins leikið 24 leiki, þar af 14 í byrjunarliði, og skorað sex mörk. Kluivert, sem kom síðasta sumar til Newcastle á frjálsri sölu frá Barcelona, mun líklega halda aftur til Spánar en lið eins og Valencia, Seville og Real Betis eru öll sögð á eftir honum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×