Sport

Essien ekki á leið frá Lyon

Ghanamaðurinn Michael Essien er ekki á förum frá franska liðinu Lyon, ef marka má orð umboðsmanns hans, en leikmaðurinn hefur verið orðaður við öll stóru liðin á Englandi undanfarna mánuði. "Við vitum af áhuga Manchester United, Chelsea og Arsenal á Michael, en hann hefur ekki fengið nein tilboð og við erum ekki í viðræðum við neinn nema Lyon. Þeir hafa áhuga á að semja við hann og eru í samningaviðræðum í augnablikinu," sagði umboðsmaður Essien við blaðamenn í morgun.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×