Sport

Southampton senda FA beiðni

Southampton hafa beðið enska knattspyrnusambandið að endurskoða rauða spjaldið sem Peter Crouch fékk í leiknum gegn Crystal Palace um helgina og setur Prouch í bann gegn Manchester United í síðasta leik tímabilsins. Crouch fékk rautt spjald fyrir að gefa Gonzalo Sorondo olnbogaskot og mun aganefndin taka málið fyrir á fundi sínum á morgun. Southampton getur illa á framherjans verið en Crouch hefur skorað tólf mörk í vetur. Southampton er sem stendur í þriðja neðsta sæti, stigi á eftir Norwich. Crystal Palace og WBA verma neðstu tvö sætin.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×