Sport

FH-ingar meistarar meistaranna

Íslandsmeistarar FH-inga urðu í kvöld meistarar meistaranna eftir 2-0 sigur á bikarmeisturum Keflavíkur á heimavelli sínum í Kaplakrika. Atli Viðar Björnsson og Freyr Bjarnason skoruðu mörkin sem komu bæði í fyrri hálfleik. Þetta er í fyrsta sinn sem FH vinnur Meistarakeppni KSÍ. Atli Viðar Björnsson skoraði fyrra markið á 11. mínútu þegar hann fylgdi á eftir skoti Tryggva Guðmundssonar sem Ómar Jóhannsson hafði varið í marki Keflavíkur en misst frá sér. Freyr Bjarnason skoraði seinna markið á 45. mínútu þegar Keflavíkurvörnin steingleymdi honum eftir aukaspyrnu frá Heimi Guðjónssyni, Freyr nýtti sér það og skoraði laglega. Keflvíkingar átti góða spretti í seinni hálfleik en var lítt ágengt á þéttri vörn heimamanna með þá Auðun Helgason og Frey Bjarnaon í fararbroddi en það kom lítið að sök þótt allir Danirnir í liðinu væru fjarverandi, Allan Borgvardt og Dennis Siim meiddir og Tommy Nielsen í leikbanni. Þetta var síðasti leikur liðanna fyrir Íslandsmótið en þau mætast einmitt í fyrstu umferð Landsbankadeildar karla eftir viku og þá í Keflavík.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×