Sport

Moyes í skýjunum

NordicPhotos/GettyImages
David Moyes, knattspyrnustjóri Everton er í skýjunum yfir árangri liðsins í ár, en Everton er á leið í Evrópukeppni í fyrsta skipti í 30 ár. "Þetta hefur verið langt og strangt tímabil, svo að það er æðislegt að ljúka því á þessum nótum. Við höfum verið undir gríðarlegri pressu síðan í sepmtember og við sönnuðum fyrir nokkuð löngu síðan að við værum ekki að fara að falla úr deildinni, eins og svo margir voru búnir að spá," sagði Moyes og glotti við tönn, því árangur liðsins hefur verið lygilegur í vetur, miðað við væntingar sem gerðar voru til þeirra í haust. "Við erum með hörkulið, en allir leikmennirnir eru mjög auðmjúkir á velgengnina og það finnst mér mikilvægt. Að mínu mati var það sigur okkar á Aston Villa í febrúar, sem fyllti mig endanlega vissu um að við gætum náð eins langt og raun ber vitni," bætti Moyes við.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×