Sport

Chelsea vill kaupa Dede

Brasilíski vinstri bakvörðurinn Dede hjá Dortmund í Þýskalandi, hefur staðfest að hann sé í viðræðum við Chelsea um að ganga til liðs við félagið í sumar. Lið Dortmund er skuldum vafið og talið er víst að það þurfi að selja einhverja af betri leikmönnum sínum til að forðast gjaldþrot. Dede er talinn muni kosta um 6 milljónir punda, en það gæti orðið erfitt fyrir hann að fá atvinnuleyfi á Englandi, þar eð hann er ekki landsliðsmaður. "Það eru viðræður í gangi og ég ræddi síðast við Chelsea fyrir um tveimur vikum. Þeir vilja fá mig til liðs við sig og ég vil gjarnan fara til Englands," sagði hinn 27 ára gamli varnarmaður. Jose Mourinho hefur sagt að liðið muni versla sér einn sóknarmann, einn miðjumann og vinstri bakvörð í sumar og talið er að Dede myndi henta liðinu prýðilega, enda er hann almennt álitinn einn besti vinstri bakvörðurinn í þýsku Bundesligunni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×